Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 7

Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 7
Vestmannaeyjarferð Ungmennaferð. MyndirÁrmann Jóhannsson Óskarsson og Pedro Carvalho voru með fallegt tónlistaratriði. Allt gekk þetta vonum framar og safnaðarmeðlimir Vestmannaeyja voru hæstánægðir með framlag ungmennanna. Tatiane Soares, Renata Candil, Erica Carmo og Jamie Martin voru duglegar í eldhúsinu, enda bragðaðist maturinn afar vel. Lilja Sigurðardóttir gladdi ung- mennin öll með því að gefa þeim fersk jarðaber og heimatilbúnar smákökur í eftir- rétt! Þegar k I u k k a n nálgaðist 15.00 fór hópurinn upp á Eldfell. Nokkur ungmennanna höfðu aldrei farið þangað fyrr og var það þess vegna einkar skemmtileg upplifun því fundinn var staður þar sem hiti var ennþá í jörðinni. Það var tekið fullt af myndum, og Ármann fremstur í því, enda má sjá myndir hans á netinu á eftirfarandi slóð: www.flickr.com/armann Síðustu helgina í september fór hópur ungmenna úr söfnuðinum til Vest- mannaeyja. Farið var að venju með Herjólfi á föstudagskvöldi og komið tilbaka sunnudagsmorguninn. Veður- spáin var ekki sú besta á föstudeginum, en hópurinn lét það ekki stöðva sig þó svo að klefar og kojur væru löngu orðin uppseld! Sjóferðin fór misvel í fólk, sumir fengu sér blund á meðan aðrir einbeittu sér að því að sitja alveg kyrrir og halda magainnihaldinu niðri. En öll komumst við heil og sæl á leiðarenda. Erica með Daníel son sinn Erica Carmo stóð brosandi í móttöku- deildinni og skutlaði nokkrum síðan að kirkjunni. Farið var beint að sofa, enda klukkan að nálgast miðnætti. í eyjum byrjar hvíldardagsskólinn kl. 10.30 sem var mjög ágætt fyrir ung- mennin, því sumum finnst gott að fá að sofa aðeins lengur um helgar. Safnaðarmeðlimir voru mættir á staðinn á réttum tíma og hófum við stundina með sálmasöng og bæn undir stjórn Sonju og Kristínu Guðnadætra. Karl Jóhann Guðnason var með ritningarlestur og Jón Hjörleifur Stefáns- son með bæn. Stefán Rafn Stefánsson tók síðan við og leiddi söfnuðinn í góðar umræður í hvíldardagsskólanum. í guðsþjónustunni flutti Birgir Vilhelm Óskarsson söfnuðinum orð Guðs og prédikaði um hinn dýnamíska kristna einstakling, Ármann Jóhannsson tók upp gjafir og Halldór Magnússon sá um ritningarlestur og bæn. Auðbergur Þór Um kvöldið voru borðaðar vöflur með jarðaberjasósu! Einnig var súpa og brauð á boðstólum. Allir borðuðu sig vel sadda áður en farið var í Actionary. Þetta er leikur þar sem fólk á að leika hinu ýmsa hluti, dýr og hreyfingar á meðan hinir giska á hvað verið er að leika. Það var "StS mikið hlegið og veltust sumir um af hlátri! Kveðjur, fyrir hönd ungmennahópsins, Sonja Guðnadóttir tilbaka. Ferðinni lauk síðan með Herjólfi til- baka sunnudags- morguninn. Allt tókst þetta mjög vel og þakka má Guði fyrir vernd hans og varðveislu á leiðinni fram og AÐVENTFRÉTTIR • Desember 2007

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.