Aðventfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 4
hann gekk um göturnar í Jerúsalem
eða birtist lærisveinunum þegar þeir
voru í loftsalnum og sagði: „Friður sé
með yður.“
Þegar elsti sonur okkar, sem við
bundum miklar vonir við og við
væntum að yrði stoð okkar, og sem
við höfðum hátíðlega vígt Guði, var
frá okkur tekinn; þegar við höfðum
lokað augum hans í dauðanum og
syrgt djúpum harmi yfir missi okkar,
þá kom ólýsanlegur friður yfir sál
mína, friður ofar öllum skilningi. Eg
gat hugsað um upprisumorguninn;
ég gat hugsað um framtíðina, þegar
hinn mikli lífgjafi kemur og brýtur
fjötra grafarinnar og kallar fram hina
réttíátu dauðu upp úr grafarduftinu;
þegar hann leysir bandingjana úr
prísundum sínum; að þá mun sonur
okkar að nýju vera meðal lifenda. I
þessu var friður, þar var gleði, þar
var huggun sem engin orð fá lýst.
Og hvers vegna? Vegna þess að ég
fann að hönd mín var lögð í hönd
Jesú Krists; að ég var hans og hann
var minn, að hann elskaði mig, og að
ég elskaði hann; og að þessi missir
var tákn um elsku hans. Eg gat stutt
mig við sterkan arm frelsarans í
gegnum alla þessa þjáningu og sorg;
og jafnframt fann ég að hann mundi
styðja mig í hverri raun allt til enda.
Hversu góðan og náðarríkan föður
við eigum! Við getum lagt allan
okkar þunga á liann, og hann mun
létta okkur byrðina. Það er þessi
blessun sem tengir okkur við Jesú; og
hér hefst starfið með okkur.
Kærleikstengslin
Þekking á Jesú Kristi er ómetan-
leg. Við ættum að gera það að okkað
æðsta, okkar fýrsta og okkar síðasta
markmiði. I versunum sem lesin voru
í áheyrn ykkar í dag kemur fram að
við eigum að eiga kærleik, og honurn
tengd eru gleði, friður, langlyndi,
þolinmæði.
Við sjáum óeirð heimsins,
óánægju hans með hlutskipti sitt.
Hann vill eitthvað sem hann á ekki.
Hann vill eitthvað til að halda uppi
spennunni, eða eitthvað til skemmt-
unar. En hjá kristnum manni er
gleði, friður, langlyndi, mildi,
auðmýkt, umburðarlyndi og þolin-
mæði. Og fyrir þessum eiginleikum
viljum við opna dyr hjartna okkar,
njóta hinna himnesku dyggða Anda
Guðs. Gerum við það, hvert fyrir sig?
Það getur enginn gert fýrir annan.
Þú getur hafist handa og öðlast
dyggðir Andans; en það gagnast ekki
mér. Hér gætu verið fjörutíu eða
fimmtíu sem taka sig á um að rækta
þessar kristnu dyggðir; en það gagn-
ast ekki hinum meðal ykkar. Hver
einstakur verður að vinna verkið og
4
AðventFréttir