Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 9

Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 9
minna líkra. Samfélagið við Guð sýnir mér að ég er hinn týndi sonur, sem fað- irinn tekur opnum örmum og hefur á ný til vegs í fjölskyldu sem þráir að tilheyra honum og hann gerir tilkall til og á. Niðurrifsöfl Samfélagið við Guð gerir mig hæfa(n) til samfélags við aðra sem eiga sér svip- aða reynslu og ég. Samfélagið við aðra byggir á samfélaginu við Guð föður og son, en vegna mannlegs breyskleika er sú hætta ætíð fyrir hendi að það samfé- lag bíði einhverja hnekki. Sú freisting er ætíð til staðar að vanrækja tengslin við Guð og misvirða þau forréttindi, sem fólgin eru í samfélaginu við hann og fjölskyldu hans. Hér liggur e.t.v. skýringin á því hvers vegna Nýja testamentið legg- ur til, að hvert eitt okkar klæðist herklæðum hins kristna sem vöm jafnt gegn eigin skeytum út á við sem og aðsendum skeytum með- bræðranna. „Iklæðist því eins og Guðs út- valdir, heilagir og elskaðir, hjartans meðaumkun, góð- vild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðr- um, ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið yður, svo skuluð þér gjöra. En íklæðist yfir allt þetta elskunni, sem er band algjörleikans" (Kól 3.12-14). Páll segir: „íklæðist þessum sýnilegu eiginleikum.11 Klæðist meðaumkun og elsku innst klæða. Hneppið að ykkur yfir hjartastað skyrtu eða blússu auð- mýktar. Gleðjið augað með bindi eða skýlu góðvildar og girðið um ykkur bux- ur eða pils þolinmæðinnar. Setjið á ykk- ur skó hjálpseminnar og gætið þess að íklæðast jakka fyrirgefningarinnar. Líf- dagar okkar úti meðal trúbræðranna verða ekki langir án hans. Og yst klæða íklæðist frakka eða kápu kærleikans. Klæðist þessum fatnaði svo eftir verði tekið. Jóhannes lagði á það áherslu að þannig ætti það að vera meðal kristinna manna, samfélag sem komið væri úr hendi skaparans til handa börnum hans. Samfélag byggt upp í þessum anda end- urspeglar fullkomið áform Guðs fyrir manninn. Hér liggur fullkomnun ham- ingjunnar. Ekki verður fyllilega ráðið hvar gleðin er dýpst - hjá Guði, okkur eða þeim sem við deilum þessu með. Uns að því kemur Mótsögn tilverunnar er að flestir leggja allt í að finna varanlega hamingju. Þeir reyna að leysa mál upp á eigin spýtur, sem Guð einn getur veitt. Möguleikinn til sannrar hamingju er fólginn í samfé- lagi kristinna manna eingöngu. Hér er því ekki haldið fram að samfélag krist- inna manna sé fullkomið. Slíkt mundi útheimta algjörleika gagnvart Guði sem og í samskiptum okkar innbyrðis. Hér skortir talsvert á, og því er það að reynsla okkar í og af fjölskyldu Guðs og framlag okkar til velfarnaðar hennar er í mörgu ábótavant. Einn af frumkvöðlum kristninnar orðar þetta svona: „Og hvert er leyndarmál hamingjunnar? ... Það felst í samfélaginu sem mótast út frá boðun fagnaðarerindisins; vegna þess að ef frumtilgangurinn með boðun- inni er myndun samfélags, þá er hinn endanlegi tilgangur fullkomnun í ham- ingju. Þetta er hin guðlega fyrirætlun. Þó er .fullkomnun í hamingju’ ekki möguleg í þessum syndaheimi vegna þess að fullkomið samfélag er ekki mögulegt. Þess vegna ber að skilja ljh 1.4 („þetta ritum vér til þess að fögnuður yðar verði fullkominn“) þannig að einnig sé horft til lífsins handan þessa lífs sem framtíð- arsýn í ríki Guðs. A þeim tíma mun samfélagið í heild veita fullkomna ham- ingju. .Gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu’ (S1 16.11).“ (4) Við sjáum út frá þessu, þegar fjölskyldan á jörðu sameinast þeirri himnesku hand- an valdsviðs syndarinnar mun samfélag- ið verða ljúfara og ríkjandi hamingja dýpri en svo að við fáum skilið hana nú. En þangað til á Guð sína fjölskyldu hér á jörðu - kirkju sína. Og sú von og það vinarþel sem ég upplifi og reyni hér mun nægja þar til breyting verður á. Fram til þess dags mun vingjarnlegt bros og þétt handtak þegar ég er einmana nægja. Fram til þess dags mun fyrirbæn þeirra sem deildu með mér tárum nægja. Fram til þess dags mun heimboð sem brýtur upp mína eigin einmanakennd nægja. Fram til þess dags mun smá viðvik, s.s. matarsending frá óþekktum aðila, vegna atvinnumissis míns nægja. Og fram til þess dags mun kort til barnsins míns á sjúkrahúsi nægja. Fullkomið samfélag í hnökralausri kirkju er ekki mitt hlut- skipti og því nægir mér að bíða uns sá dagur rennur upp. Og meðan á biðinni stendur er mér í mun að njóta þess félagsskapar sem veit- ist í fjölskyldu hans hér og nú. „Börnin mín! Elskið hvert annað því að slík er tilskipun Drottins. Og ef þið virðið þetta eitt eins og vera ber, þá er ykkur einskis vant.“ 1 W.Barclay, The Daily Stu- dy Bible, 1976, bls. 3 2 D.Jackmann, The Bible Speaks Today - The Messa- ge of Joh’s Letters, 1988, bls.l 1 3 J.R.W.Scott, Tyndale New Testament Commentaries, 1966, bls. 68 4 Samarit, bls. 71 5 Híerónýmus eignaði Jó- hannesi þessi orð. Til íhugunar: 1 Hvers vegna er samfélagið mikilvægt? Hvaða já- kvæða þætti hefur það í för með sér? 2 Hvernig er hægt að hlúa að samfé- laginu í minni eigin kirkju? Hvert er nauðsynlegt hlutverk mitt í því ferli? 3 Við erum ófullkomin í ljósi fullkom- ins samfélags. En hvað í þessum lestri veitti þér von? Hversu þráir þú hið fullkomna samfélag sem Guð hefur heitið? Carole FercDJohnson er ritari Kvennastarfs Suður- Kyrrahafsdeildar Sjöunda dags aðventista | * v3 AðventFréttir 9

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.