Aðventfréttir - 01.04.1995, Side 12

Aðventfréttir - 01.04.1995, Side 12
MIÐVIKUDAGUR Langlund- ARGEÐ Þab getur reynst erjitt! EFTIR KAY KUZMA að grípur mig ævinlega sekt- arkennd þegar ég les lKor 13 og kem að hinum al- kunna lista yfir eðlisein- kenni kærleikans. Hvers vegna þarf „kærleikurinn er langlyndur“ að vera efst á listanum? Eg mundi hafa miklu hreinni samvisku ef byrjunin væri „kærleikurinn er góðviljaður." Eg á betra með að vera góðviljuð en þolinmóð. Jæja, oftastnœr er það auðveldara. Að vera góðviljaður er að vera athafnasamur! Þú gerir eitthvað. Þú ert góðviljaður þegar þú kemur vel fram við fólk og ert við aðra eins og þú vilt að þeir séu við þig. Að vera þolinmóður er að gera ekkert. Og fyrir athafnakonu eins og mig er það erfitt! Eg er móðir, og ég þarf að sþórna safnaðarmálefnum. Eg þarf að koma óteljandi viðfangsefnum í verk. Af hverju þarf það að taka börnin allan daginn að taka til í herbergjunum sínum? Og af hverju þarf náunginn þarna á undan mér að drattast áfram nokkrum kílómetrum undir há- markshraða þegar mér liggur á, ég þarf að hitta fólk og mæta á fundi? Og ég iða í skinninu þegar ég fer í stystu röðina en uppgötva þá að þar er verið að þjálfa nýjan starfsmann á kassanum, og það tekur óratíma að útlista starfið fyrir honum! Mér sárnar líka þegar símavörðurinn svarar ekki við fyrstu hringinu. Eg á svo annríkt! En þolinmæði táknar eitthvað sem þú gerir ekki. Hún felst í að hægja á. Hún er töf. Hún er að vera í „bið- stöðu.“ ef svo mætti segja. Hjá mér er jafnvel kærleikurinn athöfn. Eg hef hann að atvinnu. Eg framleiði efni handa fólki að lesa. Eg tek upp útvarpsefni og flyt erindi til að hjálpa fólki. Eg sendi jafnvel heillaóskakort - stundum nokkuð seint, en ég sendi þau samt. Eg vildi gjarnan heimsækja fólk oftar, en heimsóknir taka of langan tíma. Þið skiljið, ef ég hægði á og væri kær- leikur, þá kæmi ég ekki miklu í verk. Þá sæust lítil verksummerki eftir mig. Guð þarfnast mín til að gera þetta allt, eða hvað? Eg hef lært nokkuð af hörmulegri framanákeyrslu sem kostaði móður mína lífð og skekkti alvarlega á mér fótinn. Ég hef lært að þótt það sé það erfiðasta sem Guð hefur nokk- urn tíma ætlast til af mér, þá get ég veriö þolinmóð. Ég get beðið. Ég get verið í „biðstöðu.“ Ég get sætt mig við að vera bara ég. Guð gerði mig að mannlegri veru, ekki að mann- legri athöfn. Guð er þolinmóður Eina af uppáhaldsmyndum mínum af Guði er að fínna í Opb 3.20. Þar segir ekki að Jesús komi þjótandi til okkar og berji að dyrum hjartna okkar og hrópi: „Hleyptu mér inn!“ Nei, hann stendur og knýr á. Hann er hógvær. Það gefur okkur dlfmningu um að við skiptum máli og við séum mikilsvirt að hann kemur ekki með offorsi, heldur biður leyfis að koma inn. Að ráðast að lífi annars manns þegar við erum ekki velkomin er frekja! Bíllinn sem ruddist inn á mína akrein olli andlegum og líkam- legum þjáningum og dauða á sér hliðstæðu í mannlegum samskiptum. Þegar einhver fer yfir markalínuna og þröngvar sínum vilja upp á annan, þá er það frekja! Jesús gæti gert það. En hann þröngvar jafnvel ekki því góða upp á okkur. Hann bíður þess að við bjóðum honum inn. Og hversu þolinmóður hann er! Eftir sumum okkar hefur hann beðið öll okkar uppreisnargjörnu unglings- ár, okkar annasömu barnauppeldis- ár, miðaldurskreppu okkar - og kannski bíður hann enn. En kær- leikur hans þverr aldrei. Leiö Guös er ætíö best Guð opinberaði sig fyrir mér á algerlega nýjan hátt þegar líf mömmu hékk á bláþræði fyrst eftir slysið. Líkurnar til þess að hún héldi lífi fóru síminnkandi - 30%, 20%, 10%. Ég hafði samband við Curry prest og spurði hvort hann vildi veita mömmu smurningu. Ég gleymi aldrei orðum hans: „Kay, smurning er ekki síður til þess að þú getir sagt: ,Verði þinn vilji,‘ en að stuðla að bata móður þinnar.“ „Verði jDÍnn vilji.“ Ég hafði aldrei óskað neins annars á ævi minni en vilja Guðs. Þó vildu orðin ekki koma. Að segja „verði þinn vilji" jafngilti því að fela líf mömmu algerlega í hend- ur Drottins - og ég átti of mikið í húfi. Ég hafði ekið þessum bíl. Mamma hefði ekki lent í slysinu ef ég hefði ekki hvatt hana dl að korna í heimsókn til mín í Tennessee. Hún var mín sífellda hvatning og besti stuðningsmaður safnaðarstarfs okkar. Allt sem mér var dýrmætt valt á því að mamma lifði. I tvær klukkustundir barðist ég við að segja orðin. Ég grét. Ég bað til Drottins fyrir lífi mömmu, og loks gaf ég eftir rninn vilja og hvíslaði lágt: „Verði |)inn vilji.“ Byrðinni var létt af herðum mínum. Friður kom í staðinn. Síðar, þegar ég sagði Curry frá baráttu minni, spurði hann: „Kay, heldurðu að það hafi verið auðvelt fyrir Jesú að segja þessi orð í Getsem- 12 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.