Aðventfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 2

Aðventfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 2
Mælanlegur kristindómur Boðskapurfrá stjórnendum Aóalsamlakanna Otvíræðasti vitnisburðurinn um kærleiksríkan Guð er þroskun lyndis- einkunnar fólks hans. Engin heimspekikenning, ekkert náttúrufyrirbæri, engin mannleg rökhyggja né nokkurt annað tjáningarsvið, talar jafn skorinort um tilveru Guðs og kristilegt líferni syndara sem frelsast hefur fyrir náð. Við verðum samt að muna að þroskun lyndiseinkunnarinnar er ekki þvinguð upp á okkur; það er ekki unnt að líta á hann sem sjálfsagðan hlut. Hann næst í samstarfi við okkur fyrir skipulagðan tílverknað Heilags anda sem finnur okkur áður en við finnum hann og sem fágar okkur frá því augnabliki er við gefum okkur heil og óskipt allt til leiðarloka. Þótt áhrif Heilags anda á mannshjartað séu ekki fyllilega skýranleg, (Jh 3.3-7) eru þau greinilega mælanleg (G1 5.22,23). Þau birtast í augljósum ummerkjum eins og þeim, að menn sigrast á slæmum venjum, ný viðmið þróast, við temjum okkur alúðlegri framkomu, sjálfshyggjan þverr, við verðum fús að fyrirgefa óvinum okkar og við lærum að meta betur kosti annarra. Þessi tákn um kristilegan þroska frelsa okkur ekki; við erum ekki endur- leyst fýrir andlega endursköpun; það er engin skilgreining til sem felur í sér frelsun fyrir eigin mannkosti - ekkert nema réttlæti Krists getur frelsað. Við verðum Guði þóknanleg fýrir verðleika réttláts lífernis hans, ekki fyrir eigið réttlæti (Rm 5.10). En gjöf réttlætis hans leysir okkur ekki undan hlýðni - hún undirstrikar hana. Kærleikur Krists er æðsta og varanleg hvöt til allra sem kappkosta (Lk 13.24), berjast (Ef 6.12), veita viðnám (Jk 4.7), eru staðfastir (Mt 10.22), og til ykkar sem „haldið velli þegar þér hafið sigrað allt“ (Ef 6.13). Allar aðrar átyll- ur til manngæsku eru minna verðar, og stuðla raunar að sigurvinningum Satans. Hinn eini ósigrandi hvati til heilagleika er ekki ótti um eilífan missi eða von um eilíft líf, heldur viðurkenning á lítillækkun Krists og fórn hans. Þannig laðaðir af kærleik hans, innblásnir af orði hans, lífgaðir af anda hans og tengdir honum sem grein á vínviðnum, meðtökum við frá Drottni okkar bæði viljann og styrkinn til að hlýða. Þannig er það, að jafnvel þótt við séum þegar frelsuð fyrir réttlæti hans, þroskumst við stöðuglega tíl líkingar við hann (Heb 10.14). Og þess vegna er sjálfsafneitun okkar í sókninni til eilífs lífs er ekki einungis skynsamleg (Rm 12.1), hún er mikilvægasta og blessunarríkasta athöfn okkar. Þessa bænaviku mun okkur hlotnast sú blessun að njóta saman bænaviku- lestra sem samdir hafa verið í bænaranda og sem fjalla um mál sem varða kristilegan þroska. Spámaður okkar fullvissar okkur, að um leið og Guð helg- ar hjörtu einlægra flytjenda og höfunda meðan þeir eru að semja boðskap- inn, mun hann einnig undirbúa hjörtu einlægra sannleiksleitenda til með- töku hans. (Testimonies 6. bd. bls 50). Eigum við ekki að þiggja sameiginlega þetta fýrirheit og göfgast sameiginlega af hinu lífgefandi orði. Við hérna hjá Aðalsamtökunum erum einmitt staðráðin í að gera það. Sameinastu okkur meðan við lesum vandlega hugsanirnar á þessum blöðum og auðmýkjum hjörtu okkar í voninni um fagnaðarríkar uppgötvanir og mælanlegan andlegan vöxt þá viku sem í hönd fer. Calvin B. Rock er varaformaður Adalsamtakanna. AÐVENTFRÉTTIR 58. árgangur-4. tbl. 1995 Útgefandi: Sjöunda dags aðventistar á (slandi Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Eric Guðmundsson Þýðandi: Gissur Ö. Erlingsson Prentvinnsla: Offsetprent/ Geirsprent hf. 2 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.