Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 17
Minning
Ester Bjarnadóttir
F. 15. desember 1945
D. 1. október 2007
Ester Jóhanna Bjarnadóttir lést á heimili
sinu í faðmi fjölskyldu sinnar þ. 1. októ-
ber s.l. en hún fæddist 15. desember
1945 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru
Bjarni Guðmundsson bílstjóri og
Magnea Guðný Guðmundsdóttir
húsmóðir. Tvö eldri systkinin Esterar
eru Elvar og Jóna og tvö yngri Sigurgeir
og Bjarni Már.
Ester var skemmtilegt barn, einstaklega
dugleg, sterk og lifsgleði einkenndi
hana alla ævi. Við sem þekktum hana
sjáum fyrir okkur bros hennar og
heyrum hláturinn sem var henni svo
eðlislægur. Skólagöngu sína hóf Ester í
Barnaskóla aðventista i Ingólfsstræti 19
eins og systkini hennar öll og eftir
fullnaðarpróf tók Hlíðardalsskóli í Ölfusi
við þar til gagnfræðaprófi var náð.
Árið 1960 sameinaðist Ester kirkju
aðventista líkt og móðir hennar,
móðuramma og móðurafi og fylgdi hún
söfnuðinum af trúmennsku upp frá því.
Haustið 1963 hóf Ester að vinna á
Fæðingarheimili Reykjavíkur en eftir eitt
skólaár í Newbold-skólanum í Englandi
hóf Ester nám í Ljósmæðraskóla
íslands og úrskrifaðist þaðan 1969.
Á þessum árum kynntist hún Hjálmari
Markússyni og giftust þau 1969. Börn
þeirra eru Magnea Guðný, Jóna Björk
og HildurÝr.
Ester var einstök móðir og það voru
ætíð mörg börn á heimilinu því Ester
passaði oft börn fyrir ættingja auk þess
að vera dagmóðir til margra ára. Þannig
var systursonur Esterar, Georg, sonur
Jónu, mikið á heimilinu og einnig var
Ester afar annt um Hjálmar Þór, fyrsta
barnabarnið, son Magneu, sem hún
nánast leit á sem 4. barnið sitt. Mikil
samheldni hefur einkennt flölskyldulífið
á heimili þeirra Esterar og Hjalla og
Ester fylgdist náið með öllu sínu fólki.
Ester átti við mikil veikindi að stríða en
vann úr erfiðleikum sínum af einstakri
hugarró og trúarvissu en svo kom að
skæður krabbi gerði vart við sig hjá
Ester sem að lokum varð henni að
aldurtila langt um aldur fram.
Söfnuðurinn átti hug Esterar allan alla
tíð og tók hún virkan þátt i starfi hans í
fjölmörg á meðan heilsan leyfði. Aldrei
var sætið hennar autt. Hún var ákveðin,
hún Ester, og hafði fastar skoðanir á
málefnum, einstaklega heilsteypt var
hún, réttsýn og traust persóna sem
mátti ekkert aumt sjá. Nú er hún sofnuð
eftir að hafa barist trúarinnar góðu
baráttu og líf hennar er falið frel-
saranum og nú bíður hún upprisunnar
þegar ástkær frelsari hennar kallar
hana fram úr gröfinni, svo og alla sem
vænta komu hans, inn til dýrðar sinnar
og segir: „Gakk inn til fagnaðar herra
þíns.“ Um þetta ritar postulinn: „Sjá,
tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og
hann mun búa hjá þeim, og þeir munu
vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera
hjá þeim, Guð þeirra." Þar verða
fagnaðarfundir.
Útför Esterar fór fram frá
Aðventkirkjunni í Reykjavík 10. október
s.l. að viðstöddu fjölmenni. Undirritaður
jarðsetti.
Blessuð sé minning hinnar látnu.
Eric Guðmundsson
Frækornið
c/„ ár <i//rn/
Tilboð sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara
Grenna Singers er sönghópur aðventfólks frá Svíþjóð. Um er að
ræða rólega sálma og lofsöngva I hágæða flutningi sem höfðar
til breiðs hlustendahóps. Hægt er að panta þennan fallega
geisladisk hjá Frækominu.
Kr. 1.995
■J/imrr^ (' Jb
'tyrr~,
AilV&’
'Ui*. kvWfilrt >»
I'.*»4»v j»lr l'K.I.I,..
./«», Í«>T Srk.
U. nil U.VStl
AÐVENTFRÉTTIR • Desember 2007