Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 4

Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 4
Drottins veitir. íklædd fullum her- klæðum ljóssins og réttlætisins gengur hún til síðustu orrustu sinnar. Gjallið, hið verðlausa efni, mun verði eldinum að bráð, og fyrir heiminum sannast helg- andi og fágandi áhrif sannleikans á lyndiseinkunnina... Guðlegar tilraunir Drottinn Jesús leiðbeinir mann- legum hjörtum með því að opinbera auðlegð miskunnar sinnar og náðar. Hann kemur umbreytingum til leiðar sem eru svo undursamlegar að Satan, sem sigri hrósandi hefur sameinað allt sitt bandalag illra afla gegn Guði og lögmáli hans, horfist í augu við þær sem óvinnandi virkis- borg sem brögð hans og blekkingar munu aldrei sigrast á. Honum er þetta óskiljanlegur leyndardómur. Englar Guðs, kerúbar og serafar, þau máttarvöld sem falið hefur verið samstarf við mannlegar verur, horfa á það í undrun og aðdáun að fallnir menn, fyrrum reiðinnar börn, eru, vegna leiðsagnar Krists, sem synir og dætur Guðs, að þroska með sér lyndiseinkunn samkvæmt himn- eskri fyrirmynd þannig að þeir megi verða mikilvægir þátttakendur í starfsemi og fögnuði himinsins. Kristur hefur komið kirkju sinni í þá aðstöðu að hann megi uppskera ríkulega í formi dýrðar frá hinni endurleystu eign sinni. Kirkjan, sem meðtekið hefur réttlæti Krists, er fjárvörslumaður hans og í henni á auðlegð miskunnar hans, kærleika hans og náðar að birtast í fullri og endanlegri dýrð. Yfirlýsing hans í æðstaprests bæn sinni, að kærleikur föðurins er hinn sami í okkar garð sem í garð hans sjálfs, hins eingetna sonar, og að við munum verða með honum þar sem hann er, um eilífð eitt með Kristi og föðurnum, er herskara himinsins mikið undrunarefni og hið mikla fagnaðarefni þeirra. Hin undur- samlega gjöf Guðs til safnaðarins, Heilagur andi hans, á að vera söfnuðinum sem umlykjandi eldlegur varnarmúr sem öfl heljar munu ekki sigrast á. Kristur metur fólk sitt, flekklaust og fullkomið í hreinleika, sem laun þjáningar sinnar, auðmýkingar og kærleika og telur það til aukningar dýrðar sinnar — Kristur, hinn mikli miðpunktur sem öll dýrð stafar frá. „Sælir eru þeir, sem boðnir eru í brúðkaupsveislu lambsins.“ Kirkjan, eign Guðs Kirkjan er eign Guðs, og Guð minnist hennar stöðuglega þar sem hún dvelur í heiminum og má þola freistingar Satans. Kristur hefur ekki gleymt dögum niðurlægingar sinnar. Þó hann hafi yfirgefið svið niðurlægingarinnar hefur hann ekki lagt frá sér neitt af mannlegu eðli sínu. Hann býr yfir hinni sömu blíðu, samúðarfullu ást, og kemst stöðu- glega við vegna eymdar og ógæfu mannkynsins. Hann minnist þess ávallt að hann var harmkvælamaður og kunn- Yfirfljótanlega ríkuleg gjöf Guðs til safnaðarins, Heilagur andi hans, á að vera söfnuðinum sem umlykjandi eldlegur varnarmúr sem öfl heljar munu ekki sigrast á. ugur þjáningum. Hann gleymir ekki fulb trúalýð sínum sem berst fyrir því að upphefja fótumtroðið lögmál hans. Hann veit að sá heimur sem hataði hann hatar þá. Þó að Jesús hafi farið til himna þá fyrirfinnst enn lifandi festi sem tengir þá sem trúa á hann, kærleiks- hjarta hans. Hinir lítilmótlegustu og veikburða tengjast hjarta hans sam- úðarböndum á sérstakan hátt. Hann gleymir aldrei að hann er fulltrúi okkar og hefur tekið á sig okkar eðli. Jesús sér hina sönnu kirkju sína á jörðunni, en æðsta hugsjón hennar er að samstarfa með honum við frelsunará- formið. Hann heyrir bænir þeirra sem fluttar eru í iðrun og krafti og almættið stenst ekki beiðni þeirra um frelsun meðlima líkama Krists sem hafa mátt þola raunir og freistingar. „Er vér höfum mikinn æðsta prest, sem farið hefur í gegnum himnana, Jesús Guðs son, skuh um vér halda fast við játninguna. Ekki höfum við þann æðstaprest, er eigi geti séð aumur á veikleika vorum, heldur þann, sem freistað var á allan hátt eins og vor, en án syndar. Göngum því með djörfung að hásæti náðarinnar, til þess að vér öðlumst miskunn og hljótum náð til hjálpar á hagkvæmum tíma.“ Jesús lifir ávallt til að biðja fyrir okkur. Hvílíkar blessanir það eru sem hinn trúaði getur hlotið vegna frelsara okkar! Kirkjan sem brátt mun hefja mestu orrustu sem hún hefur tekið þátt í, mun verða aðnjótandi mestr- ar umhyggju Guðs. Samband allra illra afla mun gæðast mætti frá heimi myrkraaflanna og Satan mun varpa öllum hugsanlegum ásök- unum gegn hinum útvöldu, sem honum er þó ómögulegt að blekkja og afvegaleiða með illum tilbúningi sínum og rangfærslum. En upp hafinn og gjörður að „foringja og frelsara til að veita Israel afturhvarf og fyrirgefningu synda sinna,“ mun Kristur, fulltrúi okkar og höfuð, þá ljúka aftur hjarta sínu og draga að sér hönd sína og bregðast loforði sínu? Nei, aldrei, aldrei. Samkennd með kirkju sinni Guð á sér kirkju, útvalið fólk; og gætu allir séð, eins og ég hef séð, hve náið Guð leggur sig að jöfnu við fólk sitt þá myndi enginn slíkur boðskapur heyrast sem fordæmir kirkjuna sem Babýlon. Guð á sér fólk sem samstarfar með honum, og það hefur gengið beint áfram og haft dýrð Drottins sér fyrir hugskotssjónum. Hlýðið á bæn fúll- trúa okkar á himni: „Faðir, ég vil að þeir sem þú gafst mér, séu hjá mér, þar sem ég er, svo að þeir sjái dýrð mína.“ O, hve hinn guðlegi leiðtogi þráði að hafa kirkju sína hjá sér! Þeirra var samfélag við hann í þjáningum hans og niðurlægingu og það veitir honum mesta gleði að hafa þá hjá sér til þess að taka þátt í dýrð hans. Kristur þráir upp- fyllingu þeirra forréttinda að mega hafa kirkju sína hjá sér. „Faðir, ég vil að þeir sem þú gafst mér, séu hjá mér, þar sem ég er.“ Að þeir dvelji með honum er samkvæmt fyrirheiti sáttmálans og samkomulagi við föðurinn. Hann ber virðingarfyllst fram við náðarhásætið áunna fullkomnaða frelsun fyrir fólk sitt. Bogi fyrirheitsins umlykur staðgengil okkar og tryggingu þar sem hann úthell- ir beiðni sinni um kærleika, „Faðir, ég vil að þeir sem þú gafst mér, séu hjá mér, þar sem ég er, svo að þeir sjái dýrð mína.“ Við munum líta konunginn í fegurð sinni og kirkjan mun verða gjörð dýrleg... Hin stríðandi kirkja er enn ekki hin sigri hrósandi kirkja; en Guð elskar 4 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.