Heimilisritið - 01.09.1952, Side 6

Heimilisritið - 01.09.1952, Side 6
urinn hafði neitað honum um brauðið. Það er að segja — hann hafði raunar byrjað að vefja utan um það, en eiginkonan þurfti skyndilega að tala við hann inni á vörulager. Eiginkonan átti verzlunina eins og hún lagði sig og var aerið handföst á karli sín- um og kapítalinu. Það lá við að hann vorkenndi karlanganum, er hann lagði brauðið aftur á sinn stað í hilluna. MARÍA SÖRENSEN IjósmóS- ir, gat ennþá að lesa á veður- börðu skiltinu, lítið eitt lengra fram á götunni. Hún myndi þá enn á lífi. Hlaut að vera háöldr- uð og afdönkuð. Voru það ekki eitthvað um það bil sex eða sjö hundruð heimsborgarar, sem hún hafði hjálpað inn í þennan lífs- ins táradal ? Nei. Þeir hlutu að vera fleiri. Það var á tuttugu og fimm ára starfsafmaelinu, fyrir tíu árum, sem hann hafði lesið um þessi sex til sjö hundruð. Svei mér arðvænn starfi það — ekki hvað sízt hér áður meir. Eigið hús, loðkápa, fast kaup og tutt- ugu og fimm krónur fyrir stykkið. Oft meira, en valt reyndar á nán- asta upphafi nýborningsins; en lágmarkið var tuttugu og fimm krónur. Svo var að minnsta kosti í það sinnið, fyrir þrettán árum. Tuttugu og fimm krónur! í þrettán ár hafði hann borið þenn- an sára sviða undan þessari gömlu skuld, sem aldrei hafði verið greidd. Að sjálfsögðu ekki þrotlaust, eða dag hvern. Á með- an skammt var liðið frá, hafði hann þrásinnis legið andvaka og brotið um það heilann, á hvern hátt hann mætti ljúka þessari skuld. En við hverja laugardags- greiðslu reyndist fjölmargt annað svo lífsnauðsynlegt, að ekki varð hjá því vikið. Enda hrökk af- gangurinn aldrei fyrir meiru en því blánauðsynlegasta, þegar frá voru dregnar afborganir af skött- um, húsgögnum og — af dvalar- kostnaði á fæðingardeildinni, eitt hundrað og tíu krónum, sem hann hafði néyðzt til að biðja sjálfan yfirlæknirinn um að fá að skipta á tvo mánuði. Og svo — fyrstu árin rétt til hnífs og skeiðar. Þá höfðu þau flutt búferlum, hagur þeirra vænkað og allt þetta orð- ið fjarlægara. í þau skiptin, sem hann hafði haft fjármuni aflögu og hefði getað greitt skuldina, mundi hann ekki eftir henni. Sár- ar minningar létu þá helst að sér kveða, er eitthvað á móti blés. — Hann hafði aldrei verið krafinn um skuldina. Ekki af ljósmóður- inni. Raunar þó af yfirhjúkrunar- konunni, daginn sem hann kom að sækja Lajlu og snáðann. Hann átti rétt fyrir bifreið til næstu brautarstöðvar. Hjúkrunarkonan 4 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.