Heimilisritið - 01.12.1945, Side 38

Heimilisritið - 01.12.1945, Side 38
fór um öll húsin í kring, ör- yggið, virðuleikinn og vonimar grófust í rústunum. Og mað- urinn og konan og ef til vill bömin ráfa nú hungmð á veg- um úti, og betla vatn til drykkj- ar. Hvem gat órað fyrir slíku fyrir einum mánuði! í rökkurbyrjun reika þrír hermenn með okkur um rústir borgarinnar. Rétt innan við borg arhliðin er tötralegur kvenmað- ur að róta í hrúgu af múrstein- um. Hermennimir kalla til hennar að hætta því. Það er komið fram yfir kvöldhring- ingu. Hún heldur áfram að róta. Einn hermannanna mundar byssuna, klöngrast yfir grjót- hrúguna og ætlar að reka hana burt. Við heyrum hana æpa: „Coucher?" Hún býður honum að sofa hjá sér. En hamingjunni sé lof, ekki er hér allt hrunið til grunna. Hermaðurinn hlær og vísar henni með lempni á- leiðis heim til sín. Hún hefst við í kjallara einum þar í grenndinni, eins og rotta. Við höldum göngunni áfram og sjá- um hana bráðlega aftur í rúst- um, sem einu sinni vom trjá- göng. Hún æpir á ný: „Couch- er?“ og tekur svo til fótanna. Við höldum enn áfram og nem- um staðar við leifar kirkjunn- ar. Það er erfitt að skilja, að undir þessum brenndu múr- steinum og braki, skuli liggja grafin lík, fimm hundruð kvenna og bama. Við snúum heim í banka- stjórahúsið, þegar myrkrið fell- ur á. Úti duna götumar und- ir hjólum hervagnanna alla lið- langa nóttina. Einu sinni vakn- aði ég við skothríð úr loft- varnabyssum utan við borg- ina. Fór á fætur í dögun, leið sæmilega, og hélt af stað til Parísar. París, 17. júni 1940. Ekki var það ánægjulegt. Þegar við ókum inn í París, um gamalkunn strætin, fékk ég hjartverk, og óskaði að ég hefði ekki farið. Þýzku ferða- félagamir voru hinir kátustu, er þeir sáu borgina. Við komum um hádegisbilið og það var yndislegt veður, eins og alltaf er í París í júní- mánuði, og ef nú hefðu verið friðartímar, myndu borgarbú- ar hafa notað blíðviðrið til þess að horfa á kappakstur við Long Champ, eða leika tennis í Ro- land Garros, eða ráfa í skugg- um trjánna á meginstrætunum, eða sitja á blæsvölum útjveit- ingastaðanna. Fyrsta hrellingin, sem mætti mér voru mannauð strætin, búðimar lokaðar og hlerar fyrir 36 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.