Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 2

Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 2
A aðventunni Viö búum í samfélagi sem heillast meir og meir af hinum efnislega heimi en firrist í æ ríkari mæli hinn andlega veruleika. En nú nálgast jólin sem minna okkur á innrás guðlegar afla í okkar heim. Guð varð maður og bjó með okkur. Hve margir í okkar samfélagi trúa þessu enn? Hve raunverulegan megnum við að gera þennan viðburð I tilveru okkar [ dag? Jóhannes, postulinn sem skrifaði Opin- berunarbókina, var í helgreipum efans á eynni Patmos. Hann, sem var yngstur postulanna var nú háaldraður og hinn eini eftirlifandi úr þeirra hópi. Og enn var Jesús ekki kominn aftur eins og þeir höfðu vonast til. Allir höfðu postularnir farist voveiflega, fallið fyrir hendi morðingja. Grimmilegar ofsóknir höfðu lagst á söfnuðina af ofurþunga og honum, Jóhannesi, var fyrirmunað að uppörva þá vegna fangavistarinnar. Hvernig vegnaði söfnuðunum nú? Höfðu þeir nú algerlega látið bugast? Var þetta þá eintóm blekking og hugarburður þessi boðskapur um hinn upprisna Krist? Hafði Guð algerlega yfirgefið kirkjuna? Þá, í sýn, opinberast Jóhannesi það sem var honum hulið, það sem hann hafði gleymt, það sem hafði orðið honum óraunverulegt. Hin mikla sýn sem skráð er I Opinberunarbókinni sannfærði hann um að hinn lifandi Kristur væri honum nálægur og Jóhannes sá að samband Krists við kirkjuna var náið og sterkt. Víst mundi vorið koma og veita líf og nýjan kraft. Og um síðir í mætti og mikilli dýrð myndi Jesús I dýrlegri endurkomu sinni: „Náð sé með yður og friður frá honum, sem er og var og kemur og frá öndunum sjö, sem eru frammi fyrir hásæti hans og frá Jesú Kristi, sem er votturinn trúi, frumburður dauðra, höfðinginn yfir konungum jarðarinnar. Hann elskar oss og leysti oss frá syndum vorum með blóði sínu. Og hann gjörði oss að konungsríki og prestum, Guði sínum og föður til handa. Hans er dýrðin og mátturinn um aldir alda. Amen. Sjá, hann kemur í skýjunum og hvert auga mun sjá hann" (Opb 1.4-6). Sannarlega hafði Jesús sigrað dauðann og hann lifir enn og ríkir yfir öllum verald- legum öflum, jafnvel þeim sem leitast við að kúga kirkju hans á jörðinni! Leiðin til Jesú Kristi er opin og greið vegna þess að hann elskar okkur stöðugt og ávallt. Sama hvað á dynur þá er ást hans óum- breytanleg og syndirnar hefur hann nú þegar afmáð. Þetta var boðskapur til Jóhannesar og til safnaöanna á tímum mikillar kreppu. En þetta er líka tileinkað okkur í dag. Sérhver synd hefur verið friðþægt fyrir fyrir 2000 árum! Ég get vaknað á morgnana við þá sannfæringu að Jesús hefur leyst mig undan byrði syndarinnar. Og þörf mín fyrir þá fullvissu er mikil! Þannig er þessu varið með okkur öll. Ef við skiljum ekki fagnaðarerindið á þann hátt þá er það okkur gagnslaust, þá höfum við misskilið það! Á þessum árstíma verðum við á sér- stakan hátt minnt á það hve nálægur Jesú er okkur. Að hann kom til jarðarinnar og varð einn af okkur, hann tekur þátt í tilveru okkar og lætur sér annt um örlög okkar. Á tíma aðventunnar og jólanna upplifum við sérstaka nálægð hans í kirkjunni og minnumst líka loforðs hans um að koma aftur til að taka okkur með sér inn í dýrðarríkið sem hann hefur undirbúið börnum sínum. Hve raunveru- lega megnum við að gera þessa staðreynd í tilveru okkar í dag? Mætti Drottinn stöðuglega sannfæra okkur á ný um þetta dásamlega verk sitt. Lofum hann og þökkum fyrir það að hann hefur leyst okkur með blóði sínu. „Áður en heimurinn var grundvallaður hefur hann útvalið oss í Kristi, til þess að vér værum heilagir og lýtalausir fyrir honum. í kærleika sínum ákvað hann fyrirfram að veita oss sonarrétt í Jesú Kristi. Sá var vilji hans og velþóknun" (Ef 1.4,5). Eric Guðmundsson Aðventfréttir 70. ÁRG. - 10. TBL. 2007 Ú TGEFANDI KlRKJA SJOUNDA DAGS AÐVENTISTA á ÍSLANDI S u ð u r h I i d 3 6 10 5 R e y kj a v i k Simi: 588-7800 Fax: 5 88-7 808 sda@adventistar.is Ritstjóri & Ábvrgðarmaður: E ri c Guðmundsson Forsíðumynd: Sérstakar þakkir til: • Jóns Karlssonar fyrir að prófarkalesur greina I B L AÐIN U. • ÁRMANNS JÓHANNSSONAR, GUÐMUNDAR BRYNJARS- SONAR O G JÓHANNS HREGGVIÐSSONAr FYRIR MYNDIR i B LAÐIÐ . AÐVENTFRÉTTIR • Desember 2007

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.