Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 28

Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 28
dagur fyrir fjölskyldu Guðs Boðskapur frá formanninum Dásamlegur framundan Heimurinn brýst áfram en stendur þó á brauðfót- um, nú þegar líður að lokum annars árþúsunds síðan á tímum frelsara okkar. Þetta árþúsund okkar hefur raunverulega orðið að tækniöld. En þörfin fyrir miskunnsaman boðskap Jesú Krists er meiri en nokkru sinni. Við höfum í raun vonað að nú gætum við séð Drottinn koma í dýrð sinni og að við gætum nú þegar lyft vörum okk- ar í fagnaðarópi sem spámaðurinn Jesaja hefur sagt frá: „A þeim degi mun sagt verða: „Sjá, þessi er vor Guð, vér vonuð- um á hann, að hann mundi frelsa oss. Þessi er Drottinn, vér vonuðum á hann. Fögn- um og gleðjumst yfir hjálp- ræði hans!“ „Hann er ekki enn kominn, en við höfum heldur ekki misst kjarkinn þótt okkur finnist honum dveljast. Sá Guð sem við þjónum hefur áætlun okkur til handa sem hann mun fylgja eftir til loka og við erum tilbúin að treysta lof- orði hans um að vera með okkur „allt til enda veraldar" (Mt 28.20). Fagnaðarboðskapurinn mun halda áfram að berast um alla jörðina sem aldrei fyrr. Á hverju ári sjáum við hundruð þúsunda finna frelsarann í fyrsta sinn. Við erum tilbúin að vera staðföst þar til hann kemur. Efni bænavikulestranna í ár fjallar um safnaðarfólkið sem fjölskyldu, hvernig við sameinumst um Orðið, komum sam- an og tilbiðjum og njótum hlýju og vináttu hvers annars. Nokkrir aðrir söfnuðir eiga það sameiginlegt með Aðventist- um að vera fjölbreytilegur hópur sem dreifður er í meira en 200 löndum um allan heim. En meira en það, aðventistar koma frá bókstaflega þúsundum smærri eininga í heiminum, tala hundruð ólíkra tungumála og koma frá margbreytilegum menningar bakgrunni. Öll komum við saman vegna þess sannleika sem Guð gef- ur okkur f Orði sínu og við sameinumst t kringum borð Drottins. Að sameina svo margbreytilegan hóp fólks er hvorki ein- falt né okkur eðlilegt, eins og er svo auðsjáanlegt í þjóðfélög- um þeim sem við búum í. Það er aðeins fyrir milligöngu Heilags anda sem margbreytileiki okkar og sjálfstæði er mild- að svo að við geturn í raun orðið eitt með fjölskyldu Guðs. Bænavikulestrarnir í ár varpa ljósi á hvernig Guð fer að því og hvernig við getum hjálpað honum til þess að þetta megi verða. Höfundar lestranna koma frá ýmsum þjóðum, tala mis- munandi tungumál, eru af báðum kynjum og eru á mismun- andi aldri. Lestrar bamanna voru undirbúnir af öllum fjöl- skyldumeðlimum einnar helgaðrar aðventfjölskyldu. Allt þetta er greinilega eitt af áformum Frelsarans. Hann náði ekki aðeins til fólks úr hinum ýmsu stéttum, bæði í samfélagi Hebrea og fólks af öðmm þjóðemum en ætlun hans er skýr að með krafti fagnaðarboðskaparins mun marg- breytilegur hópur fólks sameinast um krossinn. Sú eining, bæði hvað varðar boðskapinn sem við getum sameinast um og sem hópur sem sameinast í vitnisburði fyrir hann, sú ein- ing gefur tóninn fyrir andrúmsloftið við endurkomu Guðs. Þar munum við sem ein stór fjölskylda safnast saman í kring- um hásæti Guðs á glerhafinu. Þar mun standa fyrir framan okkur í fullri hátignarlegri dýrð sinni lokaniðurstaða kvala Jesú á krossinum: „Vegna þeirra hörmunga, er sál hans þoldi, mun hann sjá ljós og seðj- ast. Þá menn læra að þekkja hann, mun hann, hinn réttláti, þjónn minn, gjöra marga réttláta, og hann mun bera mis- gjörðir þeirra“ Jes 53.11). Njótið þessara lestra. Þeir koma til ykkar í Adventist Review, sem er alþjóðlegt tímarit til upplýsinga og andlegrar upplyftingar. Á Islandi eru bænavikulestrarnir gefnir út und- ir nafni Aðventfrétta. Von mín er sú að þú leyfir þessum lestrum að leiða þig frá vandamálum hins daglega lífs til Hans þar sem hjarta þitt finnur gleði og fullnægju í Jesú Kristi. Brátt munum við horfa á hásæti Guðs. Þar munum við sjá Drottinn okkar og frelsara. En í dag getum við öll fært honurn hjarta okkar í auð- mjúku þakklæti, fullviss um að hann mun aldrei snúa baki við þeim sem eru niðurbrotnir og iðrunarfullir. Ef þessir lestrar geta leitt þig þangað er markinu náð. Biddu Heilag- an anda að vera leiðtogi þinn. Stórkostlegir hlutir bíða okk- ar, bama Guðs, þegar við að lokum sameinumst í ríki Guðs, eitt stórkostlegt mannhaf, ein fjölskylda með Kristi. Jan Paulsen er formaður Aðalsamtaka Sjöunda dags aðventista.

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.