Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 15

Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 15
469. “Það er mikil þörf fyrir hin mildu og afgerandi áhrif kristinna kvenna í því mikla starfi að prédika sannleikann.” Evangelism. bls. 472. Þessar yfirlýsingar Guðs eru mjög mikilvægar fyrir okkur öll. Guð ÞARF á okkur öllum að halda! í talnaskýrslum Alheimssamtaka Sjöunda dags aðventista frá því í desember árið 2006 segir, að 75 % allra meðlima safnaðarins í heiminum séu konur. Vissir þú þetta? Þegar 75% af vinnufæru fólki er ekki nýtt til starfa, hlýtur eitthvað mjög alvarlegt að vera að hjá viðkomandi stjórnsýslu. Ég trúi því að þegar konum er gefið tækifæri til starfa, muni þær stíga fram fyrir skjöldu og hjálpa til við að Ijúka verkinu. Eitt af því sem kvennastarfið gerir er að hjálpa konum að uppgötva hæfileika sína og möguleika til starfa. Þegar þær hafa náð þessu marki, eru allar dyr opnar fyrir þeim og þær koma fram fullar af áhuga og vilja. í gegnum árin hefi ég séð það gerast aftur og aftur. Hér í Sydney skipulegg ég og stjórna leiðtoganámskeiðum fyrir konur á öllum aldri. f febrúar á þessu ári komu saman 55 konur á helgarnámskeiði þar sem þeim var kennt að stofna "litla hópa” söfnuðunum til að vinna að útbreiðslu- starfi. Á hverju ári skipuleggjum við kvenna- mót og í ár voru 450 konur hjá okkur yfir helgina. Dr. Lourdes Morales- Guðmundsson, kona Reynis Guðmundssonar, var ræðukona mótsins. Kvennamótin eru uppáhalds viðburðir hjá konunum og eru alltaf vel sótt. Á hverju ári bætast fleiri í hópinn. í ár var þetta stærsti hópur sem hefur nokkurn tíma komið á kvennamót hér í Sydney. Kvennamót eru sérstaklega hentugur vettvangur til þess að bjóða vinkonum okkar að koma í kirkju, hvort sem þær eru kirkjuræknar eða ekki Ég veit ekki hvort íslenskar konur hafi haft tækifæri til þess að sækja kvennamót, en ef ekki, þá ráðlegg ég ykkur að skipuleggja slíka helgi fyrir þær. Hllðardalsskóli yrði al- veg fyrirtaks staður fyrir slíkt mót. í fyrrahaust byrjuðum við á því að senda kvennablaðið “Women of Spirit” til 125 kvenna sem höfðu af einhverjum ástæðum hætt að koma í kirkju. Ég get sagt ykkur það, að nú eftir aðeins eitt ár sjáum við mjög jákvæðan árangur af þessari viðleitni. Konur sem hafa ekki stigið fæti í kirkjur okkar í 30 ár eru að koma aftur! Er það ekki dásamlegt? Við munum halda áfram að gefa þeim blaðið í eitt ár í viðbót og vonum að fleiri bætist í hópinn. svo líka fyrir ungar www.ucanshine.com.au konur: 15 september s.l. höfðum við sérstakan dag fyrir ungu konurnar okkar, frá 16 ára aldri og upp til 30 ára. Þetta var í annað sinn sem við höfðum slíkan dag bara fyrir ungar konur. Það var alveg dásamlegt að sjá þær koma og taka þátt í öllu. Þær hjálpuðu til við sönginn, og dagskrána yfirleitt, og líka við að predika. Og svo vilja þær nú halda námskeið fyrir aðrar konur á þeirra aldri. Guð er góður og miskunnsamur. Þegar við konurnar erum fúsar til að nota þær gáfur sem Guð hefur gefið okkur, mun hann hjálpa okkur og blessa starfið og viðleitni okkar á allan hátt, á hvaða sviði sem það kann að vera. Kærar kveðjur, Erna Rós (Guðsteinsdóttir) Jo- hnson Við erum líka með tvö Internetinu fyrir allar www.qscadventist.ora.au/ women og netföng konur: x'CÍW&'7- Frábærar bækur á góðu verði DVD: Dwight Nelson á íslandi 2007 2.500kr. íslenskar bækur m.a.: Þrá aldanna Deilan mikla Vegurinn til Krists Drottinn kemur Baráttan um borð Tekist á við sorg Ráðleggingar varðandi ráðsmennsku Fjársjóður anda spádómsins Eigum mikið safn bóka Ellenar G. White: Advent Home 1650/850 kr. Ministry of Healing 750 kr. Christ's Object Lessons 1650/550 kr. Counsels on Education 990 kr. Evangelism 1500 kr. True Education 1490 kr. Education 790 kr. Mount of Blessing 1100 kr. Sígilt fyrir börnin: ^ Trúfastir vinir Rökkursögur fp Hvers vegna? m Bænir og vers . Regnboga- börnin 2 • Besti vinur barnanna Litabækur Geisladiskar... Morgunvökubækurnar: To be like Jesus Sons and Daughters of God 1.650 kr. 1.650 kr. Gott í pakkann: Orð Guðs til þín úr Biblíunni (margir litir) 1.890 kr. Mannakorn 600 kr. Sniðugt með jólakortinu eða í jólapakkann: • Eigum mikið úrval smábæklinga á ensku • Bjóðum upp á smábækur á islensku • Bílabænin Nvtt (kr.250 pakkinni Vegleg bókamerki (á ensku) til sölu í 2 pökkum (4 í pakka) sem hafa að geyma vers úr Biblíunni varðandi ýmis efni, s.s. hvíldardaginn, ástand hinna látnu, endurkomuna, frelsunina, dóminn, helgidóminn, merki dýrsins, helgun. 1!IU!I!3 (6 Jeuun!i()|3 (8 ei|S!j z Bo gnejq s (L upfLUSQiA Bo ilpfiJM (9 o>|S 60 Buuij'nf)|>|A)|S (S |||nB jn !duB)je)|s jeuo)| S||v (v ||!LiA)|6eJa (£ ejjietj |)|aj je 60 jeums jepjefLi ujnpjnquinjj je ujoj (z Jeuuueeje! ipraAe je ujoj (j :nu|Luoije)|>|ej>| jn u]n6uiujnds qia joas AÐVENTFRÉTTIR • Desember 2007

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.