Aðventfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 25

Aðventfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 25
Mánudagur „Ávöxtur andans er... friöur. “ Minnisvers S1 4.8: „I friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum. “ Biblíusaga - Stormur í aösigi I Matteusarguðspjalli 14.13-36 eru tvær spennandi sögur. Ef þú ert mjög hrifinn af mat, þá muntu kunna að meta söguna um Jesú þegar hann mettaði 5.000 manns og hafði ekki annað til þess en nesti drengs eins, fimm brauð og tvo fiska. En ef þú ert ekki hrædd(ur) við að sigla á úfnum sjó, þá muntu hafa gaman af síðari sögunni. Að lokinni máltíð, og þegar fólkið var farið, sagði Jesús lærisveinunum að stíga upp í bátinn og róa yfir vatn- ið, en hann ætlaði að verða eftir. Lærisveinarnir virtust ekki átta sig á hvernig Jesús ætlaði að komast yfir ef þeir tækju bátinn. Þeir reru því hægt af stað og töldu að Jesús kæmi fljót- lega. En hann kom ekki. Raunar fór hann í öfuga átt. í staðinn fyrir að fara niður að vatninu fór hann upp í fjallshlíðina að biðjast fyrir. Nú var stormur í aðsigi á vatninu. A þessum tímum voru engin björg- unarbelti og engin frauðplastsflot- holt í bátunum, engar talstöðvar til að ná sambandi við land eða senda út neyðarkall, og engin slysavarnar- félög með báta til að bjarga mönnum í sjávarháska. Ekki þurfti nema að nokkrum sinnum gæfi á bátinn, þannig að Jóhannes og Andrés hefðu ekki við að ausa, þá var voðinn vís. Og ef við bættist hvassviðri sem tætti í seglin, ræðararnir drægju ekki á móti veðrinu til strandar á árunum einum saman, þá var ekki annað til ráða en að grípa fyrir nefið og halda í sér andanum. Allt var þetta svo sem nógu ískyggilegt, en þá sá einn lærisvein- anna glitta í vofukenndan bjarma gegnum sortann og slagviðrið. Eitt er að drukkna, en að láta einhvers- konar vofu hræða úr sér líftóruna er að bera í bakkafullan lækinn. I Biblíunni stendur að þeir hafi æpt af hræðslu, sem er að segja það fallega að 12 fílhraustir karlmenn voru orðnir að kjökrandi aumingjum sem kúrðu sig niður í kjalsoginu. Þessir hræddu menn lærðu þá lexíu í hugrekki, þá fyrstu af mörg- um, og að treysta Guði. Vofan sagði við þá: „Verið hughraustir, það er ég“ (27. vers). Pétri fannst hann kannast við röddina þótt hann sæi veruna óljóst, og hann kallaði: „Ef það ert þú, herra, þá bjóð mér að koma til þín á vatninu“ (28. vers). Svar Jesú var uppörvandi og ró- andi: „Kom þú.“ Pétri tókst að komast yfir tvo eða þrjá öldufalda, en þá uppgötvaði hann að jafnvel sökkvandi bátur er tryggari en að standa á æðandi öldunum. Enn breyttist rödd hans í barnskjökur og hann hrópaði: „Herra, bjarga þú mér.“ Jesús tók í höndina á Pétri og spurði: „Þú trúlitli, hví efaðist þú?“ (vers 31). Pétur gat engu svarað, en lærisveinarnir gerðu það. Þegar þeir stigu saman upp í bátinn, lægði vin- dinn, og þeir tilbáðu hann og sögðu: „Sannarlega ert þú sonur Guðs“ (vers 33). Sá Guð sem getur lægt storm og róað stórsjó svo hann verður sem lognslétt tjörn, getur vissulega gefið stormasömu lífi mínu frið. Uppfærsla Við skulum finna sögu með annarskonar friði sem Jesús gefur. Lestu í Markúsarguðspjalli 5 söguna um manninn með óhreina andann sem Jesús læknaði. Notaðu þessa frásögn sem fyrirmynd og búðu til leikþátt um það, þegar Jesús læknaði manninn með óhreina andann. Lýstu þeim friði sem gagntók mann- inn eftir að hann umbreyttist. Helgun í verki Flettu upp í Matteusarguðspjalli 14 og finndu öll versin sem fjalla um frið. Utbýttu dagblöðum í hópnum þínum og leitaðu uppi allar greinar sem þú getur fundið um frið. Farðu yfir þessar greinar með öðrum í hópnum. Hugleiðing og umræður Hvort er auðveldara að finna frásagnir um frið eða frásagnir um stríð og hamfarir í dagblöðum? Hvað geta börn og ungt kristið fólk gert til að gera jörðina að friðsælli verustað? Hvað er langt síðan ég fann til raunverulegrar friðsældar? Ljúktu þessari setningu: Eg tel að það sé svo lítill friður í heiminum vegna þess að............... Ávaxtarpróf: Finn ég til FRIÐAR jafnvel þegar kennarinn minn spyr mig óvænt spurningar? (Merktu við eitt) .......aldrei ...sjaldan.....stundum......oft. AðventFréttir 25 Fyrir börnin

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.