Aðventfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 28

Aðventfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 28
Fyrir börnin Fimmtudagur „Ávöxtur andans er... gæska.“ Minnisvers Rm 15.14: „En ég er líka sjálfur san- nfœrður um. yður, brœður mínir, að þér og sjálfir eruð fullir góðgimi, auðgaðir alls konar þekkingu og fcerir um að á- minna hver annan. “ Biblíusaga - Steinsnar í burtu Jesús var að kenna í musterinu. I Biblíunni stendur að allir hefðu þyrpst að honum. Hann var enn að laða að sér mikinn mannfjölda. Það féll fræðimönnunum og faríseunum allt annað en vel í geð. Hversu dap- urlegt! Ef þeir hefðu verið Guðs menn, eins og þeir sögðust vera, heldurðu að þeir hefðu þá ekki glaðst yfir að sjá fólk læknast? Onei! Þeir vildu að fólkið flykktist til þeirra. Þeir öfunduðu Jesú af vinsældum hans. Þeir boðuðu til nefndarfundar og komu sér saman um aðferð til að leggja gildru fyrir Jesú í musterinu næsta morgun. Um nóttina njósnuðu þeir um konu sem svaf hjá manni sem ekki var eiginmaður hennar. Slíkt fram- ferði köllum við hórdóm. I allri mannkynssögunni hefur saurlifnaður verið talinn óhæfa. En á dögum Jesú var refsað fyrir hórdóm með því að grýta þá seku til bana. Mig langar ekki til að deyja, en ef svo ætti að fara, mundi ég kjósa annan dauðdaga en að vera grýttur. Imynd- ið ykkur kvalirnar þegar steinarnir hitta í mark! Þessir svonefndu heilögu menn komu inn í musterisgarðinn og drógu þessa hórkonu með sér. Hvernig veit ég að þeir drógu hana? Heldurðu að hún hafi kannski komið sjálfviljug? Það held ég ekki. Eg get ekki ímyndað mér að neinn kæri sig um að verða grýttur. Farísearnir „sögðu við hann: Meistari, kona þessi var staðin að verki þar sem hún var að drýgja hór. Móse bauð oss í lögmálinu að grýta slíkar konur. Hvað segir þú nú?“ (jh 8.4,5). Já, þetta var gildra! Þeir héldu að þeir hefðu tangarhald á honum. Ef Jesús segði „grýtið hana ekki,“ þá væri hann sekur um að vanvirða lög- mál Móse, og þá gætu þeir grýtt hann. En ef hann hins vegar segði þeim að grýta hana, gætu þeir sakað hann um að brjóta lög Rómverja, vegna þess að enginn mátti fullnægja dauðadómi nema Rómverji. Það hlakkaði í þeim. Þeir héldu að þeir hefðu náð sér niðri á þessum manni sem rændi þá vinsældum sínum. Þegar Jesú hefði verið rutt úr vegi mundi fólkið aftur koma til þeirra að leita ráða. Jesús svaraði ekki. Ekki einu orði. „Svona nú, Jesús. Þú verður að svara okkur!“ sögðu þeir. Hann svaraði, ekki með orðum, heldur með gjörðum. Manstu hvað hann gerði? Hann laut áfram og fór að skrifa á rykfallna steinana í gólfi forgarðsins. Svo heppilega vildi til að þeir höfðu ekki verið sópaðir þenn- an dag. Hvað skrifaði hann? Kannski var það eitthvað á þessa leið: ,Jesara: seldi nágranna sínum tvær kindur. Onnur var veik.“ Eða kannski skrif- aði hann: „Mísa svaf hjá konu sem ekki var eiginkona hans.“ Mennirnir voru óþolinmóðir og heimtuðu svar af Jesú. Hann rétti sig upp og sagði: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana.“ (vers 7), og hann hélt áfram að skrifa. „Izekiul seldi nágranna sínum land- skika þar sem eitraður úrgangur var grafinn.“ „Hvað ertu að skrifa, Jesús?“ Mennirnir heimtuðu svar þangað til þeir höfðu litið niður í sandinn. Synd konunnar virtist léttvæg í samanburði við þau athæfi sem þeir höfðu gert sig seka um. I þeirri von að enginn tæki eftir því, laumuðust þeir burt hver á fætur öðrum þangað til allir voru farnir. Jesús hætti að skrifa og rétti sig upp. Nú ávarpaði hann konuna: „Hvað varð af þeim? Sakfelldi enginn þig?" Hún svaraði: „Enginn, herra.“ Þegar konan sagði „herra“ nefndi hún ekki aðeins nafn hans. Með því að segja þetta viðurkenndi hún Jesú sem Drottin lífs síns. Hún stóð þarna umbreytt manneskja - skyndilega og til frambúðar - úr saurlífiskonu í barn Guðs! Hvað olli sinnaskiptum hennar? Hugsaðu um Jjað. Hér sá hún mann sem var svo góður að hann kaus að fyrirgefa fremur en að kasta steinum. Nú vildi hún hverfa frá syndsamlegri fortíð sinni og lifa fyrir Jesú. Páll postuli sagði í Rómverja- bréfinu 2.4 að kærleikur Jesú hafi leitt hana til iðrunar. Ef þú vilt verða Guðs barn, skaltu einbeita þér að gæsku Jesú. Lestu um hann. Hugsaðu um hann. Talaðu við hann. Avarpaðu hann í bænum þínum. Uppfærsla Semdu og flyttu frásögn um skólanemanda sem reynir sannarlega að vera góður, en aðrir krakkar stríða honum og uppnefna hann „kennarasleikju.“ Gættu þess að taka skýrt fram hvernig hin svonefnda „kennarasleikja" ætti að koma fram. Helgun í verki Heimsæktu einhvern gamlan í söfnuði þínum, manneskju sem hefur haft góð áhrif á líf þitt. Segðu Jjessari manneskju hvernig þessi áhrif hafi hjálpað þér að kynnast Jesú. Hugleiðing og umræða Ræðið: Hvaðan kemur gæska, og hvernig getur hún haft áhrif á líf mitt? Var of seint fyrir konuna sem leidd var fram og átti að grýta, að verða aftur réttlát eftir svo syndsam- legt líferni? Hvernig komu nágrannar og vinir Jesú fram við hann þegar hann var barn, og hvernig brást hann við? Ljúktu við setninguna: Gœska er.... Ávaxtarpróf Auðsýni ég GÆSKU í hegðun minni, jafnvel þótt foreldrar mínir séu ekki nærri dl að fylgjast með? (merkið við eitt) ......aldrei ....sjaldan...stundum......oft. 28 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.