Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 9

Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 9
verið þýtt yfir á íslensku. Það mun síðan verða sett inn á vef þegar það er tilbúið. 6. Að útgáfustarfsemin verði endur- vakin með því að skipa þriggja- manna ritstjórnarnefnd Frækornsins sem standa mun að árlegri útgáfu smárita og stærri bóka og gefi einnig út lítið timarit ætlað fólki innan og utan kirkjunnar. Frækornið sjái síðan um dreifingu og sölu síns efnis. Ritstjóranefnd Frækornsins: Stjórn Kirkjunnar samþykkti að stofna ristjórnarnefnd Frækornsins sem muni standa að árlegri útgáfu smárita og stærri bóka ætlað fólki innan og utan kirkjunnar. Lögð verður áhersla á útgáfu smárita til að byrja með. Nefnd þessa skipa Eric Guðmundsson, Jón Hjörleifur Stefánsson og Halldór Magnússon. Nú þegar er nefndin komin langt á veg með útgáfu smárita eftir Jón Hjörleif Stefánsson. Discover Bibleschool: Eins og fram hefur komið í lið 5, þá hefur efnið „Discover Bibleschool" verið þýtt yfir á íslensku. María Ericsdóttir hefur verið beðin að setja efnið einnig upp á bæklingaformi svo hægt sé einnig að nota það sem smárit. Ættfeður og spámenn: Bókin Ættfeður og spámenn (Patriarchs & Prophets) eftir Ellen G. White hefur nú verið þýdd yfir á ís- lensku og er verið að lesa hana yfir. Hún mun fljótlega verða gefin út. Spámenn og konungar: Nú er hafin þýðing á bókinni Spá- menn og konungar (Prophets & Kings) eftir Ellen G. White. Áætlað er að þýðingunni verði lokið haustið 2008. 7. Að prestar og leikmenn standi fyrir árlegum opinberum fyrir- lestraröðum þar sem boðskapur englanna þriggja er fluttur innan en einnig utan svæða safnaðanna, með það að marki að höfða til mis- munandi aldurshópa. Opinberar fyrirlestraraðir: Stjórn Kirkjunnar hefur gert þá samþykkt að prestar og leikmenn standi fyrir árlegum opinberum fyrir- lestraröðum þar sem boðskapur englanna þriggja er fluttur innan en einnig utan svæða safnaöanna, með það að marki að höfða til mis- munandi aldurshópa. Beiðni um fyrirlestra skal koma frá safnaðar- stjórnum til prestanna, sem síðan fái leikmenn með sér. Það má samt einnig nefna að bæði Hafnarfjarðarsöfnuður og Reykja- víkursöfnuður hafa verið með áhuga- verða fyrirlestra á síðustu tveimur árum: Björgvin Snorrason hefur verið með nokkra opinbera fyrirlestra í Loftsal- num á vegum Hafnarfjarðarsafnaðar. Borge Schantz var með fyrirlestraröð á vegum Reykjavíkursafnaðar í Suðurhlíðarstofu og talaði um Islam og kristna trú. Guðmundur Ólafsson var með fyrir- lestraröð á vegum Reykjavíkur- safnaðar í Suðurhlíðarstofu þar sem hann talaði um ísrael og kirkjuna. 8. Að bænalifið verði sýnilegra og skipulegra innan safnaðanna, hvort sem það er í formi bænahópa eða bænakvölda o. þ. h. Áhersla á mikilvægi bænarinnar: Þetta er liður sem hver söfnuður fyrir sig þarf að leggja áherslu á. Stjórn Kirkjunnar samþykkti þó að lögð yrði áhersla á mikilvægi bænarinnar í ræðum í kirkjum og í greinum Aðventfrétta. Að bænalíf safnaðanna yrði sjáanlegra m.a. með því að hafa síðu i Aðventfréttum sem leggur áherslu á það er viðkemur bæninni og bænalífi í söfnuðunum. Global Rain: í júní-júlí bauðst safnaðarmeðlimum og söfnuðum að taka þátt í heimsá- taki á vegum Calefornia Conference sem var kallað “Global Rain 07.07.07”, þar sem kirkjur um allan heim sameinuðust í bæn um út- hellingu Heilags anda. Þar sem þetta var yfir sumartímann var ekki áberandi þátttaka en þó tóku ein- hverjir þátt. 9. Að stofnað verði ungmennafélag í hverjum söfnuði þar sem þvi verður við komið og að formenn ungmenna- félaganna vinni saman. Markmið æskulýðsstarfsins verði fjórþætt: Næring, samfélag, tilbeiósla og þjónusta. Stjórn Kirkjunnar samþykkti að stofnað verði ungmennafélag í hverjum söfnuði þar sem því verður við komið og að formenn ungmenna- félaganna vinni saman með Gavin sem tengilið þeirra. Markmið æskulýðsstarfsins verði flórþætt: Næring, samfélag, tilbeiðsla og þjónusta. Enn sem komið er eru ekki starfandi ungmennafélög í öllum söfnuðum. Það var stofnað ungmennafélag í Hafnarfjarðarsöfnuði og þar er verið að vinna öflugt starf, s.s. Daníels- bókarnámskeið sem haldið var fyrstu helgina í nóvember í Hlíðardals- skóla, en þar voru saman komin hátt i 30 ungmenni. í Reykjavíkursöfnuði eru Monette, Halldór og Elva Lind að sjá um unglingastarfsemi með því að vera með unglingakvöld á laugar- dögum. 10. Að hver söfnuður leggi alúð og rækt við barnastarfið. Rædd var tillaga nr. 10 frá tillögu- nefnd varðandi það að hver söfnuður leggi alúð og rækt við barnastarfið. Þetta er hlutur sem hver söfnuður fyrir sig þarf að vinna að, en það sem Kirkjan gæti gert er að styðja foreldrana með fræðslu og þjálfun í uppeldisfræði og andlegum mál- efnum heimilisins. Einnig kom fram i umræðum stjórnarinnar að það sem Kirkjan skipuleggði þyrfti að vera barnavænt. í tengslum við þetta hefur Gavin ásamt góðum hópi sjálfboðaliða sett af stað námskeiðið Eins og Jesús - til að hjálpa börnum, táningum og fullorðnum að endurspegla Jesú Krist í öllu sinu lífi. AÐVENTFRÉTTIR • Desember 2007 |

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.