Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 13

Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 13
gerði sér grein fyrir því að eftirlifendurnir myndu ganga í gegnum gríðarlegan sársauka sorgar og missi, sem fyrir- tækið gæti ekki tekist á við, en það sem fyrirtækið gæti þó gert væri að taka á fjárhagslegu hliðinni. Til að létta á fjárhagslegri byrði eftirli- fendanna hugsaði hann með sér hvort að það væri kannski hægt að greiða laun þeirra starfsmanna sem létust út árið 2001. En hvað ef fjölskyldurnar fengu greidd laun í tvö ár? Eða þrjú ár? Að lokum kom uppástunga um það að þetta yrðu heil fimm ár. Dunne sagði að margir starfsmanna sögðu að enginn myndi gera nokkuð slíkt. „En hvaða máli skiptir það?“ svaraði Dunne. Nú eru fimm ár liðin og þeim tókst að uppfylla þetta loforð. Nýlega ákváðu þeir að lengja tlmabilið um þrjú ár til viðbótar. Þegar Dunne var spurður að því hvort það hefði verið erfið ákvörðun svaraði hann þessu: „Við ræddum þetta aðeins í 12 sekúndur. Við áttum fund saman með hluthöfunum og ég sagði að þetta væri það sem við vildum gera. Allir sögðu bara „frábærf og þar með var málið afgreitt". Hvað með okkur? Þú hugsar trúlega með þér hvers vegna ég sé að segja frá þessum þremur sögum. í fyrsta lagi, þá er mismunurinn á fyrstu sögunni og sögu númer tvö augljós -græðgi á móti gjafmildi. Allt of oft sjá bæði fullorðnir og börn jóla- hátíðina sem tími til að fá eða taka á móti, hvort sem það er jólabónusinn frá vinnunni eða fullt af leikföngum undir jólatrénu. í öðru lagi, þá erum við of gjörn á að viðurkenna og segja „vá“ um þá einstak- linga sem gefa stórar upphæðir einu sinni, í stað þess að gefa reglubundið allt árið um kring. Mættum við öll ákveða innra með okkur að vera meira eins og fjár- festingabankinn Sandler O’Neill varðandi gjafir okkar árið 2008. Mættum við vera eins og hinir kristnu Galatamenn á tímum Páls postula (1. Kor 16. 1-4) sem gáfu háttbundið og reglulega til safnaðar síns til að koma á móts við þarfir á hverjum tíma, ásamt því að gefa til verkefna og þarfa hjá heims- starfinu. Tekið úr The Stewpot, Vol. 12, issue 12. Krakkahornið Halló krakkar! Ég er viss um að þið hlakkið öll til að fá jólagjafir frá mömmu ykkar og pabba, frænkum og frændum, öfum og ömmum og öðrum fjöl- skyldumeðlimum. i Bibliunni er einnig sagt frá mörgu fólki sem fékk ýmsar gjafir. Athugið hvort að þið munið hvað það var sem þessar persónur fengu í gjöf eða gáfu. Þið getið síðan fundið sögurnar í Biblíunni og athugað hvort þið hafið munað rétt. 1. Hvaða gjöf gaf Kain til Drottins að fórn? (1M4.3) 2. Hvaða gjöf gaf aftur á móti Abel til Drottins að fórn? (1M4.4) 3. Jakob gaf Jósef syni sínum sérstaka gjöf til að klæðast. Veistu hvers konar klæði það var? (1M37.3) 4. Þegar ísraelsmenn voru úti I eyðimörkinni og voru beðnir um að gefa eitthvað til nýja helgidómsins, hvað komu þeir með til Móse og leiðtoganna? (2M 35.22) 5. Hvaða þrjár gjafir lét faðirinn setja á soninn þegar týndi sonurinn kom aftur heim? (Lk 15.22) _________________________. ____________________________ og ___________________________ 6. Þegar Elía bað konuna frá Sarefta hvort hún gæti gefið honum eitthvað að borða, þá gaf hún honum köku sem var búin til úr _________________________og____________________________ (1Kon 17.12-13) 7. Eftir að Jesús talaði við 5.000 menn ásamt fjölskyldum þeirra, gaf hann þeim að borða á ótrúlegan hátt með þvl að margfalda nesti sem lítill drengur var með. Hvaða nesti var litli drengurinn með? _____________________ og ____________________________ (Mt 14.17) 8. Dag einn þegar Jesús og lærisveinar hans voru við samkunduhúsið tóku þeir eftir að fátæk ekkja setti 2 smápeninga í fjár- hirsluna á meðan auðmenn gáfu stórar upphæðir. Hvort var gjöfin hennar eða gjöf auðmannanna meiri samkvæmt Jesú? Gjöf varmeiri (Lk 21.1-4) 9. Hvað sérstöku gjöf gefur Jesús okkur öllum? (Rm 6.23) Svörin er að finna á siðu 17 AÐVENTFRÉTTIR • Desember 2007

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.