Verktækni - 01.03.2001, Side 6

Verktækni - 01.03.2001, Side 6
fc T ¥ l Aðalfundur Kjarafélags Tæknifræðingafélags íslands Aðalfundur KTFÍ var haldinn íinimtu- daginn 22. febrúar að Engjateigi 9. Á fundinn mættu tuttugu og tveir, nokkru fleiri en á síðasta ári. Formaður setti fundinn og stakk upp á Iiaraldi Baldurssyni sem fundarstjóra og Bjarna Bentssyni sem ritara og var það samþykkt. Gengið var til boðaðrar dag- skrár samkvæmt lögum félagsins. Ekki lágu fyrir neinar tillögur eða lagabreyt- ingar. Formaður flutti skýrslu stjórnar. Skýrsl- una er hægt að nálgast á heimasíðu KTFI. Haraldur Sigursteinsson gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum félagsins. Nokkr- ar umræður urðu um reikningana og meðal annars spurt um skiptingu lög- fræðikostnaðar. Formanni var fahð að taka saman greinargerð um inálefni sem send voru lögfræðingi. Nokkur umræða varð um kjarakönnunina og kostnað sem fylgir útgáfu hennar. Sjrnrt var um nauð- syn þess að gefa hana út í bókarformi ár- lega og hvort ekki væri nóg að birta hana á Netinu. Meirihluti fundarmanna var sammála því að halda áfram að gefa út kjarakönnunina, en stefna að því að færa birtinguna yfir á Netið Jiegar almenn notkun heimasíðu KTFI eykst. All margir íélagsmanna nýta sér ujijilýs- ingar úr kjarabók sem verkfæri lil regl- unar á launum. Fundarstjóri bar ujijj reikninga og voru |>eir samjiykktir. Haraldur Sigursteinsson gjaldkeri kynnti skýrslu Vísinda- og starfsmenntunar- sjóðs. Aukning hefur orðið í úthlutun styrkja. Nánar er fjallað um sjóðinn ann- ars staðar í ldaðinu. Formenn samninganefnda skýrðu frá stöðu samningamála en skýrt hefur verið frá Jteim reglulega í Verktækni. Stjórn KTFÍ lagði til að félagsgjiild yrðu óbreytt og var það samþykkt. Bergjiór Þormóðsson fór í gegnum ný- gerða samninga við Reykjavíkurborg og lýsti óánægju sinni með hvernig staðið var að kynningu og samþykkt samnings- ins, um Jietta urðu all snarjiar umræður. Bergjiór lagði fram lagabreytingu á 20 gr. í lögum félagsins. Eftir miklar umræður dró BergJjór tillöguna til baka. Skorað var á stjórn að láta endurskoða lög fé- lagsins fyrir næsta aðalfund og var það samþykkt. Samþykkt var ályktun um að bera undir atkvæði Jjá kjarasamninga sem eftir eru, samkvæmt 18. gr. félags- laga. Kjör félagsstjórnar fór frain og voru þeir sem gáfu kost á sér kosnir með lófataki. Til tveggja ára voru kosn- ir: Bjarni Bentsson, Oli Jón Hertervig og Jón Isaksson Guð- mann. Varamenn til eins árs voru kjörnir Haraldur Baldursson og f Þór SigurJjórsson. Gísli Gíslason gekk úr stjórn og er honum Jjökkuð störf á liðnu starfsári. Félagslegir endurskoðendur voru kjörnir Sigurjiór Guðmundsson og Guðjón li. Arnason, til vara BrandurB. Ilermannsson. Undir liðnum önnur mál, eins og fyrr er getið, var borin ujjjj ályktun um að samningar yrðu sendir félöguin tif skriflegrar atkvæðagreiðslu sam- kvæmt grein 18.1 í lögum KTFI. Var ályktunin samþykkt með sjö atkvæð- um gegn tveimur en þrír sátu hjá. Fjallað var um vistarbönd og fjar- vinnu og skýrði formaður frá sam- vinnu KTFl við samstarfsfélög á Norðurlöndum um Jiessi mál. For- maður þakkaði síðan fyrir fundinn og var honum slitið kl. 20.15. Gústaf A. Ujaltason, formaður KTFI. CAD ehf. - Skúlagata 61 A -105 Reykjavik - s: 552 3990 - www.cad.is - cad@cad.is authorized dealer I A mechanical ' ' — i Inventor Mechanical í i Mechanical Deiktop- 6

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.