Heimilisritið - 01.09.1952, Page 5

Heimilisritið - 01.09.1952, Page 5
Barn er oss fcett Höfundur: NORMAN GRYTDAL Þýðandi: ÓLAFUR EINARSSON EIGINLEGA hafði ,hann aetl- að að ganga sér sunnudagsgöngu um hafnarbakkana, en andspæn- is stöðvarhúsi Vesturbrautarinnar fannst honum eins og bregða fyr- ir svipleiftri af gamalkunnu and- liti — andliti frá því í ,,gamla daga“ — frá því fyrir tíu til tólf árum síðan, er hann var einn af þeim hinum mörgu, sem gerðu sér tíðförult með innanhéraðslestinni heim og að heiman. Þessi náungi var raunar enginn sérlegur kunn- ingi, en þetta nægði þó til þess, að hann sveik hafnarbakkana í tryggðum og tókst í stað á hend- ur harla tilefnislausa ferð eftir hinni gömlu leið. Hann sté af lestinni við hina vanabundnu stöð. Meðal starfs- fólks og farþega blöstu við ókunn andlit; einnig fáein gamalkunn. Raunar ekki svo kunnugleg, að skiptst væri á kveðjum eða kink- að kolli. Þó stöldruðu augun við andartaki lengur — við eitthvað fjarlægt og fært í móðu. Sá, er við farmiðanum tók, greip til húfu- skyggnisins af áskilinni kurteisi, eða gömlum vana — hefði að lík- indum skrafað h'tið eitt ef ekki hefðu verið svona margir í röð- inni. Eins og útlendingur, með á- væningi af fagnandi forvitni og brosmildri góðvild ferðamanns- ins, gekk hann eftir hinum mal- bikaða vegi. Fram hjá mjólkur- búinu, kaupmanninum. . . . Kaupmanninum ? O, jú, henni var nú lokið og hún var greidd sú sex eða sjö króna skuldin. Lokið og greidd. Gæðakarl í sannleika sagt. Enda þótt hann neitaði honum um brauðið í það sinnið, fyrir — jú, síðan voru nú tólf ár liðin. Þau áttu ekki bita fyrir sig að leggja, og kaupmað- Saga þessi kom í norska tímaritinu ,,Magasinet“, nr. 47, 1951. Höfundur hennar var hér á ferð í sumar og seldi Heimilisritinu birtingarréttinn. SEPTEMBER, 1952 3

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.