Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 20

Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 20
• ♦♦ Guðs eftir Jennifer, Janella, Jondelle, John og Denise Mc Ghee. SÖCUR Inngangur ænavika barnanna þetta árið fjallar um fjölskyldu Guðs og er skrifuð af meðlimum í einni fjölskyldu. McGhee fjöl- skyldan býr nú á College Place, Washington en þau hafa búið á ýmsum stöðum í heiminum og skrifa um reynslu sína um allan heim. Þau hafa verið trúboðar í Pakistan, Fil- ippseyjum, Rússlandi og Bandaríkjun- um. Þau hafa líka gefið út þrjár plötur saman. Meðlimir fjölskyldunnar eru: pabbi (John), mamma (Denise), Janella, Jondelle, og Jennifer. Við lok hverrar lexíu munt þú finna upplýsingar um höf- und lexíunnar. Hvíldardagur Fjölskylda Guðs er í sambandi við Jesús Minnisvers: „Pví eruð þið öll eitt í Kristi Jesú." (Gal 3.28) Pabbi (John) Að vera á baki á fíl án söðuls getur verið mjög erfitt. Sweenetha beygði sig niður. Litli fílsunginn horfði á meðan ég klifraði upp á bak mömmu hennar. Skinnið á Sweenetha var eins og litl- ir títuprjónar væru að stingast inn í skinnið á mér. Hún stóð upp og byrjaði að ganga. Ekkert vandarmál. Síðan kom hún auga á safarík laufblöð fyrir ofan okkur. Án viðvörunnar reisti hún upp ranann til að tína smávegis salat. Ég byrjaði að renna af. „Hvernig gastu gert þetta, Sweenetha!" Ég greip andann þegar ég greip í reipið, sem var utan um hálsinn á henni, með fótunum. Mamma (Denise) Þegar ég horfði á John minnti það mig á aðra fílasögu. Einu sinni var einhver sem leiddi þrjá blinda menn að fíl og bað þá um að lýsa því sem þeir fundu. Fyrsti maðurinn kom við ranann og sagði: „Þetta er eins og stór snákur.“ Annar maðurinn setti hendurnar utan um fótlegg fílsins og sagði: „Þetta er vitlaust hjá þér. Þetta er eins og tré.“ Þriðji maðurinn tók í hal- ann og sagði: „Þetta er vitlaust hjá ykk- ur báðum. Þetta er einfaldlega stórt reipi.“ Janella En var fíllinn snákur? Nei! Var fíll- inn tré? Nei! Var fíllinn reipi? Nei! Ran- inn, fóturinn og halinn á fílnum voru hlutar af miklu stærri líkama. Ef blindu mennirnir hefðu getað séð allan fílinn, þá hefðu þeir hlegið að sjálfum sér. Við erum stundum eins og þessir blindu menn sem geta ekki séð alla fjöl- skyldu Guðs. Við höldum okkur vita hvernig fjölskyldan er með því að þekk- ja einn eða tvo vini í hvíldardagsskólan- um. En við getum í raun ekki séð alla fjölskylduna því hún býr í meira en 150 löndum, borðar mismunandi mat, geng- ur í mismunandi fötum og talar mismun- andi tungumál. Jondelle Biblían kennir mér að kirkjan sé einn stór líkami. Við köllum kirkjuna líkama Krists. Eins og fíllinn þá hefur hún marga ólíka hluta. Mér finnst skemmtilegt að hugsa til þess að Guð sé listamaður sem hefur gert fólkið í mis- munandi litum. (Syngið: Jesús elskar ungu börnin, elskar bömin öll á jörð, þau sem eru andlitsbjört, einnig rauð og gul og svört. Jesús elskar ungu bömin öll á jörð.) Veist þú að þú ert dýrmæt/ur- sér- staklega í augum Guðs? Jæja, en þú ert það. Og ég líka. Guð gerði okkur að hluta í hans stóra líkama. Og þó við séum öll svo ólík þá erum við samt tengd Jesú, sem elskar okkur öll jafn mikið. Jennifer Ég á mjög kæra ameríska vini sem fóru sem trúboðar til Afríku. Þetta er 5 manna fjölskylda og þau stofnuðu litla læknastofu fyrir böm. Á stóra ríkisspít- alanum sáu þau einn daginn tvö lítil börn - tvíbura- sem voru mjög veik. Hjúkrunarfræðingurinn kom til þeirra og sagði: „Viljið þið vera svo góð að taka þessar tvær litlu stúlkur á lækna- stofuna ykkar? Þær eru svo veikar og þurfa mikla umönnun. Ef þið takið þær ekki munu þær deyja því við getum ekki annast þær lengur." Eftir að hafa rætt málið við dætur sínar ákváðu þau að taka litlu stelpumar með heim og annast þær þar til þær yrðu hraustari. Dæturn- ar þrjár tóku þátt í að annast börnin. Það skipti engu máli þó þær hefðu dökka húð. Tveim árum seinna ætt- leiddi þessi trúboðsfjölskylda börnin. Þau voru ein fjölskylda - fimm systur- með mismunandi litað hörund. Alveg eins og fjölskylda Jesú. Pabbi (John) McGhee fjölskyldan á vini sem búa út um allan heim og okkur þykir vænt um þá. Jondelle getur talað við suma þeirra á rússnesku. Jennifer syngur með sumum þeirra á máli Ukraínumanna. Janella biður með Pakistönum á urðu. Ég geri grín með Sikkum í Punjabi. Mamma (Denise) hjálpar filippískum bömum og syngur vögguvísur á tagalog. Þegar Jennifer var þriggja ára gömul söng hún fyrst opinberlega. Það var tríó með mömmu hennar og mér á nám- 20 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.