Aðventfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 26
Fyrir bömin
Þriðjudagur
„Ávöxtur
andans
er...
þolinmæði."
Minnisvers
F1 4.11: „Ekki segi ég þetta vegna þess
ad ég hafi libib skort, því að ég heflœrt að
láta mér nœgja það sem fyrir hendi er. “
Biblíusaga - Saga um stóríisk
Sagan um Jónas er um mann sem
var hvorki þolinmóður né ánægður
með starfið sem Guð ætlaði honum.
Biblían segir okkur ekki hvers-
vegna Jónas hljópst frá verkinu sem
Guð fól honum að vinna. Kannski
var hann hræddur við að fara til þes-
sarar ranglátu borgar, þar sem fólkið
kynni að drepa hann. Kannski
óttaðist hann að Nínívebúar mundu
hæðast að viðvörunum hans. Kannski
trúði hann ekki að Guð ætlaði að
gera alvöru úr því að tortíma borg-
inni. Hver sem ástæðan var, þá sigldi
Jónas í aðra átt.
Og hvílíkt veður! Þetta var enn
verra veður en það sem við fjölluð-
um um í gær. Hvernig veit ég það?
Reyndar veit ég það ekki fyrir víst. En
ég geri ráð fyrir að það þurfi miklu
verra veður til að hvolfa stóru skipi
eins og skipi Jónasar, en litlum
fiskibát eins og þeim sem læri-
sveinarnir áttu. Auk þess ýfa stormar,
sem geta orðið sannkallað fárviðri,
oft Miðjarðarhafið.
Því hvassar sem blés, þeim mun
hræddari varð skipshöfnin. Hún
varpaði dýrmætum farmi fyrir borð.
„Það verður að hafa það þótt við
verðum gjaldþrota, líf okkar liggur
við,“ hrópuðu þeir.
Þar sem þeir voru hræddir, áköll-
uðu þeir guði sína. Sennilega hafa
sumir ákallað Baal, aðrir Astarte.
Aðrir kunna að hafa beðið sól- og
tunglguði sína að bjarga sér, en án
árangurs.
Og þá rakst skipstjórinn á Jónas.
Spámaðurinn hlýtur að hafa verið
dauðþreyttur. Þótt ég ætti lífið að
leysa gæti ég aldrei sofnað neðan-
þilja í skipi í fárviðri.
Skipstjórinn var í öngum sínum
og skipaði honum að vakna og biðj-
ast fyrir. í örvæntingu sinni vildi skip-
stjórinn fá guðina til að bjarga skip-
inu.
Hin hjátrúarfulla skipshöfn álykt-
aði að guðirnir hlytu að vera að refsa
einhverjum um borð og ákváðu að
finna hver það væri með því að varpa
hlutkesti. Sennilega gerðu þeir þetta
þannig að þeir létu einhvern halda á
stráum, einu fyrir hvern þeirra sem
um borð voru. Oll stráin voru jafn-
löng, nema eitt. Hver sá sem drægi
stutta stráið hlyti vissulega að vera sá
sem átti sök á fárviðrinu.
Jónas vissi að fárviðrið var hans
vegna, en hann játaði ekki synd sína
fyrr en hann hafði dregið stutta
stráið.
„Þá sögðu þeir við hann: ,Seg oss,
hver er atvinna þín og hvaðan kemur
þú? Hvert er föðurland þitt, og
hverrar þjóðar ertu?' Hann sagði við
þá: ,Eg er Hebrei og dýrka Drottin,
Guð himinsins, þann er gjört hefur
hafið og þurrlendið'.“ (Jn 1.8, 9).
Þessir sjómenn voru langt frá því
að vera glaðlynd skipshöfn, svo ekki
sé meira sagt. Spurningar þeirra
voru: „Hvernig gastu gert þetta?" og
„Hvað getum við gert til að lægja
hafrótið?“
Hann svaraði: „Eg flúði frá Guði.“
Þegar hann sagði þeim að varpa
sér í hafið, neituðu þeir, kannski
vegna þess að þeir vildu ekki láta
sækja sig til saka fyrir morð, eða
kannski óttuðust þeir að Guð kynni
að refsa þeim fyrir að vinna spá-
manni hans mein.
