Aðventfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 19

Aðventfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 19
andans er ræktaður. Allt sem lifir er viðkvæmt og hættum undirorpið. Heilbrigði til hjálpar Annað mikilvægt íhugunarefni er það, að ávöxtur er aldrei takmark í sjálfu sér. Tréð ber ekki ávöxt til eigin upphefðar. Avextinum er ædað að hjálpa öðrum! Það er mannleg tilhneiging að öðlast ávinning bindindisins í eigin þágu (að verða heilbrigðari, ham- ingjusamari, að afla sér aðdáunar o.s.frv.), svo að jafnvel lofsverð umhyggja okkar fyrir kristnum lífs- máta sjálfra okkar gæti orðið gildra fyrir eigingirni eða sjálfsréttlætingu. Slík umhyggja getur orðið til þess að menn hverfa frá leiðsögn andans til mannlegra sjónarmiða. Þegar um bindindi er að ræða, verða menn að sigrast á girndum holdsins og forðast það sem illt er, en ástunda að gera öðrum gott. Og þegar leitin að heilbrigðari lífsmáta horfir framhjá markmiðum per- sónulegrar hamingju, fegurðar eða fullnægju, og stefnir að betri þjón- ustu við Guð gegnum þjónustu við mannkynið, þá nær hún sönnum andlegum víddum. Jafnvel fyrir Jesú virðist helgun ekki vera markmið í sjálfu sér. Þegar hann bað til föður síns sagðist hann helga sig fyrir lærisveina sína (Jh 17.19). Andinn helgar líf okkar með bindindi nafni Guðs til dýrðar í líkömum okkar. (lKor 6.19,20), ekki einungis fyrir bætt heilsufar, heldur fyrir betri þjónustu. Við viljum fram- bera fullkomnun ávaxtar andans til þess að aðrir fái saðningu. „Með því að meðtaka anda Krists - anda óeigingjarns kærleiks, og vinna fyrir aðra - munt þú vaxa og bera ávöxt. Dyggðir andans munu þroskast í hugarfari þínu. Trú þín mun styrkjast, sannfæringar þínar dýpka, kærleikur þinn verða full- kominn. Þú munt í æ ríkara mæli útgeisla anda Krists" (Christ's Object Lessons, bls 68, sbr. Selected Messages, 1. bók, bls 336-338; Testimonies, 4. bd. bls 355). Hinn síðasti mikli ávöxtur mundi þroskast hratt og Kristur mundi koma til að safna saman sinni dýrmætu uppskeru. Að gefa Guði dýrðina I svona sjúkri, sorgmæddri og syndugri veröld eins og heimurinn okkar er á okkar tímum, verður þörfin á bindindissömu líferni til- finnanlegri en nokkru sinni fyrr. En bindindi má ekki stansa við að hætta að reykja, forðast áfengi og flkniefni, taka upp heilsusamlegt mataræði, þjálfa líkamann nægilega og fá góða heilsugæslu. Heilbrigði nær yfir allar lífsvenjurnar. „Hvort sem þér því etið eða drekkið eða hvað sem þér gjörið, þá gjörið það allt Guði til dýrðar" (I Kor 10.31). Bindindi er spurning um jafnvægi. Eins og sönn menntun er sönn bindindissemi „samræmi í þroskun líkamlegra, andlegra og sál- rænna krafta“ (Education, bls 13). Mannveran - líkami, sál og andi - er ein heild (1Þ 5.23). Með öllum sínum undursamlega og viðkvæma búnaði er hún óendanlega verðmæt, vegna þess að hún var sköpuð af Guði, endurleyst af Jesú Kristí og er bústaður Heilags anda (lKor 6.19). Vegna þessa ætti hið fagra tak- mark, fullkomin heilbrigði og ful- lkomið líf sem við getum öðlast, ekki að spilla umhyggju okkar fyrir þeim sem eru langt frá því að vera full- komin í þessum efnum. Því við verðum að muna að sérhver mann- vera, jafnvel í sjúkleika, örkumlun eða þjáningum, á skilið fulla virð- ingu sem barn Guðs sem kallað er til að læknast af Guði kærleikans. Einhvern daginn, mjög bráðlega, þegar Jesús kemur, munu dauðlegir líkamir okkar - heilbrigðir eða sjúkir - umbreytast til óforgengileika (lKor 15.51-55). Þá munum við fullkom- lega endurspegla mynd skaparans, eins og hann hafði upphaflega áformað. Við munum öll verða heil- brigð, heilög og hamingjusöm að eilífii (Opb 21.1-4). Spurningar til umræðu 1. Verður mér nokkurn tíma á sú skyssa að takmarka „bindindi“ við heilsufarsleg efni eingöngu? Sé svo, hvernig get ég breytt því? 2. Táknar talning Páls á bindindi sem síðasta ávextinum á nokkurn hátt að gildi þess sé minna? 3. Hvað táknar það fyrir þig per- sónulega að vera bindindissamur, að vera „sterkur hið innra?“ Roberto Badenas er kenn- ari í gubjrœth vii) Saleve- aðventstofmmina í Collonges-sous Saleoe, Frakklandi. AðventFréttir 19

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.