Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 14

Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 14
Kveðja frá Sydney í Astralíu Erna Rós Johnson Ég er íslensk kona sem hef verið búsett erlendis í tæp 40 ár. Ég kem heim til íslands einstöku sinnum, þó ekki eins oft og þegar pabbi og mamma voru á lífi. Að koma heim vekur alltaf upp margar minningar og þann tíma nota ég til að hitta fjölskyldu og vini. Ég sendi ykkur öllum góðar kveðjur frá Ástralíu. Ég var beðin um að skrifa um kvennastarf Aðventista hérna í Sydney fyrir Aðventfréttir. Ég hef verið deildar- stjóri kvennastarfs undanfarin 10 ár og þau 2 síðustu hérna í Sydney. Robert Folkenberg, fyrrverandi formaáur Aðal- deildarinnar í Washington, skrifaði eftirfarandi í formála sínum fyrir kaflann um kvennastarf safnaðarins: „i mörg ár hefur konum ekki verið gefinn kostur á því innan safnaðarins að efla hæfileika sína. Þegar við bregðumst jákvætt við hinni miklu áskorun Guðs að boða orð hans til hinna 900 milljóna Múha- meðstrúar manna og 350 - 400 milljóna Búddista og allra annarra jarðarbúa sem þurfa að heyra orð Guðs, verðum við að nota allar þær talentur og hæfileika sem allt fólkið i söfnuðinum býr yfir, því við erum öll salt jarðarinnar (Matteus 5:13). Þegar við nýtum ekki talentur hvers og eins í söfnuðinum, munum við þurfa að svara fyrir það frammi fyrir Guði. “ Ég trúi því að Guð gefi öllum talentur til að starfa á akri hans. (Matteus 28:19, 20 ; 1 Pétursbréf 2:9) Af einhverjum ástæðum halda sumir að það séu aðeins prestarnir sem eigi að vinna fyrir Guð og að okkur hinum beri einungis að skila tíundinni. Það sé því engin þörf á því að við gerum annað. En ég hefi komist að þvi að þetta er alls ekki rétt! Guð sýndi mér að ég hafði oft setið að- gerðarlaus á kirkjubekkjunum í mörg ár, ef til vill leikið á píanóið og stjórnað kórnum, eða kennt í barnadeildunum. En það hafði alls ekki hvarflað að mér að Guð hefði gefið mér sérstaka hæfi- leika til annarra starfa líka! Kvennastarfið sýndi mér fram á að Guð gaf mér talentur sem ég hafði vanrækt, ef til vill af feimni, og jafnvel alls ekki notað til góðs fyrir söfnuðinn. Gerir þú þér grein fyrir því hvaða talentur Guð hefur gefið þér? Þetta er spurning sem við öll þurfum að spyrja okkur sjálf. Eftir að hafa tekið þátt í námskeiði sem hjálpar fólki til þess að upp- götva hvaða hæfileika og talentur það eru sem það býr yfir, fann ég að mínar þrjár helstu talentur fólust í skipulagningu, gestrisni, og svo þvi að sýna fólki samhyggð. Þegar ég komst að raun um það, að Guð hafði gefið mér slíka hæfileika og að mér bæri að nota þá öðrum til blessunar, fékk ég algjört áfall! Fyrir þessa uppgötvun hafði ég haldið að þetta væru einfaldlega hlutir sem ég gerði af sjálfri mér, og ósjálfrátt, en ekki að Guð hefði gefið mér þessar gáfur. Það tók mig nokkur ár að melta þetta með mér áður en ég sá að ég yrði að gera eitthvað meira með þessa hæfi- leika mína. Þegar við Eddy vorum í Nýju Kaledóníu þar sem hann var formaður starfsins, bað hann mig um að byrja kvennastarf. Ég varð afskaplega skelkuð! Ég að gerast deildarstjóri kvennastarfsins á meðal allra safnaðanna! Hjálpi mér hamingjan! Ég hafði aldrei haldið ræðu. Ég hafði, jú, sungið í kirkjunni og gert ýmislegt annað til að aðstoða í dagskrá samko- munnar hverju sinni, en ALDREI pre- dikað né stjórnað svo víðtæku starfi. Ég dró þvi lappirnar eins lengi og ég gat, en Guð lét mig ekki í friði. Árið 1997 byrjaði ég að skipuleggja kvennastarfið í Nýju Kaledóníu og hef ekki litið til baka síðan! í dag er ég deildarstjóri kvenna- deildarinnar í stórborginni Sydney í Ástralíu sem er sérstakt starfssvæði út af fyrir sig með yfir 60 söfnuðum. Starf kvennadeildarinnar felst meðal annars í þvi að sýna konunum í hinum ýmsu söfnuðum, að Guð þarf á þeim að halda! Ellen White skrifaði oft um það að Guð vilji og þurfi að nota bæði karla og konur á starfsakri sínum. "Þegar vinna þarf mikið og háleitt starf, kallar Guð bæði karla og konur til starfa. Þegar talentur beggja eru ekki notaðar, fara allir mikils á mis" Evangelism, bls. | AÐVENTFRÉTTIR ♦ Desember 2007

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.