Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 16

Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 16
Að bænalífið verði sýnilegra og skipulegra innan safnaðanna, hvort sem það er í formi bænahópa eða bænakvölda o. þ. h. (Tillaga sem samþykkt var á aðalfundi Kirkjunnar I maí 2006) Jólahátíðin á að vera hátíð friðar, þar sem við minnumst þeirrar dýrmætu gjafar sem Jesús Kristur er, og þar sem við eyðum tíma með flölskyldunni. Því miður vill samt jólaösin og stressið skyggja á þetta og margir fyllast af kvíða og stressi. Það er þvi mikilvægt að við biðjum fyrir fjölskyldum okkar svo að andi friðar og gleði megi fylla hjörtu þeirra í jólamánuðinum. Hér fyrir neðan er ein hugmynd að því hvernig við getum beðið fyrir fjölskyldumeðlimum okkar, og er hún fengin úr bókinni „100 creative prayer ideas..." eftir Karen Holford. Beðið fyrir fjölskyldutrénu • Teiknaðu mynd af fjölskyldutrénu þínu. Þú getur gert einfalda mynd ásamt nöfnunum, eða ef þú ert listræn(n) geturðu teiknað myndir og skreytt ef þú vilt. • Það er ágætt að gefa hverjum fjölskyldumeðlim rúmt pláss, a.m.k. pláss sem nemurstærð nafnspjalds. • Skrifaðu hjá nafninu þá sérstöku eiginleika sem hver og einn hefur og sem þú vilt þakka Guði fyrir. • Skrifaðu niður á sér pappir (t.d. í öðrum lit) sérstaka bæn fyrir hvern og einn oc límdu hjá nafninu. • Biddu reglulega fyrir flölskyldumeðlimunum á fjölskyldutrénu þannig: • Þakkaðu Guði fyrir hvern og einn fjölskyldumeðlim og þakkaðu honum fyrir þá sérstöku eiginleika sem hver og einn hefur. • Biddu Guð að fylla þau af friði sínum og hamingju mitt í jólastressinu, að þau mættu njóta þessa tíma með fjölskyldu og vinum. • Biddu Guð um að losa þau við allan kviða og allt stress sem fylgt getur þessum tima. • Biddu síðan fyrir bænarefni hvers og eins. • Þú getur haldið áfram að biðja á svipaðan hátt fyrir fjölskyldu þinni á nýju ári. • Lofaðu Guð þegar þú sérð svar við bænum þínum og bættu við nýjum bænar- efnum. Dagskrá • Bænastund i Loftsalnum í Hafnarfirði kl. 20. • Bænahópurinn Tími kraftaverka hittist á föstudagskvöldum kl. 20 í Kirkjunni í Reykjavík, uppi á lofti hliðarsalarins. Fyrirbænaþjónusta Þarftu á fyrirbæn að halda. Hittumst öll mánudagskvöld. Hafið samband í síma 867-1640/ 588-0848 eða sendið tölvupóst á viadislinda@hotmail.com. Fullum trúnaði heitið. Kveðja, Vigdís Linda, Sandra Mar, írina og Lilja. m AÐVENTFRÉTTIR • Desember 2007 V f þér bíájíS míg eínhvers í mínu nafní, mun éggjöra þaS. Jh IT.IT Frækornið Bækur um bæn á ensku Sögur um bænasvör Undravert, óviðjafnalegt, magnað, ótrúlegt, ekkert þessara orða er nógu sterkt til að þessum lýsa þessum trúar- styrkjandi sögum um bæna- svör. Verð: 1.550 kr. Vegna þess að þú baðst Ruthie Jackosen og Penny Estes Wheeler Bók fyrir þá sem einhvern tíma hafa verið í vafa um vilja Guðs til að starfa í lífi þeirra. Hjartnæmar sögur um hvernig við hlustum á Guð. Verð: 1.250 kr. Bkcause Vbu PRAYED

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.