Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 11

Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 11
þess að ég var svo viss um að Guð væri við stjórnvölinn. Höfnunarbréfið kom þannig algjörlega flatt upp á mig. í nokkra daga gekk ég um eins og dauðyfli. Ég vissi að Guð hafði verið að verki. Ég var viss um að Guð hafði verið að vinna í lífi mínu til að undirbúa þessa bók. Ég hafði fengið mörg jákvæð við- brögð við handritinu mínu. Jafnvel Satan hafði sýnt hvað hann ætlaði sér. En öllu var svo sannarlega lokið. Eftir að hafa eytt mörgum stundum í bæn, fór ég að velta því fyrir mér hvort að Guð hefði kannski eitthvað annað í hyggju fyrir þetta efni. Við höfðum nýlega verið að tala um hvíldar- dagsskólalexíuna á fundi hjá deildinni og ég fór að velta því fyrir mér hvort hægt væri að draga út guðfræðilegu innvið bókarinnar og nota sem lexíu. Eg skrifaði tillögu og sendi hana til Heims- kirkjunnar. Ég fékk jákvætt svar og var beðinn um að skrifa fyrstu lexíuna. Og þá næstu lexíu og svo koll af kolli. Venjulega er fólk beðið um að skrifa lexíuna en ég bauðst sjálfur til þess. Að lokum voru 13 lexíur tilbúnar. Þær fóru til umljöllunuar í öllum nefndunum og það var ákveðið að ég yrði höfundur lexíanna 4. ársfjórðung 2007 og efnið yrði Eldskírn (The Refiner’s Fire). Og bókin? Nokkrum vikum eftir að Heims- kirkjan hafði samþykkt lexíuna, fékk ég tölvupóst frá sama einstaklingi og hafði sent mér höfnunarbréfið. Vildi ég vera svo vænn að skrifa bók um efni lexíunnar? Ég gat ekki annað en brosað. Guð vissi nákvæmilega hvað hann var að gera. Þegar að ég lít aftur, þá myndi ég ekki breyta neinu. Frá mínu persónulegu sjónarmiði gat ég nú skrifað betra handrit en það fyrsta hafði verið. Tíminn hafði liðið, og þar með hafði tækifæri gefist fyrir persónulegan andlegan vöxt, sem hjálpaði vonandi til að gera bókina betri. Ég var að upp- götva að Guð hefur drauma varðandi líf okkar en það er best að upplifa þá sam- kvæmt hans eigin tímasetningu. Ég held í raun að bókin hafi byrjað fyrir mörgum árum í huga Guðs. Þegar ég var að vinna að lagfæringu á fyrsta handritinu, mundi ég allt í einu eftir bæn sem ég hafði beðið 10 árum áður. Ég var að vinna í Albaníu rétt eftir að kommúnisminn féll. Ég hlustaði klukkustund eftir klukkustund á frá- sagnir fólks af þjáningu þeirra og hræðslu þegar að þau lifðu undir ein- hverjum grimmúðlegustu harðstjórn í Evrópu, einsráðisherra sem jafnvel Stalín er sagður hafa hvatt til að fara betur með fólk sitt. Eftir eina heimsókn þar sem spurningin „hvers vegna” var spurð tárvotum augum, fór ég út vonsvikinn. Þegar að ég gekk út um dyrnar, bað ég hljóðleg þessa stuttu bæn „Ó Guð minn, einhvern tímann vildi ég geta skrifað bók sem hjálpar fólki til að skilja allt þetta". Ég gleymdi samstundis bæn minni. En það lítur úr fyrir að Guð hafi ekki gert það. Eins og ég sagði þá ætlaði ég mér aldrei að skrifa svona lexíu eða bók. Að vissu leiti er ekki hægt að rann- saka þjáningu hvort sem er. Lífinu á að lifa og það er mjög erfitt að deila með öðrum á merkingarbæran hátt því sem þú hefur aldrei upplifað. Annars verður tilhneigingin sú að láta sannleikann hljóma