Heimilisritið - 01.12.1945, Síða 41

Heimilisritið - 01.12.1945, Síða 41
myndi gera. Þar hefði hún get- að varizt lengi í nýlendum sín- um með atbeina flotans. Gjallarhom, sem Þjóðverjar höfðu komið fyrir á svo að segja hverju torgi, æptu tíð- indin um þetta tiltæki Pétains inn í hlustir borgarbúa. Ég stóð á Concordetorginu og þar var múgur manns, allt Frakkar, þeg- ar ótíðindin bárust. Allir urðu þrumu lostnir. Framan við Hótel Crillon, þar sem Wood- row Wilson bjó meðan friðar- ráðstefnan var haldin og Þjóð- verjum skapaðir kostimir, stað- næmdust nú bílar, og út úr þeim stigu gulli lagðir foringj- ar. Þar blikuðu einglesi, hælum var skellt og heilsað. — Þetta torg á ekki sinn líka í Evrópu. Þaðan blasir allt við í einum svip, Madeleinekirkjan, Louvre, Notre Dame í fjarska niður með Seine , Þinghöllin, In- validakirkjan fagra, þar sem jarðneskar leifar Napoleons hvfla, Eiffeltuminn, þar sem hakakrossfáninn blaktir nú við hún, og loks gnæfir Sigurbog- inn við Champs — Elysées. En mannfjöldinn á Concordetorg- inu horfði ekki á ysinn úti fyrir aðalstöðvum Þjóðverja í Hótel Crillon. Allir horfðu til jarðar eða hver á annan. „Pétain hef- ur gefist upp“, tók hver upp eftir öðmm. „Hvemig stendur á þessu? Comment? Pourquoi?“ En enginn virtist hafa þrek til að svara. Þetta kvöld í París var óhugn- anlegt og kom mér ókunnug- lega fyrir. Klukkum er hringt klukkan níu, einni stundu áður en dimmt er orðið. Myrkvun- inni er haldið áfram. Strætin voru auð og dimm í kvöld. Einu sinni yar París borg hinna björtu ljósa og léttu hlátra, glöðu söngva og fagurbúinna kvenna — en hvenær var það? Og hvað er þetta? Ég sá í dag, að hermennirnir þýzku og borgarbúar leituðu kunningskapar feimnislaust. Hermennimir virðast flestir vera Austurríkismenn, vel sið- aðir, og nokkrir þeirra tala frönsku. Flestir þeirra haga sér líkt og forvitnir skemmtiferða- menn, Parísarbúum til undrun- ar og ánægju. Það kemur kát- lega fyrir, að hver þýzkur her- maður er með ljósmyndavél. Ég sá þá þúsundum saman í dag taka myndir af Notre Dame- sigurboganum og Invalidakirkj- unni. í allan dag var fjöldi þýzkra hermanna við gröf ó- þekkta hermannsins, þar sem eldurinn brennur enn undir boganum. Þeir standa þar ber- höfðaðir og bjarthærðir og stara. Tvö dagblöð komu út í gær HEIMILISRITIÐ 39

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.