Aðventfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 5

Aðventfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 5
ákveða fyrir persónulegt átak að eiga dyggðir Guðs í hjarta sínu. Eg get ekki mótað lyndiseinkunnina fyrir ykkur, heldur ekki þið fyrir mig. Það er byrði sem hvílir á hverjum ein- stökum, ungum sem gömlum. Sagt hefur verið um hærugráa öldunga að engin hætta sé á að þeir villist burt af vegi skyldunnar; en um Salómon lærum við að þegar aldur færðist yfir hann þá glataði hann sambandinu við Guð. Og hvers vegna? - vegna þess að hann sótdst eftir frægð, heiðri og auðæfum þessa heims; vegna þess að hann tók sér konur frá skurðgoðadýrkandi þjóðum og gerði bandalag við þessar þjóðir. Satt er það að hann sótti gull til Ófír og silfur til Tarsis; en það var á kostnað dyggðar, staðfestu og hreinleika lyndiseinkunnarinnar. Hver eiga tengsl okkar að vera? I allri sögu Gyðingaþjóðarinnar sjáum við að fólk Guðs, jafnt ungir sem gamlir, varð að halda sér að- skildum frá hinum skurðgoðadýrk- andi þjóðum í kringum hann. Guð á fólk í dag; og það er alveg jafn nauðsynlegt nú eins og að fornu að fólk hans haldi sér aðskildu, hreint og óflekkað, frá heiminum, frá anda hans og áhrifum, vegna þess að heimurinn setur sér reglur and- stæðar reglum sannleiks og réttlætis. Ef ég játa mig þjón Jesú Krists, ættí ég þá að fylgja reglum heimsins og fella athafnir mínar að kröfum hans? Eða ætti ég að taka mér til fyrirmyndar hann sem var harm- kvælamaður og kunnugur þjáning- um - hann sem aumkaði sig svo yfir fallið mannkyn að hann afklæddist konungsskikkju sinni, yfirgaf hina konunglegu sali himnaríkis og steig niður til þessarar jarðar mengunar og syndar og tók á sig mannsmynd og gerðist fátækur okkar vegna, að við mættum fyrir hans fátækt verða rík? Hvað eigum við að gera? Taka okkur til fyrirmyndar hann sem var hæddur og svívirtur, hann sem var ljós heimsins, þó að heimurinn þekkti hann ekki? Eða eigum við að semja okkur að siðum heimsins? Verk að vinna Fólk Guðs er vörður lögmáls hans, og hann segir okkur að við séum aðskilinn og afmarkaður lýður. En eigum við að útiloka okkur frá heiminum þannig að við getum engin áhrif haft á hann? Kristur segir: „Þér eruð ljós heimsins;“ og það ljós, segir hann okkur, á ekki að setja undir mæliker, né undir rúmið, heldur á ljósastíkuna, til þess að það megi veita birtu öllum sem eru í hús- inu. Hvað táknar það? Það táknar að hinir réttlátu eiga að gefa ljós öllum þeim sem eru í heiminum. Kristur kom í heiminn til að ryðja mönn- unum braut svo þeir mættu berjast hans vegna baráttu Drottins og verða veitt viðtaka og fá að sitja Guði til hægri handar. Þegar við höföum... syrgt djúpum harmi... kom ólýsanlegurfriður yför sál mína, friður ofar öllum skilningi. Hvílíkt hlutverk! Þegar Kristur yfirgaf heiminn fól hann okkur verk að vinna. Meðan hann var hér, rækti hann sitt starf sjálfur; en þegar hann steig upp til himna urðu fylgjendur hans eftir til að taka upp þráðinn sem hann hafði skilið eftir; og þann- ig hefur því verið haldið áfram þar til nú, að okkur er falið starfið um okkar daga. Og þegar Jesús varð upp- numin og skýin tóku við honum og huldu hann sýnum lærisveinanna sem horfðu á eftir honum uns hann hvarf þeim sjónum, sagði hann: „Sjá, ég er með yður alla daga, allt tíl enda veraldar.“ Við eigum því lífsförunaut. Við þurfum ekki að ganga ein. Við getum borið allar okkar sorgir og harma, áhyggjur og raunir, áföll og kvíða, og úthellt því öllu í eyra sem er reiðubúið að hlusta, borið það upp við hann sem leggur fram fyrir föðurinn verðskuldun blóðs síns. Hann bendir á sár sín: „Lítið á hend- ur mínar! Eg hef rist þig á lófa mína.“ Hann leggur særðar hendur sínar fram fyrir Guð, og bænir hans eru heyrðar, og hraðfleygir englar eru sendir til að annast fallinn mann, að reisa hann við og halda honum uppi. Hætta okkar er því sú að við verðum viðskila við Guð og verðum samrunnin anda og áhrifum heims- ins. Ef þú hyggur að þér beri að fá heiminn til að sjá og skynja kröf- urnar sem himinninn hefur á hend- ur honum. Ef þú hyggur að með því að slaka á kröfunum getirðu snúið syndurum, þá lætur þú blekkjast stórkostlega. Kristur var í heiminum, en samt var hann ekki heimsins. Hann hélt merkinu hátt; og þannig á sérhver prestur, sérhver kristinn maður og sérhver maður sem finnur til nokkurrar ábyrgðar gagnvart mál- stað Guðs, að sýna að hann sé tengd- ur Guði. Allir eiga að vera erindrekar himinsins. ... Tilfinningar mínar snúast sterk- lega um þetta efni. Dag og nótt leitar það á sál mína. Oft þegar aðrir í hús- inu sváfu bað ég frammi fýrir Guði að honum mætti þóknast að gefa mér visku og styrk til að beina fótum sálna á veginn sem leiðir til eilífs lífs. Mörgum sinnum hef ég gengið fram fýrir hann um miðnætti og grátbænt um hjálp og visku þannig að ég megi verða hæf til að leiða huga barna minna á braut sannleikans. Eg bað hann ekki að veita þeim veraldlegar vegtyllur, heldur að við mættum ala þau upp á brautum sannleika og rétt- lætís, og að þau mættu hafa unun af að gera vilja Guðs. ... Mig lar.gar til að vinna fyrir Guð sérhverja stund lífs míns, hvert andartak; og svo lang- ar mig til að komast yfir allt það sem ég get innt af hendi í samræmi við þann styrk sem hann gefur mér. Spurningar til umræðu: 1. Hvernig lýsir Ellen G. White per- sónulegu hlutverki okkar í frelsun- inni? Hvernig ber okkur að skilja áherslu hennar hér með tilliti til afdráttarlausra yfirlýsinga hennar á öðrum stöðum, þar sem hún leggur áherslu á hversu algerlega við erum háð Jesú? 2. Hvernig tengjast helgun og persónulegur vitnisburður hvort öðru? 3. Hvernig getum við veitt meiri gleði inn í líf okkar? * Ur Review and Herald, 4. jan. 1887. (Millijyrirsögnum og greinaskilum hefur verid bœtt inn í textann til (u) gera hann léttari ajleslrar.) Ellen G. White var ■jíf lA e’nn af brautryðjendum H' safnabar Sjöunda dags aövi’ntista. Verk hennar búa enn yfir spámtntn- ligitm hoöshap. AðventFréttir 5

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.