Verktækni - 01.03.2001, Side 12

Verktækni - 01.03.2001, Side 12
ísland í dag - Auknar kröfur til húsa og hönnuða Þegar horft er yíir höfuðborgina og bygg- ingar hennar skoðaðar, þarf skólað auga ekki lengi að líta til þess að merkja alla nýjustu strauma og stefnur síðustu ára- tuga í vestrænum arldtektúr. Og margt af því sem fyrir augu ber er í allra fremstu röð. Það er gæfa lítiUar eyþjóðar, að eiga metnaðarfulla arkitekta sem sótt hafa menntun sína víða um lönd. Menning okk- ar verður auðugri fyrir vikið. Ef haft er í huga hversu einsleit byggingarhefð okkar var, fyrir einungis nokkrum áratugum síð- an, er ljóst að réttara er að tala um bylt- ingu en breytingar. Svo ör hefur þróunin verið. Byltingar ganga aldrei áfallalaust fyrir sig. Margar hugmyndir sem íslenskir arki- tektar komu með heim frá útlandinu voru á undan sinni samtíð og féllu af þeim sök- um í grýttan jarðveg. Menn hefðu t.d. bet- ur skoðað hugmyndir um fljótandi gólf með opnari huga á sínum tíma, í stað þess að kasta þeim alfarið fyrir róða. Þá vær- um við ekki nú að glíma við æ íleiri mála- ferli vegna ófullnægjandi hljóðeinangrun- ar í fjölbýli. I öðrum tilvikum hefðu arki- tektar betur notið sérfræðiráðgjafar til þess að útfæra hugmyndir sínar með tilliti tU íslensks veðurfars. Vegna stöðugra lekavandamála var flötu þökunum úthýst. Eins og menn vita í dag, er ekkert því tU fyrirstöðu að hafa þök flöt á Islandi. Ut- færsla og deililausnir þurfa einfaldlega að vera í lagi. Enn heldur Jjróunin áfram og Jiað hægir síst á henni nú í upphafi nýrrar aldar. Kröfur almennings tU umhverfis síns og húsakynna, svo og yfirvalda í formi reglu- gerða og staðla, aukast stöðugt. Það er vel; en krefst um leið stöðugt meiri sér- þekkingar hönnuða tU að standa undir auknum kröfum. Og er þá komið að hvata þessa greinarkorns. Við húsbyggingar er löng hefð fyrir því á Islandi að fyrst er ráðinn arkitekt. Hon- um tU halds og trausts eru fengnir þrír ráðgjafar, hver á sínu sviði: Einn tryggir burðarjml, sá næsti sér um lagnir og sá þriðji annast rafmagnið. Allt annað á arkitektinn að kunna. Og J)ar stendur hnífurinn í kúnni. Það er ekkert vit né sanngirni í J>ví, eins og menn sjá eins og skot ef þeir líta til nágrannalanda okkar. Ef vel á að vera þarf húsbyggjandi og arkitekt þrjá ráðgjafa til viðbótar. Sá fjórði þarf að kunna skU á brunaviirnum, sá fimmti hljóði og sá sjötti veðri og vind- um, þ.e.a.s. hvernig hægt er að halda J>eim náttúruöflum utan dyra. Auðvitað er ekkert því til fyrirstöðu að einn og sami ráðgjafinn kunni skU á fleiri en einu fræðasviði. Það er í sjálfu sér hreint auka- atriði. Aðalatriðið er að verkkaupi og arkitekt geti gengið að traustri ráðgjöf á öUum J>essum sviðum vísri. Ella verða ekki byggð góð hús á Islandi; Jtegar tU lengdar lætur. Stöðluð ákvæði í j>óknun- arsamningum arkitekta um að }>eir skuh annast hljóð- og brunahönnun ásamt fleiru eru böm síns tíma. I nútímanum krefst þessi hönnun þekkingar og flókinna útreikninga sem ekki er hægt að ætlast til að þeir kunni skU á. Ef svo væri, ættu arkitektar ekki síður að geta annast burð- arJ>oIsútreikninga en sérmenntaðir verk- fra;ðingar. Greinarhöfundar hafa alhr starfað sem burðarJxUshönnuðir tU fjölda ára. Af fenginni reynslu gera J>eir sér grein fyrir J>ví að sérmenntun þeirra á nefndum fræðasviðum, sem enn eru ekki almennt viðurkennd og utan hefðbundinna þókn- unarsamninga, er mikilvægari fyrir ís- lenskan byggingarmarkað en Jjekking Jteirra á burðarþoli. Gerð eru dýr mistök á hverjum degi; sem vönduð ráðgjöf ga:li komið í veg fyrir. Nefnum örfá dæmi J>ví tU stuðnings: Aður tíðkaðist að arkitektar flettu J>ví upp í reglugerð, hvernig þeir a'ttu að skipta byggingum sínum niður í brunahólí og haga flóttaleiðum. Nú á dögum Jturfa metnaðarfulhr húsahönnuðir ekki að vera bundnir af slíkum íörskriftum. Nýstárleg- ar byggingar bera hugmyndaauðgi arki- tekta gott vitni en ltalla um leið á nýjar og oft Ilóknar hönnunaraðferðir tU að leysa öryggismál. Því fyrr sem sérfræðingur kemur að málum, því betur tekst yfirleitt að hanna byggingu sem bæði er örugg og J>jónar hlutverki sínu vel. Alltof oft er búið að leggja mikla vinnu í að „Ieysa“ skipulag byggingar }>egar í ljós koma ó- leyst vandamál við að tryggja öryggi fólks og eigna. Þá standa menn frammi fyrir J>ví að velja á milli vondra lausna tU að bjarga málum: T.d. setja brunastiga utan á hús, hólfa sundur glaísUeg rými ineð ljót- um eldvarnarhurðum eða setja (lyr sem enginn gengur um. Allir eru óáiuegðir með

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.