Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 26

Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 26
ýtti á neyðarhnappinn og við heyrð- um rödd konu í gegnum hljóðkerfið. Við reyndum að fara eftir því sem hún sagði okkur, en við skildum hana ekki. Eg var farin að hafa áhyggjur. Hvað ef við kæmumst ekki út? Hvað myndi verða um okk- ur? A þessari skelfingarstundu ákváðum við að biðja upphátt svo einhver heyrði í okkur. Síðan fórum við að syngja af öllum krafti á öllum þeim tungumálum sem við kunnum, við báðum um að einhver myndi ganga framhjá og hjálpa okkur. Mamma var líka farin að verða hrædd. Nú slokknuðu ljósin og við stóðum þarna í myrkrinu. „Ég þarf að fá ferskt loft,“ sagði mamma. „Ég næ ekki andanum." Við Jondelle stóðum við rifuna á lyftudyrunum þar sem örlít- il ljósglæta skein í gegn. „Komdu mamma,“ sagði ég, „ég skal skipta við þig um stað.“ Nokkrum mín- útum seinna bað Janella Jondelle hvort hún gæti skipt um stað við sig líka. Jondelle var ekki eigingjöm og færði sig svo systir hennar gæti fengið smávegis af þessu ferska lofti sem kom þama í gegn. Sekúndurnar urðu að mínútum. Við vorum föst inni í lyftu í landi þar sem við skildum ekki tungumálið. Við viss- um ekki hvenær við kæmumst út. Þetta var erfiður tími sem við þurftum að deila saman. En eftir að við höfðum beðið, þá hjálpaði Guð okkur að sýna hvort öðru kærleika með því að taka tillit til hvors annars svo allir fengju tækifæri til að standa dálitla stund við rifuna ná- lægt ferska loftinu. Eftir dálitla stund byrjaði einhver fyrir utan að tala við okkur. Hann kunni einhverja ensku og við vorum þakklát fyrir uppörvun hans. Hægt og rólega sagði hann okkur nákvæm- lega hvaða takka við ættum að ýta á. Hálfri stundu seinna fundum við annan kipp- bump, bump. Niður fórum við, alla leið niður á neðstu hæð og dyrnar opnuðust. Og við vorum frjáls. Biblran talar um það að þykja vænt um hvert annað. „Bömin mín, elskum ekki með tómum orðum, heldur í verki og sannleika" (1 Jó- hannesarbréf 3.18). Það að skiptast á að standa fremst í lyftunni var sannur kærleikur. En það er ekki alltaf auðvelt að sýna kærleika í verki og í sannleika eins og við munum sjá í næstu sögu. Seinni sagan Ég var með hópi 30 unglinga sem beið þolinmóður fyrir utan háa veggi fangelsis með gaddavír efst. Við ætluð- um að flytja tónlist og leikrit fyrir 500 drengi sem höfðu brotið lögin. Einhver gaf okkur merki um að koma inn og við færðum okkur áfram. Klikk, heyrðist r fyrstu dyrunum og við vorum komin inn fyrir ytri veggi fangelsisins. Klikk og dymar lokuðust fyrir aftan okkur. Klikk, seinni dymar opnuðust inn í sal. Þegar við höfðum troðist inn í herbergið, lok- uðust dyrnar á eftir okkur. Ég velti því fyrir mér hvort við kæmumst nokkru sinni út aftur lifandi! Við færðumst áfram að nýju. Klikk, heyrðist í síðustu dyrunum og við gengum inn fyrir innri veggi fangelsisins. Fimm hundruð pör af augum horfðu á okkur þegar við gengum niður tröppurnar í átt að sviðinu. Við gerðum okkur tilbúin eins hljóð- lega og við gátum og dagskráin hófst. Það vakti ótta að horfa á alla þessa strá- ka á aldrinum 14-18 ára í fangelsi fyrir eitthvað slæmt sem þeir höfðu gert. Tónlistin byrjaði og við sögðum þessum strákum sem þekktu ekki kærleika frá Jesú. Andlitsdrættirnir voru harðir þeg- ar þeir horfðu á unglingana okkar leika söguna um týnda soninn og hvernig Guð endurnýjar hjörtu okkar. Meðan þeir sátu þarna í búningun- um sínum með krosslagðar hendur þá báðum við um að við mættum sýna þeim þann kærleika sem Jesús gefur. Eftir að dagskránni lauk buðum við öllum sem vildu ókeypis bók um Jesú. Það voru aðeins fáir sem þáðu það. Við töluðum við þá og vorum umkringd af enn fleirum sem vildu tala. Sumir spurðu okkur meira að segja hvort við vildum biðja með þeim. Ég var alveg undrandi. Þeir brostu. Þeir hlógu. Nokkrir strákar sögðu okkur að þeir færu vikulega á guðsþjónustu í fangelsinu og spurðu hvort við kæmum aftur. Með gleði í hjörtum okkar þá sögðumst við ætla að reyna það og veifuðum þessum nýju vinum okkar bless. Klikk, heyrðist í fyrstu dyrunum eftir að við fylltum salinn. Klikk. Hún lokaðist á eftir okkur. Klikk, heyrðist í næstu dyrum og við gengum út fyrir ytri veggi fangelsisins. Þegar við komum þangað spurðum við vörðinn hvort það væri möguleiki á að koma aft- ur. Hann var mjög undrandi en sagði, já. Klikk, heyrðist í síðustu dyrunum og við vorum fyrir utan fangelsið. Klikk. Það lokaðist á eftir okkur. Jesús sagði: „Á því munu allir þekk- ja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars." (Jóhannes 13.35) Þetta er sú tegund kærleika sem þú „sýnir“ í stað þess að „segja.“ Hvort sem það er innan fjölskyldu þinnar, kirkj- unnar eða meðal fólks sem þú þekkir ekki, þá elskar fjölskylda Guðs hvert annað. Spurningar til umræðu. 1 Hvaðan kemur kærleikurinn? Þú getur fundið svarið í 1 Jóhannes- arbréf 3.16. 2 Hvað hefur einhver gert fyrir þig nýlega án þess að vera sjálfselsk- ur? 3 Hvað hefur þú gert fyrir ein- hvem annan sem sýnir að þú ert ekki sjálfselskur? 4 Hugsaðu um eitthvað sem þú gætir gert til að sýna öðrum kær- leika. 5 Hugsaðu um sögu úr Biblíunni sem sýnir hvemig fólk elskar hvert annað. Leikir Til leiðbeinanda: 1. Mældu út femingsreit sem er 3x3 fet. Fáðu börnin til að athuga hversu margir komist inn t ferninginn. Þetta mun sýna þeim hversu troðið það var í lyftunni. 2 Fáðu bömin til að leika Biblíusöguna sem þau hugsuðu sér í spurningu 5. 26 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.