Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 15

Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 15
um leið stöndum við þétt saman sem ein heild í Jesú Kristi. „Biðjið Drottin um regn. Hann veitir vorregn og haustregn. Helliskúrir og steypiregn gefur hann þeim, hverri jurt vallarins" (Sk 10.1). „Sáið niður velgjörðum, þá munuð þér uppskera góðleik. Takið yður nýtt land til yrkingar, þar eð tími er kominn til að leita Drottins, til þess að hann komi og láti réttlætið rigna yður í skaut“ (Hsl0.12). „Og þér, Síonbúar, fagnið og gleðjist í Drottni, Guði yðar, því að hann gefur yður regn í réttum mæli og lætur skúrimar ofan til yðar koma, haustregn og vorregn, eins og áður“ (J1 2.23). Hversu er þroskaferli þínu varið í Jesú Kristi? Er stefnan uppá við til fullmótunar í Kristi? Leiddu hugann að Sál frá Tarsus, Gyðingnum sem endurfæddist. Hlustaðu á hann. Þekkir þú Messías? „Því að í honum býr öll fylling guðdómsins líkamlega," segir Páll, „og í honum, sem er höfuð hvers konar tignar og valds, hafið þér öðlast hlutdeild í þessari fyllingu" (Kól 2.9). „Hann, sem er ljómi dýrðar hans og ímynd veru hans og ber allt með orði máttar síns, hreinsaði oss af syndum vorum og settist til hægri handar hátigninni á hæðurn" (Heb 1.3). Það er sennilega þarflaust að minna þig á hversu Páll á sínum tíma hataði allt það er vék að Kristi og ofsótti hina kristnu. Hann tók þátt í að grýta þá. Hlustaðu á hann - þennan sama mann. „Páll, er þér kunnugt um Messías?" „Enda var allt skapað í honum í himn- unum og á jörðinni, hið sýnilega og hið ósýnilega, hásæti, herradómar, tignir og völd. Allt er skapað fyrir hann og til hans. Hann er fyrri en allt, og allt á til- veru sína í honum" (Kól 1.16,17). Þú sérð hversu Kristsmyndin fullmótaðist hjá Páli og spannaði allan alheiminn og hann gat sagt: „Hann (Kristur) sem er yfir öllu, Guð, blessaður um aldir. Amen“ (Rm 9.5). Hvílík mynd af Kristi! Guð, blessaður um aldir! „Hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur“ (F1 2.6). Hér nær Páll hátindi skilnings á eðli Krists og hlutverki. I Hebreabréfinu er það lagt upp eftirfarandi: „Hásæti þitt, ó Guð, er um aldir alda, og sproti réttvís- innar er sproti ríkis þíns“ (Heb 1.8). „Og allir englar Guðs skulu tilbiðja hann“ (8. vers). Páll sá Krist í mikilleik guðdóms hans: „Sá, sem steig niður, er og sá, sem upp sté, upp yfir alla himna til þess að fylla allt“ (Ef 4-10). „En kirkjan er líkami hans og fyllist af honum, sem sjálfur fyllir allt í öllu“ (Ef 1.23). Páll var hástemmdur er hann lýsti ómæli auðlegðar Krists, ólýsanlegri gjöf Guðs, óendanlegum kærleika Krists og hinum mikla guðlega leyndardómi er Guð gerðist maður. „Síðan kemur endirinn," segir hann á öðrum stað, „er hann selur ríkið Guði föður í hendur, er hann hefur að engu gjört sérhverja tign, sérhvet veldi og kraft. Því að honum ber að ríkja, uns hann leggur alla fjendurna undir fætur hans“ (lKor 15.24,25). Nú er lag að kalla í eitt sérhvem meðlim í fjölskyldu Guðs. Tíminn er senn á þrotum. Aukaatriði tilverunnar mega ekki lengur sitja í forsæti. Um- byltum lífi okkar með því að verja enn meiri tíma dagsins með Drottni og starfa af enn meiri krafti að sálarheill annarra. Hugur Krists og vilji ríkir þar sem fjölskylda Guðs starfar sam- an. „Verið með sama hugarfari og Jesús Kristur var“ (F1 2.5). Hin háleitu vísindi sálnavintv andi starfs verða hennar. Kirkjan mun vaxa. Henni verður þetta eðlislægt, auðvelt, og kirkjan mun verða samfélaginu til mikill- ar blessunar. Okkar andlegu gjafir verða okkur ljósar er kærleikur Krists ríkir með okkur. Þegar okkur lærist að elska líkt og Jesús gerði munum við ekki yfirkeyra okkur og hætta, því að fögnuðurinn í Kristi Jesú gagntekur okkur og veitir hina sönnu lífsfyllingu. Slíkur er afrakstur þess að starfa saman í þjónust- unni öðrum til heilla. Við beinum sjón- um manna að Guði er við störfum þan- nig að heill annarra. Þjónustan í þágu annarra minnir okkur á orð Krists: „Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér“ (Mt 25.40). Við munum því aldrei hætta að starfa í kærleika í þjón- ustunni fyrir aðra. „Því að kærleikur Krists knýr oss“ (2Kor 5.14). Til umfjöllunar: 1 Hver er áhrifamáttur kirkjunnar minnar í boðun og þjónustu? Hversu áhrifaríka tel ég þá þjónustu vera? 2 Hvert er mótefnið við andlegri deyfð? Hvernig get ég upplifað per- sónulega andlega uppstokkun? Hvað þarf til að tendra hinn bláa loga and- legs lífs? 3 Hver eru helstu jákvæð áhrif boðun- ar - bæði hvað mig varðar sem og kirkjuna? Reuel Santos starfar á vegum Sjöunda dags aðventista að ferðamál- um. Hann er virkur meðlimur f Rockville Full Life Fellowshiþ Adventist Church. AðventFréttir 15

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.