Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 12

Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR Eftir Winfried Vogel Fjölskylda Guðs tilbiður saman Tilbeiðslustimdm ætti að vera hápunktur samfélags okkar ogforsmekkur þess himneska. / Ieinni af bókum sínum fjallar Charles Colson um heim- sókn þeirra hjóna til eins af gróskumestu trúarsamfé' lögum heimsins, Kirkju hins fullkomna frelsis (Perfect Liberty Church) í Japan, sem er angi af búddisma. Að- eins meðlimum var veitt aðgengi að íverustað samfé- lagsins og því urðu þau að láta sér nægja að líta herleg- heitin úr fjalægð. Þar innan girðingar blöstu við þeim græn- ar vfðáttur, trjálundir og fullbúinn golfvöllur. I fjarska skar marmarahvít bygging sig úr grænu teppinu með sína mörgu skrautgarða að japönskum stíl. Þeim var tjáð að innan girðingar væru 3000 manns sem nutu alls þess besta sem Japan hefði upp á að bjóða. Þarna var t.d. tilbúið stöðuvatn, fossar og hinar ýmsu trjátegundir auk annars. Það var ekki að furða að frumkvöðlarnir nefndu þetta „paradís". Lífsmottó þeirra er einfalt en þó grípandi: Oll erum við börn Guðs sem finnum leiðina til eilífs friðar og þess að vera við sjálf óhindrað. Og þar sem „lífið allt er list“, getur maðurinn fundið hina frjálsu tjáningu í bæninni, golfi eða frjálsum ástum hópum saman. Grundvallaratriðið hér er fullkomið frelsi í tjáningunni á einstaklingsgrundvelli, sem leiðir til fullkominnar lífsfyllingar og hamingju. Hann greinir frá því, hversu honum brá er heim kom og hann gerði sér grein fyrir því, að þar fyrir eru kirkjur sem boða og viðhafa sama „um kristnaða búddismann". Samfélög kristinna safnaða snúast almennt um vikulegar guðsþjónustur. Því má ráða út frá messugjörðinni hver muni vera grunntónn viðkomandi kirkjumeðlima. Umbylting nýrra viðhorfa í samfélaginu og aðrar kröfur upprennandi kynslóðar hefur kallað yfir kirkjuna svokallað „tilbeiðslu- stríð“. Heitar umræður um fyrirkomulag tilbeiðsluforms hafa klofið kirkjur í stríðseiningar, þar sem tekist er á um „hefð- bundið“- fyrirkomulag gegn „nútímalegri" nálgun. Það er illt til þess að hugsa að fjölskylda Guðs standi í innbyrðis þjarki yfir því sem ætti að sameina hana. Sú at- höfn að tilbiðja Guð sameiginlega ætti að vera hápunktur allra, hvort heldur sem einstaklingar eða kirkjan í heild. Mig langar að tilgreina sjö grundvallarsjónarmið er varða sameiginlega tilbeiðslu: 1 Helgað líferni er tilbeiðsla. Páll beitti sér fyrir því af alefli að menn einskorðuðu ekki tilbeiðsluna við að koma saman á hvíldardögum til guðs- þjónustu. Hann er gagnorður: „Því brýni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram sjálfa yður að lif- andi, heilagri, Guði þóknanlegri fóm. Það er sönn og rétt guðsdýrkun af yðar hendi. Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna" (Rm 12.1,2). Það sem Páll er að segja er þetta: • Að tilbiðja Guð þýðir að við helgum líf okkar honum. • Að tilbiðja Guð þýðir að leyfa honum að umbylta lífi okkar. • Að tilbiðja Guð þýðir að gjöra hans vilja og hafna heims- hyggjunni. • Að tilbiðja Guð þýðir að þóknast honum. Þannig er persónulegt samband við Guð og helgun for- senda sameiginlegrar tilbeiðslu. 2 Guð er þungamiðja sérhverrar til- beiðslu. Það er ekki fyrir tilviljun að Páll leggur ofuráherslu á „Guði þóknanlega11 fórn. Hugtakið hér er hið sama og not- að var í tengslum við dýrafómir til foma - þær áttu að vera unaðsilmur, sem stigi upp til himins: Þær fórnir voru með- teknar aðeins ef farið var eftir fyrirmælum Guðs. Þannig er meginmarkmið tilbeiðslunnar að þóknast Guði en ekki mönnum. Því verður Guð að vera bæði viðtakandi og þátttakandi í tilbeiðslunni. Með því að beina sjónum okkar að okkur sjálfum og tilfinningum okkar munum við ala á andlegum vexti sem beinist inn á við, vexti sem beinist að sjálfinu í stað Guðs. Það læðist að mér sá grunur, að hin aukna tilhneiging að klappa boðberum orðs Guðs lof í lófa í kirkjum leggi aukið vægi á mannlega snilli í stað Guðs, sem tilbeðinn er. Fyrir kemur að við missum sjónar af kjarna málsins sem er að sönn tilbeiðsla miðast að því einu að heiðra Guð. 3 Að meðtaka og deila náð Guðs er til- beiðsla. Ef sameiginleg tilbeiðsla er staðfesting á því sem Guð hef- ur gert fyrir hvern og einn nærstaddan, þá ætti það að vera hverjum og einum eðlilegt að deila reynslu sinni með hinum. Það eitt að deila með öðrum trúarreynslu liðinnar viku getur virkað sem vítamínsprauta fyrir kirkjuna í heild. Ellen White áminnir: „Því er svo farið í mörgum af okkar kirkjum að presturinn prédikar hvíldardag eftir hvíldardag, og fólkið kemur í hús Guðs hvíldardag eftir hvíldardag án þess að tjá sig hið minnsta um sínar daglegu blessanir í skjóli meðrek- innar blessunar af hálfu Guðs. Það hefur ekki unnið sína heimavinnu frá fyrra hvíldardegi. Ohjákvæmilegt er að kirkjan muni um síðir hvíla á andlegum brauðfótum meðan meðlimir hennar gera ekkert í því að veita öðrum af því sem þeir sjálfir hafa meðtekið" (Testimonies, 4- bindi, bls. 18,19) 4 Tilbeiðslan byggir meira á því að gefa en þiggja. Oft má heyra: „Þessi guðsþjónusta skildi mikið/ekkert 12 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.