Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 5

Aðventfréttir - 01.12.2007, Blaðsíða 5
tveir túlkar sem reyndust okkur ómetan- leg hjálp. Koman á Idritsa Þegar við komum að heimilinu hópuðust börnin smám saman að okkur. í andlitum þeirra mátti lesa hóg- væra forvitni þar sem augun skimuðu í kringum sig og oft án þess að höfuðið væri uppreist. Fljótt fundum við fyrir því að þau vildu standa nálægt okkur án þess að þau færu fram á nokkuð annað. Orðið munaðarleysingjaheimili gefur til kynna að þar búi fólk án munaðar. En sá munaður sem þau fóru helst á mis við var sá að eiga ekki fjölskyldu. í viðtölum okkar við nokkur börn á heimilinu kom fram að stærsta óskin var að eiga Ijölskyldu. Ég velti þeirri ósk fyrir mér nú þegar jólabæklingarnir streyma inn um lúguna hjá mér um hina fullkomnu jólagjöf. Með börnunum Stundir okkar á heimilinu voru notaðar í það að eyða sem mestum tíma með börnunum. Þar sem Norðmennirnir hafa farið á þetta heimili í fjölda ára gengum við inn I þeirra rútínu sem einkenndist aðallega af því að samskiptin við börnin væru sem eðlilegust án þess að allt væri skipulagt. Margir í norska hópnum höfðu farið á þetta heimili mörgum sinnum og áttu nú vini meðal barnanna. íslensku krakkarnir voru mjög duglegir við að leika við börnin og sýna þeim umhyggju. Þrátt fyrir að ég hafi vitað að þessir krakkar væru sérstaklega góðir, þá náðu þau að koma mér á óvart í þessari ferð með þroska sínum og hegðun gagnvart þessum börnum. Við spiluðum fótbolta, fórum í ferðir, haldin var sýning um ísland, þau höfðu sýningu fyrir okkur og einnig var haidin heilsukynning fyrir þau svo eitthvað sé nefnt. Alltof fljótt kom að lokum og þrátt fyrir að þessi börn væru alltof vön aðskilnaði þá gátu mörg þeirra ekki varist tára þennan síðasta dag. Þessi dagur fer eflaust aldrei úr minni okkar. Maður spyr sig stundum hver sé tilgangurinn, þar sem maður þurfti að slíta litlar hendur frá sér og ganga í burtu frá smælingja sem reynir að fela tárin, vegna þess að heimsókninni er lokið. Sem betur fer þá komumst við að því í viðtölunum við börnin að þeim líður betur vegna heimsóknanna, þar sem þau eru mikið sneydd samskiptum sem þessum. Við sem fórum til Rússlands I sumar langar að þakka þeim sem veittu okkur stuðning fyrir þessa ferð. Þeir voru sannarlega verkfæri Guðs í því að gera þessa ferð að veruleika en Guð blessaði okkur meira en við höfðum þorað að vona og ég bið þess að sá vitnisburður muni ekki gleymast. Einnig langar mig að hvetja alla tll þess að herða ekki hjörtu sín gagnvart þeim fjölda sem líður skort í heiminum og leggja llð þar sem hægt er. Það getur verið allt frá því að brosa til þeirra sem eiga ekki bros, yfir í eitt- hvað allt annað sem þú ein/n getur hugsað upp að gera með hjálp Guðs Föður og biðja hann að það geti orðið að veruleika... Þorbjörg Ásta Þorbjarnardóttir Hluti viðtalanna sem tekin voru við börnin í Rússlandi verða birt í næstu Tyler og vinur hans Anna María umkringd börnum AÐVENTFRÉTTIR Desember 2007

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.