Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 10
Eldskírn
Gavin Anthony
Ástæðan fyrir því að ég skrifaði
bókina The Refiner’s Fire og hvíldar-
dagsskólalexíuna
Það með hvaða hætti ég varð viðloða
Biblíulexiu (þessa ársfjórðung) og
skrifaði samnefnda bók, The Refiner’s
Fire (eldur málmbræðslumannsins), er
eins mikilvægt fyrir mig eins og efnið
sjálft. i hvert skipti sem ég leiði hugann
að því verð ég snortinn vegna kærleiks-
ríkrar handleiðslu Guðs.
Hluti sögunnar er skráður í
formála bókarinnar, svo ég ætla mér
hér að víkka út sjónarhornið og tala
einnig um hvíldardagsskólalexíuna.
í sannleika sagt varð bókin til
fyrir slysni. Ég hafði ekki hugsað mér
að skoða hlutverk sársauka á lífi okkar,
en þegar ég fór sjálfur í gegnum
nokkrar af þolraunum lífsins (life’s
crucibles), hóf ég að punkta niður hjá
mér.
Bókin byrjaði sem röð, að því er
virtist, ótengdra bæna. Ég hafði farið í
gegnum langt og stressandi tímabil þar
sem ég skipti um vinnu og flutti í nýtt
land. Þetta varð til þess að bænalíf mitt
beið hnekki þar sem ég saxaði
ómeðvitað á samverutíma minn með
Guði vegna anna. Að lokum kom að
því að þrá til að taka upp eitthvað af
fyrri löngun eftir bæn byrjaði að gera
vart við sig innra með mér.
Til þess að bæta við á þá
löngun, keypti ég þók um bæn eftir
Evelyn Cristensen. Metsölubók hennar
What Happens When Women Pray
(Hvað gerist þegar konur biðja) kenndi
mér að biðja þegar ég var 15 ára
gamall. Þegar ég hóf að lesa kafla, sem
fjallaði um að dýrð Guðs sé æðst, fór ég
að finna fyrir vaxandi hungri til að
endurnýja það i mínum eigin reynslu-
heimi. Ég skrifaði síðar í bænadagbók
mína að ég vildi sannarlega þjóna Guði
með öllu því sem ég væri og hvernig að
ég sá skýrar en áður að lunginn í því að
gefa Guði dýrð er fórn. „Algjör hollusta”
lofaði ég Guði nokkuð barnalega „sama
hvað það kostar”.
Fjórum dögum seinna fékk ég
beiðni i tölvupósti um að vera með fyrir-
lestur á evrópska prestamótinu 2001.
Efni var: „Bænin í lífi prests, hvernig á
að komast af andlega”. Það var þá sem
ég bað aðra ennþá barnslegri bæn. Ég
bað þess að Guð myndi á næstu 10
mánuðum kenna mér það sem hann
vildi að ég segði þessum prestum. Ég
skrifaði að endingu þessi orð, „Vertu
dýrðlegur í llfi mínu, sama hvað það
mun kosta".
Ég bað i fullri einlægni en fann
viðvörunarljósin kvíkna. Ef að ég átti að
kenna öðrum að komast af, myndi það
ef til vill þýða að ég myndi sjálfur fá að
finna hvernig það var að komast rétt af?
Ótti minn varð að veruleika.
Aðeins nokkum dögum seinna fór að
halla á ógæfuhliðina. Þetta var svo
sannarlega ekki mín hugmynd af því að
lofa Guð. Samt sem áður, þar sem
mánuðir liðu áfram, var það svo að er
ég gllmdi dagleg við málefni sem mér
fannst mjög erfitt að meðhöndla, þurfti
ég ekki annað en að taka upp Biblíuna
eða aðra bók um andleg efni og þar
voru nákvæmlega svörin við
spurningum mínum. Þetta gerðist svo
reglulega að ég vissi að Guð var við
stjórnvölinn. Að nokkrum tíma liðnum
áttaði ég mig á því að Guð var að
kenna mér með nákvæmlega það sem
ég átti að kenna öðrum á þessum fyrir-
lestri.
Dagurinn sem fyrirlesturinn átti
að fara fram rann upp og mér fannst ég
meira en tilbúinn. Ég var spenntur fyrir
því að deila því sem Guð hefði verið að
opna fyrir mér. Þegar að ég koma inn I
fyrirlestrasalinn var eins og eitthvað
væri ekki alveg rétt. Þótt að það væru
um 1000 manns á þessari ráðstefnu,
voru þátttakendur hjá mér mjög fáir.
Aðeins átta mættu á fyrirlesturinn.
Ég var undrandi og ráðvilltur. Ég
vissi að Guð hafði verið að stjórna at-
burðum I lífi mínum á mjög sérstakan
hátt, en var það allt fyrir aðeins 8 ein-
staklinga? Eða réttara sagt, hugsanir
minar hafa örugglega verið á þennan
hátt: „Guð, þurfti ég að fara í gegnum
allan þennan sársauka og stress bara
til að kenna átta hræðum?"
Ég er ekki viss um að þetta hafi
verið göfug viðbrögð en svona leið mér.
Eftir nokkra daga, fór ég að velta
því fyrir mér hvort að ég hefði nægt efni
I bók. Guð hafði klárlega leitt mig og ég
var svo þakklátur fyrir það sem hann
hafði kennt mér. Eg byrjaði loks að
skrifa og sendi nokkra kafla til sýnis til
bókaforlagsins Review. Ég fékk jákvæð
viðbrögð og hélt áfram að skrifa.
Ég man það glöggt þegar ég
lauk við handritið. Það var magnþrungið
andartak þegar að ég áttaði mig á því
að ég var loksins búin. En þegar að ég
hóf að leita að netfangi ritstjórans til að
senda skjalið gerðist ógnvekjandi
hlutur. Allt I einu risu öll hárin á líkama
mínu um leið og illska fyllti herbergið.
Þetta er mjög erfitt að útskýra, hugur
minn var allt I einu þokukenndur og það
var eins og verið væri að soga úr mér
alla orku.
Af fyrri reynsli, vissi ég hvað var
að gerast. Allt sem ég gat gert var að
loka tölvunni og leita af síma til að biðja
einhvern að biðja fyrir mér. Þegar að ég
stóð upp gáfu hnén sig vegna þess að
ég var orðinn svo veikburða.
Þótt ótrúlegt megi virðast, var ég
næstum glaður vegna þessarar reynslu.
Ef ég hafði verið að skrifa eitthvað sem
var mikilvægt I augum Satans var það
auðsýnilega mikilvægt fyrir Guð. Næsta
dag sendi ég handritið I tölvupósti, viss
um handleiðslu Guðs I lífi mínu.
Og svo með beið ég með öndina
I hálsinum.
Ég hafði I raun ekki áhyggjur af
ummælum nefndar um handritið vegna
AÐVENTFRÉTTIR • Desember 2007