Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 8

Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 8
Arsfundur Kirkjunnar Loftsalum 10. nóvember Ársfundur Kirkjunnar var haldinn í Loftsalnum 10. nóvember síðastliðinn. Þar voru áform hvers safnaðar fyrir næsta starfsár rætt. M.a. er stefnt að þvi að halda opinberar samkomur í Hafnarfirði í byrjun febrúar. Þá munu Anna Margrét og Melanie fara til Vest- mannaeyja eftir áramót og halda matreiðslunámskeið og Reykvíkingar munu halda áfram að vera með sér- stakar fjölskylduguðþjónustur fyrsta hvíldardag hvers mánaðar. Sandra Mar skýrði frá því hvað hefur verið gert til að fylgja á eftir þeim tillögum sem samþykktar voru á síðasta aðalfundi. Hér til hliðar kemur nánar fram hvað Kirkjan hefur gert varðandi þessartillögur. Mæting á fundinn var góð og að honum loknum var Gavin Anthony með stutta hugvekju og sólarlagsbæn. Við fengum að heyra Gavin spila á þverflautu og hann talaði um nauðsyn þess að við lékum öll sama lagiö, þótt að hljóðfæri okkar séu mismunandi. Megi Guð gefa okkur gæfu til þess. Breytingar á mótum Kirkjunnar Stjórn Kirkjunnar hefur ákveðið að gera eftirfarandi breytingará mótum Kirkjunnar: Sumarmót Kirkjunnar verður haldið 27.-29. júní á næsta ári. Æskulýðsmót verður haldið um Verslunarmannahelgina. Haustfagnaður/uppskeruhátíð verður í októbermánuði og verður það gert að árlegum viðburði. Tillögur frá Tillögunefnd sem samþykktar voru á aðalfundi Umbreyting innávið - Boðun útávið 1. Að boðskapur kirkjunnar verði fluttur öllum þegnum þessa lands á einfaldan og áhrifaríkan hátt með þvi að allar deildir og söfnuðir setji boóun í algeran forgang. Að Laódí- keuboðskapurinn verði fluttur og útskýrður fyrir kirkjunni svo að fagnaðarerindið verði lifandi hið innra með safnaðarmeðlimum og seinna regnið megi falla yfir kirkjuna. Opinberir fyrirlestrar með Dwight Nelson: Dagana 19.-23. mars 2007 voru haldnir opinberir fyrirlestrar 4 daga í röð í Víkingasal hótel Loftleiða. Dwight Nelson var fyrirlesari og var yfirskrift þessarar fyrirlestrarraðar „Orðrómur úr austri“ þar sem skyggst var inn í spádóma Daníels- og Opin- berunarbókarinnar og fengist við það hvernig sá boðskapur snerti líf okkar í dag. Þessir fyrirlestrar voru teknir upp á DVD og hægt er nálgast þá hjá Frækorninu. Útbreiðsluprédikari: Á haustdögum 2007 leitaðist stjórn Kirkjunnar eftir að fá Adam Ramdin sem útbreiðsluprédikara á islandi. Hugmyndin var að fá hann til reynslu I 1 ár og að hann myndi einbeita sér að vexti safnaðarins og vinna að boðun hér á landi. Því miður gekk þetta ekki eftir, þar sem hann hafði verið beðinn um að starfa hjá aðventkirkjunni í Bretlandi og tók því kalli. 2. Að almannatengslaritari sé virkur i því að styrkja opinbera imynd kirkjunnar með því að taka þátt i þjóðfélagsumræðunni og vera sýnilegur á opinberum vettvangi. Ný nefnd, Málefna- og siðfræðis- ráð: Stjórn Kirkjunnar hefur samþykkt stofn nýrrar nefndar sem skal bera heitiö Málefna- og siðfræðiráð, með það í huga að starfshópurinn gefi frá sér yfirlýsingar um hin ýmsu málefni sem snerta daglegt líf okkar og mál sem eru í brennidepli I þjóðfélaginu. Yfirlýsingar frá starfshópnum munu birtast á heimasíðu Kirkjunnar auk birtinga í Aðventfréttum. Ráðið skipa Skúli Torfason og Björgvin Snorra- son. 3. Að heilsuboðskapurinn verði áfram virkur hluti af boðun kirkjunnar. Á síöasta starfstímabili Kirkjunnar var Unnur Halldórsdóttir deildarstjóri og var heilmikið starf unnið í því að kynna fyrir fólki hvernig hægt sé að hafa betri heilsu. í tengslum við það var haldin heilsusýning í Suðurhlíðar- skóla. Þá var einnig stofnað félagið „Heilsa og forvarnir" sem sá um að vera með heilsusýningar, m.a. í Kringlunni og í Kjarnanum, Mosfells- bæ. Einnig var haldin heilsusýning í Vestmannaeyjum og á Glerártorgi, Akureyri, í samstarfi við aðvent- söfnuðina á þeim stöðum. Því miður sá Unnur sér ekki fært að halda áfram sem deildarstjóri á nýju tíma- bili og enn sem komið er hefur stjórnin ekki fengið neinn til að taka að sér heilsu- og bindindisdeild Kirkjunnar. 4. Að heimasíða Kirkjunnar verði gagnvirk og lifandi, þar sem boðskapur kirkjunnar birtist i greinum eftir presta og leikmenn. Nú er ný og betri heimasíða Kirkjunnar komin í gagnið á netinu. Hún var gerð með það í huga að vera gagnvirkari og meira lifandi, og þar er hægt niðurhala allt nýtt efni sem kemur út af Kirkjunni og sett er á netið. T.d. er hægt að fá aðvent- fréttir á pdf formi, hljóðupptökur af fyrirlestrum s.s. frá sumarmótum og myndir af hinum ýmsu viðburðum safnaða og Kirkju. 5. Að Biblíubréfaskólinn verði settur á laggirnar og gerður öllum aðgengi- legur á netinu fyrir lok þessa árs. Björgvin Snorrason er að vinna í því að búa til efni fyrir biblíubréfa- skólann. Einnig hefur stjórnin fengið Lilju Ármannsdóttur til að taka að sér að vera með biblíubréfaskóla á vefnum. í því samhengi er María Ericsdóttir að setja upp efnið „Discover Bibleschool” sem nú hefur AÐVENTFRÉTTIR • Desember 2007

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.