Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 4

Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 4
íslenski hópurinn (Tyler vantar á myndina) Rússlandsferð Hjálparstarf 10. bekkjar Suðurhlíðarskóla 10. bekkur I Suðurhlíðarskóla tók þátt I hjálparstarfi síðasta sumar. Þau fóru ásamt hóp Norðmanna og heimsóttu munaðarlaus börn í Rússlandi. Eftir mikinn undirbúning fórum við ásamt Eiríki Ingvarssyni (ADRA) og Önnu Maríu Kristinsdóttur, samtals níu manns saman til Svíþjóðar þar sem við hittum norska hópinn. Við vorum svo sam- ferða til Rússlands. Frá Sviþjóð fórum við með ferju sem tók um 18 klukkustundir til Eist- lands þar sem við skildum eftir gjafir í Aðventkirkjunni áður en við héldum áfram til Rússlands. ríkt af gæðum náttúrunnar. Eftir langan akstur komum við I gamlan og merkan bæ sem heitir Pskov þar sem við gistum hjá hinum ýmsu fjöl- skyldum yfir helgi. Þar sem rútan stöðvaðist hópaðist fólk í kringum okkur, bæði börn og fullorðnir þó svo að komið væri yfir mið- nætti. Eftir skamma stund skiptist hópurinn niður á flölskyldur og hélt svo heim á leið með þeim. Þessar góðu fjölskyldur voru ríkar af gestrisni og kærleika og gáfu vel af öllu sem þær áttu mikið eða lítið af. Á föstudeginum skoðuðum við borgina Pskov en á laugardaginn fórum við í kirkju með systkinum okkar í Rússlandi. Um kvöldið fengum við þann heiöur að kynna ísland í kirkjunni. Rússarnir voru mjög hrifnir af landinu okkar og báðu fyrir kveðju hingað til lands. Þarna var stór hópur af heyrnrlausu fólki sem bað sérstaklega fyrir kveðju frá sínum hóp. Norðmennirnir, sem voru með okkur, vitkuðust þetta kvöld um sögu íslands og um Leifur Eiriksson þann merka. Þeim var þó heldur brugðið er þeir gerðu sér grein fyrir að hann hafi verið íslenskur og veit ég ekki hvort sumir þeirra nokkurn tíman muni jafna sig á þvi. Á sunnudeginum var ferðinni heitið á munaðarleysingja heimilið i Idritsa. Nokkrir úr kirkjunni í Pskov komu með og þar með presturinn þeirra en einnig Rússland Það má segja að það hafi verið ákveðin lífreynsla fyrir krakkana að fara í gegnum landamærin til að komast inn í Rússlandi. Þar fór ekki á milli mála að nú værum við að koma inn í allt annað umhverfi. Enginn mátti segja orð og allir þurftu að gera eins og þeim var sagt eða við gátum átt á hættu að bíða jafn- vel í sólarhring í rútunni eins og áður hafði komið fyrir hjá Norðmönnunum. Loks eftir að búið var að fara yfir pappíra og skanna allt og alla komumst við leiðar okkar. Ferðinni var haldið áfram fram hjá fallegu og grónu landi sem virtist vera P llinPPPT Vw. ■ . i f fi < JÉ fHf 'LMMáJisM Jt&Ék* jr ’ I \ '*V '«Síf J I AÐVENTFRÉTTIR • Desember 2007

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.