Aðventfréttir - 01.04.1995, Qupperneq 7

Aðventfréttir - 01.04.1995, Qupperneq 7
Því ef við elskum aðeins þá sem elska okkur - þá sem geta og eru líklegir til að endurgjalda ást okkar - þá er- um við engu betri en hræsnararnir. Líkþrár maður, útskúfaður úr samfélagi sínu, leitaði lækningar hjá Drottni, og ,Jesús rétti út höndina, snart hann og mælti: ,Eg vil, verð þú hrein.1 (Mt 8.3). Þessi maður varð hreinn af líkþrá sinni, en það sem var dýrmætara, hann fann elskandi snertingu Drottins. Drottinn steig yfir markalínu hefðarinnar og bað jafnvel Samverja um vatn, og meira að segja samvers- ka konu (Jh 4.7-9). Hann kom fram með vinsemd og virðingu við man- neskju sem gyðingleg hefð taldi fýrir- litlega. En hann gerði það sem hann varð að gera, hvað sem hefðbund- num væntingum leið. Kærleikur hans, virðing og nærgætni, áttu rætur sínar í lífsreglu. Hin mikla lífsregla kærleikans Kærleikurinn er vissulega lífsregla. Hann er verund. Hinn „vitri maður Afríku“, Félix heitinn Houphouét- Boigny, sagði einhverju sinni: „Ce qui cesse d'aimer, n'ajamais aimé.“ („Sá sem hættir að elska hefur aldrei elskað“). Ellen White skrifaði „hlýðni er ekki einungis ytri undirgefni, hel- dur kærleiksrík þjónusta. Lögmál Guðs er tjáning eðlis hans; það er inntak hinnar miklu lífsreglu kær- leikans, og er því grundvöllur stjórnar hans á himni og jörð. Ef hjörtu okkar eru endurnýjuð í líkingu Guðs, ef hinn guðlegi kær- leikur er gróðusettur í sálina, er þá ekki lögmáli Guðs framfýlgt í lífinu?“ (Love Unlimited, bls 60). Fólkið á tímum Jesú undraðist þegar hann sagði: „Þér hafið heyrt að sagt var: ,Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn.‘ En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fýrir þeim sem ofsækja yður“ (Mt 5.43, 44). Drottinn bað ekki áheyrendur sína að eran óvini sína eða sýna þeim ástvina kærleik. „Boðið yrði óframkvæmanlegt ef það skyldaði menn til að philein óvini sína, því að þeir gætu ekki borið sömu til- finningu til óvina sinna, sömu til- finningalegu ástarhlýju sem þeir bera til nánasta venslafólks síns. ... Agapan er hins vegar hægt að bjóða mönnum, því það er undir stjórn vil- jans. Að agapan okkar beiskustu óvini felur í sér að koma fram við þá af virðingu og kurteisi og líta á þá eins og Guð lítur á þá“ (The SDA Bible Commentary, 5. bd., bls 340). Við eigum að taka alvarlega þetta boð Drottins Jesú Krists. Við verðum að biðja hann að gefa okkur náð til að tjá kærleikann eins og hann er í fari hans. Þá munum við geta öðlast kraft frá honum til að lifa því lífi sem hann ætlar okkur að lifa á jörðu hér þangað til hann kemur. Ef kærleikur okkar hvílir á lífsreglu en ekki viðbrögðum við umhverfi okkar, getum við ævinlega elskað. Við munum geta sýnt fólki sem ekki Kœrleikurinn verdur innsta eðli okkar, vegna þess að við tilheyrum honum sem er kærleikur. elskar okkur virðingu og tillitssemi, vegna þess að þetta fólk er skapað af föður okkar og endurleyst af Drottni okkar. Við eigum að elska vegna þess að faðirinn elskar okkur - ekki að- eins þegar við hegðum okkur vel, heldur á öllum tímum. Ritningin er ótvíræð - hann gefur öllu sköpunar- verkinu regn og sólskin, góðum og vondum. (Mt 5.43-48). Engin önnur megintrúarbrögð heimsins kenna mikilvægi og hlutverk kærleikans eins og kristnin. Kærleikur er kjarninn, sjálfur grun- nurinn undir fagnaðarerindinu: „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf‘ (Jh 3.16). Kærleikanum sem felst í kærleiks- boði Krists er nánar lýst og á hann varpað ljóma af Páli postula. Hinn alkunni kærleikskapítuli í fyrra Korintubréfi hans, 13. kapítulinn, er innsti kjarninn í samskiptum okkar við aðra. „Þeirra er kærleikurinn mestur,“ (13. v.) segir Páll. Kærleikurinn er ómetanlegur. Hann felst ekki í því að GERA, hann felst í því að VERA. Þegar postulinn lýsti eðliseinken- num kristins persónuleika sem and- stæðu veraldlegs lífernis, skrifaði hann: „En ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og bindindi . . .“ (G1 5.22, 23). Páll segir að áhersluatriðin í krist- nu líferni eigi ekki fýrst og fremst að vera hvað við gerum, heldur öllu fre- mur hvað við erum. Þannig er kær- leikurinn ávöxtur, útstreymi frá ídvöl og nærveru Heilags anda. „Eftir- líking verður aldrei gerð af ávexti andans. Hann er það sem manneskj- an er, ekki það sem hún gerir. Þessi ávöxtur ryður burt allri metorða- girnd. Gjafir eru ytri tákn, ávöxt- urinn er hið innra. Kraftaverk fölna, en ávöxturinn er varanlegur." (Ron Hembree, Fruit of the Spirit, Baker Books, Michigan, 1969, bls 13). Avöxtur andans er kærleikur. Þegar kristinn maður meðtekur Drottin Jesú inn í líf sitt og leyfir honum að taka alla stjórn í sínar hendur - í lífi jafnt sem dauða - verður niðurstaðan ávöxtur andans. Það er ekki einungis ósk, ekki þykjus- ta. Andinn vinnur stórvirki, hinn kristni ber ávöxt. Spurningar tilumræðu 1. Ræðið þau þrjú orð yfir kærleik sem höfundurinn nefnir. Tilfærðu dæmi um hvert afbrigði kærleiks úr daglegu lífi í þínu og umhverfi. 2. Hvernig getur kærleikur verið lífs- regla? Hver er þá þáttur til- finninga andspænis kærleika? J.J. Nortey erfyrrverandi fonnadur Afríku- Indlandshafsdeildar S.D. Aðventista. AðventFréttir 7

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.