Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 6

Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 6
Daníelsbókarnámskeið Ungmennahelgi á Hlíðardalsskóla Myndir Ármann Jóhannsson Ungmennamót var haldið í Hlíðardals- skóla fyrstu helgina í október. Skráðir þátttakendur voru 21 en alls tóku 31 þátt í mótinu og skipulagningu þess. Mótið var skipulagt af ungmennaráði Hafnarfjarðar sem fékk til liðs við sig öfluga safnaðarmeðlimi til að aðstoða sig við framkvæmd mótsins. Unglingarnir á mótinu komu víða að. Gaman var að sjá krakka úr Suður- hlíðarskóla fjölmenna og að unglingarnir okkar sem búsettir eru út á landi létu sig ekki vanta. Fjórir komu frá Akureyri, tveir frá Grundarfirði og ein úr Borgarnesi. Þátttakendur voru áhugasamir og báðu sumir um að önnur slík helgi yrði haldin í bráð. Þegar að farið var á stúfana til að finna myndir í Aðventfréttir fengum við þau svör að lítið hefði verið tekið af myndum í ferðinni, allir hefðu verið svo uppteknir við lestur Daníelsbókarinnar. Skipuleggjendur og kennarar nám- skeiðisins eru öll á tvítugs og þrítugs aldri Áformað er að halda aðra slíka helgi í janúar þar sem Opinberunarbókin verður til umljöllunar. Ekki láta þá helgi framhjá þérfara! Ungmennamót í Noregi Ungt fólk skiptirmáli er haldið á fimm ára fresti á vegum Stór-Evrópudeildarinnar. Mótinu er ætlað ungmennaleiðtogum. Mótið var haldið í Noregi í ár. Þar var meðal annars kynnt skoðunarkönnun Value Genesis, sem er nýjasta rannsóknin um viðhorf og virkni ungs fólks í kirkjunni okkar. Þar var m.a. tekið á ofbeldi, lærisveinaþjónustu og fleiri málefnum. Á þessum fundum og þeim sem fóru fram áður á fundi ungmennaleiðtoga deildar- innar gafst mér tækifæri til að deila því sem við höfum verið að gera á íslandi varðandi Eins og Jesús námskeiðin. Gavin Anthony Silje Þorsteinsdóttir, Gyða Skúladóttir, Þorbjörg Ásta Þorbjarnardóttir, Gavin Anthony, Guðjóna Þorbjarnardóttir, Helga Rún og Sandra Björk Ólafsdætur. 6 AÐVENTFRÉTTIR • Desember 2007

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.