Aðventfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 10

Aðventfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 10
ÞRIÐJUDAGUR Friður Ávöxturinn sem við þörfnumst til að gera okkur heil EFTIR ROSE OTIS Hljóð friðarins eru lágvær - hvíslið í vindinum, mal kattarins, kyrrð slóðar í óbyggðum, vopnahlé á vígvelli, vögguljóð móður, englasön- gur um „frið ájörðti." Myndir friðarins eru hljóðlátar - spegilmynd fjalls í vatni, hita- beltissólsetur, nýfallin mjöll, undir- ritun samnings, hvítvoðungur sofan- di í vöggu sinni, sofandi Kristur í báti á stormskeknu vatni, vaknaður Krist- ur sem býður: „Haf hljótt um þig!“ Snertíng friðar er sefandi - móðir vaggar barni sínu, græðismyrsl á sviðasár, vatn á skrælnaðar varir, handtak fyrri fjandmanna, græði- máttur Jesú við konu í mannfjölda, hvatning hans: „Far þú í friði og ver heil.“ Svipmót friöarins Salom, orð Gamla testamentisins yfir frið, og jafngildi þess í Nýja testa- mentinu, eirene, fela í sér grundvall- arhugmyndina um fyllingu, heil- brigði, velfarnað, vellíðan og heil- indi.[1] Það var hið eðlilega ástand allra hluta áður en syndin kom í heiminn,121 ástand sem aftur mun komast á við síðari komu Krists.131 Frið geta menn líka fundið hér og nú. Innri vellíðan mannsins, sem sundraðist við tilkomu syndarinnar, má endurheimta og gera heila að nýju með trausti á Jesú Krist. J. H. Thayer skilgreinir þennan innri frið sem „rósemd sálar sem fullvissuð er um frelsun sína fýrir Krist, og óttast því ekkert frá Guði, og er sæl með jarðneskt hlutskipti sitt, hvernig sem það kann að vera.“14) A jörð okkar er ringulreið - styrj- aldir, hungur, flóð, jarðskjálftar og banvænir sjúkdómar. I borgum okkar er ringulreið - uppþot, eitur- lyQastríð, rán, ofbeldi, nauðganir, morð og hvers konar ranglæti. A heimilunum er ringulreið - agaleysi, ótryggð, sundrung, skilnaðir, til- finningakreppa, líkamlegar og kyn- ferðislegar misþyrmingar. Það er ringulreið í hjörtum okkar - ein- manaleiki, vonbrigði, þunglyndi og sárar minningar. Friður mun komast á á jörðinni okkar þegar Kristur kemur aftur, og allt kemst í röð og reglu að nýju, hin fagra mynd fullkomnunarinnar sem Guð ætlaðist til að þar ríkti. En friður getur komist á í hjörtum okkar nú með því að láta Krist taka við stjórninni, raða saman brotunum og gera okkur heil. Gordon McDonald kallar þetta „að koma á reglu í einka- heimi sínum.“[51 Ellen G. White kallar það „sálarró.“161 „Ekkert tár fellur án vitundar Guðs. Það bros er ekki til, sem hann tekur ekki eftir. Ef við aðeins tryðum þessu fyllilega, hyrfu allar óþarfa áhyggjur. Líf okkar einkenndist þá ekki svo mjög af vonbrigðum, líkt og nú er, því að allt, bæði stórt og smátt, legðum við í hönd Guðs. Hvorki vex lionum í augum þótt vandamálin magnist né lætur hann yfirbugast af þeim. Þá ættum við sálarró, sem niarga hefur skort svo lengi.191 Jean fann þessa vellíðan sálainnar þar sem hún lá á bakinu í sjúkrastof- unni og var að jafna sig eftir krans- æðaaðgerð. Læknirinn sagði henni að æðin gæti stíflast aftur innan sólarhrings. Ottinn nísti hjarta henn- ar; kvíðinn kvaldi hana. Hvað nú ef svo færi að hún lifði það ekki af? Þá hvíslaði Guð að Jean: „Hver ræður hérna, Jean?” „Það ert þú sem ræður, Guð,” svaraði hún. A þeirri stundu, segir hún, flæddi mikil alda friðar yfir huga hennar, og henni hvarf allur kvíði, því hún vissi að velfarnaður hennar var að öllu leyti í höndum elskandi, miskunnsams Drottins.181 H. G. Spafford fann þennan frið meðan hann var á gangi um þilfarið á skipi á Atlantshafi nálægt þeim stað þar sem fjögur börn hans fórust með Ville du Havre 22. nóvember 1873. Konan hans hafði sent honum skeyti frá Wales: „Eg komst ein af.“ Þegar hann starði niður í hina dimmu gröf þangs og þara þar sem börn hans lágu, var hann bugaður af sorg svo hjarta hans lá við að bresta. Smám saman umvafði djúpur friður hann og huggaði hann. Olga hjart- ans sefaðist. Hann fór inn í klefa sinn og skrifaði: Þá friburinn streymir sem Ijúfasta lind, þó Ijósti mig sorgir sem hel, hvert hlutskipti'ó verdur, ég syng þennan söng: Minni sál, minni sál vegnar vel.m Fyrirheit um frið Sáttmáli Guðs sem hann gerði við lýð sinn á Sínaí var friðarsáttmáli. Hann var fyrirheit um að hann myndi veita sínum útvöldu fyllingu, vellíðan, velmegun og frelsi (3M 26.6; 4M 25.12). Friðarheitið var endurflutt fyrir munn spámannanna (Jes 52.7; Esk 34.25). Það var aftur fluttafjesú, friðarhöfðingjanum, íjh 14.27: „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. ... Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist." Friðargjöfin I allri ritningunni er friður viðurkenndur sem gjöf frá Guði. Davíð sagði í S1 29.11: „Drottinn blessar lýð sinn með friði.“ Páll sam- sinnti því i 2Þ 3.16: „Sjálfur Drottinn 10 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.