Aðventfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 22
Fyrir bömin
Barnasögur
ÁVÖXTUR ANDANS
EFTIR WAYNE HICKS
Heil og sæl, nngu vinir! Velkomin á spennndi
bænaviku 1995!
Spennandi? A bænavikum eru sagðar athyglisverðar
sögur, en hvernig er hægt að segja að þær séu spenn-
andi?
Satt að segja höfum við farið svolítið nýjar leiðir þetta
árið. Jú, í hverri bænaviku fáið þið að heyra sögurnar
sem eru ykkur tilhlökkunarefni. En við höfum líka
komið með svolítið nýtt handa
ykkur að fást við. Og ef þið takið
þátt á hverjum degi, þá munuð þið
uppgötva hversu spennandi bænavi-
ka getur verið.
Hverskonar ný viðfangsefni?
spyrjið þið. Jæja, ég skal segja ykkur
það. Við skulum líta á fasta daglega
liði.
1. Fyrst eru minnisversin. Geta
minnisvers verið spennandi? Vissu-
lega er utanaðlærdómur erfiður
fyrir sum okkar. Að kemba hest og
hirða hann er heldur ekki auðvelt.
En það er sannarlega gaman að
fara á bak hesti og hleypa yfir holt
og hæðir með vinum sínum.
Hlustaðu á þennan gimstein úr
S1 119.11: „Eg geymi orð þín í hjar-
ta mínu dl þess að ég skuli eigi syn-
dga gegn þér.“ Eg veit ekki um þig, en ég vildi næstum
því allt til vinna ef það gæti forðað mér frá að syndga.
Og í þessu versi gefur Guð okkur leyndarmálið -
hvernig komast megi hjá því að syndga. Hvernig förum
við að því? Við geymum orð Guðs í hjörtum okkar; með
öðrum orðum, leggjum ritningarnar á minnið; það er
sannarlega spennandi!
2. Næst kemur Biblíusagan. Mér finnast Biblíusögur
frábært lestrarefni. Persónur Biblíunnar eru meira
spennandi en nokkur sjónvarpsstjarna. Sumum ykkar
finnst gaman að vísindaskáldskap, er það ekki? Lesið
mánudagssöguna um það hvernig sýn villti um fyrir
bátsfylli af lærisveinum. Finnst þér gaman að ofurmenn-
um? Bíddu þangað til kemur að síðustu spennusög-
unni.
3. Næst komum við að framkvæmdaatriðum þessarar
bænaviku. Sum þessi atriði geturðu annast upp á eigin
spýtur, en þau verða miklu skemmtilegri ef einhver
annar er hafður með. Hver? Þau má viðhafa með fjöl-
skyldunni, vinum úr nágrenninu, skólasystkinum við
morgunbænir, með Aðventskátunum, eða í barnahvíld-
ardagsskólanum. Hafðu eins marga þátttakendur og
mögulegt er.
4. Uppfærsla á leikþætti. Hvernig á að búa til
leikþátt? Góð spurning! Hver dagur leggur þér í hend-
ur hugmynd að sögu sem þú getur „uppfært“ og gert
úr fimrn mínútna leikþátt fyrir hópinn. Þetta er góð
þjálfun fyrir sköpunargáfu þína. Stundum gæti grunn-
urinn verið saga úr Biblíunni, stundum nútímasaga. En
hver þeirra verður atriði til að leika.
Þú getur útbúið eigin búning og
samið samtalsþáttinn.
5. Helgun í verki. Það er föst
venja að líta á bænavikuna sem tíma
fyrir sögur og bænir. Guð vill að við
helgum líf okkar bæninni. En hann
veit líka að sönn helgun flæðir út
frá hjartanu í einhverskonar athöfn.
Helgaðu þig starfinu! Gerðu það
sem upp á er stungið á hverjum
degi. Eða, ef þú vilt Jjað heldur,
geturðu fundið upp á einhverju
betra til að gera! I þessum kafla
muntu uppgötva hversu spennandi
það er að gerast liðsmaður Jesú.
6. Hugleiðing og umræður.
Ykkur verður miklu meira úr
sögunum og athöfnunum ef þið
rökræðið það sem þú og hópurinn
hafa gert hvern dag. Þið munuð finna ábendingar um
spurningar fyrir hvern dag. Verjið 5-15 mínútum í að
rifja upp sögurnar, störfin og minnisversið. Leitið leiða
til að gera starf næsta dags enn betra. Skoðið eigin hug
og spyrjið: „Hvað get ég gert meira fyrir Guð?“
Spyijið sjálf ykkur að loknum lestri og störfum hvers
dags einnar spurningar úr Avaxtarprófinu. Hvað er
ávaxtarpróf? Bara svolítil spurning um íhugunarefni til
að hjálpa ykkur að skoða eigin hjörtu og kanna hvort
þið leyfið Heilögum anda að rækta andlegan ávöxt í
ykkur.
Er eitthvert tiltekið efni fyrir þessa bænaviku? Svo
sannarlega. Það er Avextir andans.
Wayne Hicks er deildarstjóri æskulybsdeildar Efri
Kólumbíu-samtaka sjöunda-dags abventista í
Spokane, Washington.
22
AðventFréttir