þreytandi, leiðinlegan, eða jafn- vel ósennilegan. Skrif mín eru tilkomin vegna þessa ferðalags. Næstum hvert vers og tilvitnun sem notað er hef ég uppgötvað að því er virðist af slysni í gegnum lífsleiðina. Þegar ég skrifaði bókina reyndi ég meðvitað að vera eins opinn og heiðarlegur eins og ég mögulega gat. Sem kristnir einstaklingar, sérstaklega sem kristnir leiðtogar, getum við af yfir- sjón gefið þá mynd að við höfum ein- hvern veginn náð fullkomnum tökum á kristindómnum eða séum komin á áfangastað. En við erum öll á ferðalagi, og þetta ferðalag gengur best ef við vinnum saman. Þetta snýst ekki um að sigra, eða komast fyrst á leiðarenda, heldur um það að sjá til þess að við munum á endanum öll komast yfir marklínuna. Þetta er sú lexia sem ég hafði þá nýlega lært á áhrifamikinn hátt er ég hóf nám til meistaragráðu í stjórnun við Andrews háskólann. Ég man eftir því að vinur minn deildi með mér vandamáli og ég svaraði með því að deila því hvernig ég átti í erfiðleikum á sama sviði. Hann varð svo hissa að hann missti strax út úr sér: „Ha! Ert þú ekki prestur? Ég hélt að þú væri með þetta allt á hreinu! “ Það er létt að sitja og rökræða djúpstæða guðfræði og finna alls konar góð svör, en það er allt annað að nota það sem við höfum lært. Stundum tekst okkur það, en oft mistekst okkur og við verðum að byrja upp á nýtt. Eins og vinur minn, get ég horft á kristna leiðtoga og aðra í kirkjunni úr flarlægð og fundist þeir, vegna þess að þeir líta út fyrir að vera svo nálægir Guði, hljóti að vera lausir við þau vandmál sem ég glími við. Freistningin er sú að álykta að ég eigi einn í erfiðleikum. En það er ekki rétt. Við eigum öll erfitt með eitthvað, vegna þess að við öll erum á göngu -sumir eiga bara auðveldara með að fela sárs- auka en aðrir. Kannski ef við væru eilítið heiðarlegri varðandi þann sársauka sem við upplifum og erfiðleikann sem við höfum við að hagnýta kenningar Guðs í lífum okkar, yrðum við öll sterkari fyrir vikið. Það sem ég skrifaði á ekki að vera það síðasta sem sagt verður um tilgang þjáningar. Að sjálfsögðu ekki, vegna þess að það eru margir frábærir kristnir einstaklingar sem skrifað hafa enn betur og af dýpri innsýn en ég hef. Ég vildi samt sem áður, eins og ég sagði í byrjun, reyna að deila því inn- sæi og þeim lærdómi sem Guð hefur kennt mér. Þessi lærdómur hefur hjálpað mér mikið til að finna leið til að skilja lífið og erfiðleikana sem ég mæti. Á leið minni hef ég fengið mikla upp- örvun. Það sem skiptir mig mestu máli núna er að veita öðrum þá hvatningu sem ég hef fengið. Þannig að mér líður mjög líkt og Páll er hann skrifaði „Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, faðir miskunnsemdanna og Guð allrar huggunar, sem huggar oss í sérhverri þrenging vorri, svo að vér getum hugg- að alla aðra í þrengingum þeirra með þeirri huggun, sem vér höfum sjálfir af Guði hlotið “ (2Kor 1:3-4). Það er von mín að við mættum öll verða „forðabúr" huggunar Guðs. Svo að þegar að þeir sem í kringum okkur eru hrasa eða íhuga að gefast upp, þá er skammt í hug- hreystinguna, Gavin Anthony Reykjavík, 2007 AÐVENTFRÉTTIR • Desember 2007

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.