Heimilisritið - 01.09.1952, Side 8
andi, — það liggur ekki á því
fyrr en á morgun.
Og við hjúkrunarkonu, sem var
þarna nærstödd, sagði hann :
0 Þér gerið það fyrir mig, að
fylgja hinum hamingjusama föð-
ur upp á loft, Anna mín.
Eins og sneyptur rakki hafði
hann gengið brott frá hinni
hneyksluðu yfirhjúkrunarkonu,
en Anna hjúkrunarkona kom
honum brátt til að gleyma þessu.
— Fallegasti snáði ! Eg óska
yður til hamingju ! og unnustunni
yðar líður vel, sagði hún inni-
lega.
Lajla brosti við honum. Hvort
hann ætlaði ekki að líta á hann
Dag ? Dag ? — Eitthvað verður
hann að sjálfsögðu að heita,
hvíslaði Lajla.
I sömu stofu lágu einnig tvær
giftar konur.
— Eg held að þær viti ekkert
enn, hvíslaði Lajla; — en ljós-
móðirin var harla afundin. Þetta
tók sinn tíma, skilurðu, og hún
var þreytt og gröm mér að ég
skyldi ekki vera gift.
— Varðar hana um það ?
— Nei, en hún verður að senda
presti og sýslumanni skýrslur og
þessháttar skilurðu.
— Sýslumanninum líka ?
— Vitaskuld, sagði Lajla bros-
andi og strauk honum um vang-
ann.
— Það er svo mikið umstang
við þetta, þegar maður er ógift-
ur . . .
NOKKRUM DÖGUM síðar
hringdi ungfrú Salvesen til hans
í innanskrifstofusímanum, en hún
hafði launaskrána með höndum.
Hana fýsti að tala nokkur orð
við hann einslega.
Hún veifaði umslagi, og dró
hann með pukurssvip inn í hliðar-
herbergi.
— Hvað sé ég hérna, sagði
hún.
— Greiðsluumboð fyrir sjúkra-
húsvist kærustunnar minnar ?
sagði hann í spurnartón.
Andartak virtist hún hugsi.
Rétt eins og hún væri að rísla
sér við þetta nærgöngula leyndar-
mál, sem fallið hafði í hendur
henni eins og himnagjöf, á þess-
um viðburðalausu leiðindatímum
— og það svona óvænt.
— Skelfilegir aular hafið þið
verið !
— Aular ?
Hún vissi tæpast hvað halda
skyldi. Hér bjó kannske einhver
launung undir, sem hana fýsti að
fá reiður á.
— Maður þarf nú ekki að láta
þetta komast svona langt á vorum
dögum, sagði hún til þess að
þreifa fyrir sér.
6
HEIMILISRITIÐ