En tíminn leið, og hvernig sem
þeir reru komust þeir ekkert áfram. I
örvæntingu sinni vörpuðu þeir Jón-
asi fyrir borð. Storminn lægði sam-
stundis. Aður en skipshöfnin gæti
dregið Jónas holdvotan um borð aft-
ur, kom stórfiskur og gleypti hann.
Eg hef ævinlega velt því fyrir mér
hvers konar fiskur gerði þetta. Eg
hallast helst að því að það hafi verið
beinhákarl, en þeir eru að því leyti
ólíkir gráðugum frændum sínum að
þeir eru tiltölulega meinlausir og
sama sem tannlausir.
Fólk er ævinlega að vorkenna Jón-
asi aumingjanum að vera að flækjast
um í fiskinum í þrjá sólarhringa,
skvampandi í meldngarvökva og óþef
af rotnandi fiskaleifum.
Eg vorkenni stórfiskinum. Bein-
hákarl lifir aðallega á smágerðu
plöntu- og dýrasvifi. Jónas hlýtur að
hafa valdið honum alvarlegri maga-
pínu!
Um svipað leyti og Jónas lét undan
Guði hætti stórfiskurinn að þola
óþægindin í maganum og spúði
Jónasi upp í fjöru. Ekki veit ég hvort
fjaran var nálægt Níníve eða ekki. En
hvað sem því líður, jjá hlýddi Jónas
nú Guði. Geturðu ímyndað þér hvað
fókið hefur sett upp stór augu þegar
])að sá hann svona til fara og með
húðbruna eftir meltingarsafa
fisksins? Geturðu ímyndað jaér
hvernig lyktin af honum hefur verið
jiangað til hann hafði fengið sér bað
sem honum veitti sannarlega ekki af?
Ojbara, úldinn fiskur!
Nú prédikaði Jónas. Þetta var stór-
borg með að minnsta kosti 150.000
íbúa. Dag eftir dag hrópaði hann:
„Að fjörutíu dögum liðnum skal
Níníve verða eyðilögð!" (Jn 3.4).
Trúði borgarfólkið Jónasi? Þú
mátt reiða þig á það gerði fólkið. Það
klæddist hærusekk og ösku og fastaði
og bað að Drottinn þyrmdi lífi þess.
Guð heyrði bænirnar og þyrmdi
íbúunum og borginni þeirra.
Veistu hvað ég held? Eg held að
Jónas hefði getað komist hjá miklum
vandræðum ef hann hefði hlýtt boði
Guðs umsvifalaust.
Við eigum líka að vera þolinmóð
og hlusta eftir áformum Guðs með
líf okkar.
Uppfærsla
Skrifaðu og leiktu sögu um lítinn
bróður eða systur sem sífellt er að
fikta í dótinu þínu. Sýndu hvernig
jiú mundir finna lausn á vandanum í
samvinnu við fjölskyldu þína.
Helgun í verki
Skrifaðu og undirritaðu bréf til
Guðs sem segir honum að þú viljir
að hann leiði þig í öllum atriðum
sem þú kýst þér í lífinu. Undirritaðu
bréfið sem heit. Láttu fjölskyldu þína
geyma bréfið og lesa það fyrir þig á
hverjum afmælisdegi þínum.
Hugleiðingar og umræður
Hvernig veit ég hvort Guð er
leiðbeinandi lífs míns?
Hvernig veit ég að það sé Guð en
ekki Satan sem opnar dyr og lokar
þeim?
Ljúktu við Jjessa setningu: Það er
erfitt að vera þolinmóð(ur) þegar
Ávaxtarpróf
Er ég ÞOLINMÓÐ(UR) jafnvel
við litla krakka í skólanum?
(merktu við eitt) .....aldrei
..sjaldan...stundum.....oft.
26
AðventFréttir