Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 18

Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 18
SIÐARI HVILDARDAGUR Að upplifa böndin í fjölskyldu Guðs Krafturinn sem tengir okkur kemur frá Guði „Allt hefur hann lagt undir fætur honum og gefið hann kirkj' unni sem höfuð yfir öllu. En kirkjan er líkami hans og fyllist af honum, sem sjálfur fyllir allt íöllu“ (Ef 1.22,23). Frjálsir einstaklingar - frjálsir til að hugsa eigin hugsan- ir; segja hug sinn; og með valfrelsi. Með svona breitt svið af möguleikum, hvað kemur í veg fyrir sundrungu? Stór alþjóðleg fjölskylda trúsystkina í mismunandi menning- arsvæðum, mismunandi efnahagS' umhverfi, með mismunandi sögu, og á mismunandi aldri. Hvað er það sem bindur okkur saman? Hvað er það sem gerir jafn ólíkum hópi fólks kleift að tengjast? Er það raunveru- leg tenging og mun það halda? Biblíulega táknið sem líklega best lýsir einingu fjölskyldu Guðs er hugtakið „líkami,“ sem Páll notar allvíða (sjá Rm 12.4,5; Ef 1.22,23; 4-15,16; Kól 1.24; 2.19). Kirkjan er líkami Krists. Það er að segja, hún er líkaminn og Kristur er höfuð þess líkama. Kirkjan er símeðvituð um þetta. Frá sjónarhóli kirkjunnar er aðeins einn Drottinn; og hann er höfuðið. Þeim sem trúa er lýst þan- nig að; þeir „vaxi upp til hans sem er höfuðið, - Kristur. Hann tengir líkamann saman og heldur honum saman með því að láta hverja taug inna sína þjónustu af hendi. ...Þannig lætur hann líkamann vaxa og byggjast upp í kærleika" (Ef 4-15,16; sbr. Kól 2.19). Þetta ein- falda en öfluga tákn kallar fram margbrotnar tilfinningar og hug- myndir: 1. A sama hátt og hver limur eða hluti líkamans er hluti í stærri heild, eins tilheyra safnaðarmeðlimir hver öðrum. Við styðjum hvert annað. Við finnum fyrir sársauka annars- staðar í líkamanum. Þegar við högum okkur af gáleysi þá skaðar það allan líkamann. Obærileg hegðun eins verður öll- um óbærileg. Beiting frelsis eins hluta ltkamans er háð því sem er til gæfu fyrir aðra hluta líkamans. Við hjálpum hvert öðru að vaxa eða við kæfum vöxt hvers annars. Rétt eins og einingin milli Krists og kirkjunnar er lífræn, þannig er ein- nig einingin milli safnaðarmeðlima. Þessi tenging þýðir að hvað sem á dynur þá er enginn maður eyland. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá erum við öll hluti af hvert öðru, og Guð ætlaðist aldrei til að það yrði öðruvísi. 2. Kristur er höfuðið. Frá þessari miðju stafa sjálfsvitund, stefnur, sannfæringar og tilfinningar. Hann gefur hverju okk- ar getuna til að vega og meta málefni, til að greina rétt frá röngu, og hann gerir okkur kleift að taka ákvarðanir. í gegn um hann sé ég, veit ég og skil ég hvað það þýðir að vera bam Guðs. Hann gerir mig það sem ég er. Það þýðir að án hans er ég ekkert og hef ekkert. Kristur gerir mig að einstaklingi sem er ómetanlega verðmætur í augum Guðs vegna þess að á krossinum kom hann öllu því ómetanlega verðmæti sem hann hefur til að bera yfir á mig. 3. Við erum tengd og haldið saman „með því að láta hverja taug inna sína þjónustu af hendi“ segir í innblásnu orði Guðs. Kirkjan sam- anstendur ekki af hópi af einangr- uðu einstaklingshyggjufólki. Það er kraftur Guðs sem heldur okkur öll- um saman sem einum líkama. Þessi tenging, sem við eigum sameigin- lega, er sterkari en einstaklings- bundin sérkenni. Þarfir hinna mörgu hafa meira vægi en sérviska hinna fáu. Hugmyndin um einangr- aða trúaða einstaklinga sem hafa ekki þörf fyrir eða hafna því að eiga samskipti við aðra trúaða í trúar- samfélagi er andstæð kenningum Nýja testamentisins. Ef þú tilheyrir trúarsamfélagi munt þú sækjast eft- ir því að mæta trúsystkinum þínum í tilbeiðslu og samveru. Því ræður Biblían okkur gegn því að hætta að eiga samneyti við samfé- lagið eins og sumir hafa tamið sér, en öllu frekar að styðja hvert annað. (Heb 10.25) Það þýðir að það er ein fjölskylda, og við erum hluti hennar; við tilheyrum hvert öðru; það er sameiginleg sjálfsvitund. Hugmyndin að safnaðarmeðlimum ætti að finnast þeir vera útlendingar eða ókunnugir samræmist ekki kirkjunni. Sundrung og óeining á þar heldur ekki heima. Innan kirkj- unnar geta meðlimir ekki haldið því fram að „ég er Páls“ eða „ég er Apollosar" eða „ég er Kefasar" eða önnur álíka sjónar- mið. Líkaminn hefur aðeins eitt höfuð: Jesú Krist; og honum Kirkjart má aldrei verða sérstakur félagskapur þeirra sem rtáð hafa langt í lífinu. Hún verður ávallt að vera heimili hinna þreyttu ferðalanga - áning- arstaður þeirra sem eru á leiðinni 18 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.