Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 14

Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 14
FIMMTUDA G U R Eftir Reuel Santos Fjölskylda Guðs samein- uð í þjónustunni „Pjónið Drouni með gleði" (Sl 100.3). „Og sá er vill jremst- ur vera meðal yðar, sé þræll yðar“ (Mt 20.27) Fjölskylda Guðs er heilsteypt og lifandi. Hér er það að menn þjóna Guði og virða náungann og elska ná- ungann sem þeir sjálfir væru. Ekki fyrirfinnst sterk- ari vitnisburður um elsku þeirra til Guðs og boðorða hans. Kærleikurinn knýr þá til þjónustu í ljósi þeir- ra andlegu gjafa, sem hverjum og einum hefur veist. Hér gildir arfur og auðlegð einu, lýður Guðs ver tíma sínum af fúsum og frjálsum vilja í þágu kirkjunnar og auðgar hana með því sem þeir helst mega. „Innan veggja kirkjunnar er að finna nægtarbrunn náðar Krists, og hún mun jafnvel kunngjöra „tignun- um og völdunum í himinhæðum" hina miklu dýpt elsku Guðs (Ef 3.10)“ Acts of the Apostles, bls. 9. „Því brýni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram sjálfa yður að lif- andi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn“ (Rm 12.1). Tvær kirkna okkar í Mandaluyong og Manilla, Filippseyjum, þar sem ég starfaði fyrir nokkru, eru verðar sér- stakrar athygli fyrir þá sök, að þar virð- ist hver meðlimur kirkjunnar skipa visst embætti. Þeim hefur tekist í boð- unarátaki sínu að ná til fólks á öllum stigum þjóðfélagsins. Árangurinn er stærri hópur ár frá ári og víst er að mikið ljós leggur frá þessum kirkjum til umhverfisins. Ég hef nú undanfarið sótt fámenna kirkju í Rockville, Maryland, sem minnir mig á þessar kirkjur okkar á Filipps- eyjum. 1 þeirri kirkju hefur nær annarhver meðlimur tekið að sér visst hlutverk. Og sérhver meðlimur, hvort heldur nemandi, lögfræðingur, læknir, smiður eða ellilífeyrisþegi, hefur ásett sér visst átaksverkefni til þjónustunnar fyrir Jesúm Krist og kirkju hans fyrir þá vikuna. 1 þessu felst að sumir bjóða gestina velkomna á hvíldardögum, leiða umræð- ur um efni lexíunnar, annast þrif og annan undirbúning fyr- ir samverustundir helgarinnar. Hér starfa allir í þágu Guðs og enginn lítur eigið framlag öðru betra. Vissulega vinnur fjölskylda Guðs sem ein heild í þjónust- unni. Það er einmitt þetta sem Ellen White hafði í huga er hún sagði: „Kalla verður fram sérhvern hæfileika og móta til fullnustu“ (ST, 27. ágúst 1897). Það er fastur liður sérhvern fyrsta hvíldardag hvers mán- aðar, að eftir sameiginlega máltíð að kirkju lokinni er farið til nærliggjandi vistheimila. Þar er sungið, lesið í Ritningunni og beðið fyrir vistmönnum. Allt er þegið með þökkum, hvort heldur ljúfir tónar, söngraddir, hlýtt handtak eða skiln- ingsríkt viðmót. Fjölskylda Guðs er samhent í þjónustunni og veitir þeim nýja von sem sitja uppi aleinir og einmana. Annar hvíldardagur sérhvers mánaðar er í höndum ung- lingastarfsins. Farið er með skyndirétti niður í miðborg Was- hingtonborgar til handa heimilislausum. Það er ólýsanleg tilfinning að vita hversu mörgum fjölskylda Guðs veitir hlýju og uppörvun í samhentu átaki hennar. Næstu tveimur hvíldardögum er varið til að vitja sjúkra með lestur, bæn og söng. A þennan hátt sýnum við í verki umhyggju okkar og elsku í garð náungans. Jesús sagði: „Sjúkur var ég og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín“ (Mt 25.36). Á sunnudögum eru skipulagðir vinnuhópar þar sem menn skipta með sér verkum við hvaðeina, sem gera þarf við eða fyrir kirkjuna. Með þessu móti nýtast fjármunir kirkjunnar til annarra þarfa, sem annars hefðu farið í aðkeypta vinnu til almenns viðhalds. Hvers vegna gerum við þetta svona? Hver er ávinningur okkar? Eigum við það á hættu að yfirkeyra okkur? Fjölskylda Guðs í starfi gengst undir ok Krists er hann sagði: „Því að ok mitt er ljúft og byrði mín létt“ (Mt 11.30). Við njótum einnig ríkulegra blessana út frá því að starfa af fórnfýsi að heill annarra. Okkar andlegu bein verða styrk, okkar andlegu vöðvar stæltir. Kærleikur okkar til Guðs brýst fram í ómældri gleði að þjóna honum og starfa hvaðeina sem við vitum að honum er þóknanlegt. Gegnheil gleði gagntekur okkur. Tilfinningin er orðum sterkari. Gleðin geislar út frá lífi okkar, gleði sem Kristsfyllingin ein getur kallað fram. „Statt upp, skín þú,“ segir Guð fyrir munn Jesaja spámanns, „því að ljós þitt kem- ur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér! Sjá, myrkur grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum. En yfir þér upp rennur Drottinn, og dýrð hans birtist yfir þér. Þjóðimar stefna á ljós þitt og konungar á ljómann, sem upp rennur yfir þér“ (Jes 60.1-3). Guð bíður Drottinn bíður í ofvæni eftir að geta sent yfir okkur hið síðara regn. Við upplifúm hið síðara regn Drottins £ því er við upplifum fögnuðinn er við deilum honum með öðrum og Kærleikur okkar til Guðs brýst fram í ómældri gleði að þjóna honum 14 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.