Heimilisritið - 01.09.1952, Page 21

Heimilisritið - 01.09.1952, Page 21
barniÖ hefur aldrei átt mömmu, sem gæti kennt honum góða hegðun.“ ,,Hann ætti skilið duglega flengingu,” sagði Lára uppvæg. ,,£g held, að það, sem hann ætti að fá fyrst og fremst, sé ró og næði,“ sagði ókunn rödd. Það var róleg, þægileg, ung rödd — og móðir, dóttir og Bill litu öll til dyranna. Bill var sljór af sótthita, en hann gat þó greint, að grönn vera stóð í opnum dyrunum — það gula umhverfis höfuðið var víst hár hennar. ,,£g er Donna Lentham,” hélt hin rólega rödd áfram. ,,Hjúkr- unarkona Stenwards. £g verð að biðja konurnar um að fara strax — sjúklingarnir verða að hafa ró.“ Bill heyrði óglöggt reiðilegar, andmælandi raddir, en honum var þó ljóst að rólega röddin hafði betur. Svo sofnaði hann — ekki ró- legum, værum svefni, heldur var það ónæðissöm martröð með verkjum, ógleði og hitaflogufn. Eitt sinn vaknaði hann — eða hélt hann væri vakandi, og sá lækninn standa álútan yfir sér og stinga í sig nál. Eða var það líka draumur ? Hann vissi það ekki og stóð á sama. Loks var sem hann krafsaði sig út úr koldimmum göngum — ein- hver kallaði á hann, og hann fann, að hann varð að svara. Með ýtrustu áreynslu tókst hon- um að opna augun, og smám saman varð honum ljóst, að hann starði upp í loftið heima hjá sér. Hann hafði suðu fyrir eyrun- um, en hann varð að komast að því, hvaða hljóð hefði vakið hann. Það var McDangal, sem grét! Hann reyndi að setjast upp í rúminu, en máttvana og svim- andi valt hann aftur út af á kodd- ann. Hann beit á jaxlinn og reyndi aftur, og í þetta sinn tókst það. Með erfiðismunum komst hann fram úr rúminu og skjögraði eftir gólfinu. Þegar hann loks kom að opnum dyrunum að her- bergi McDangals, var gráturinn þagnaður. Dauðuppgefinn studdi hann sig við dyrastafinn, og það liðu nokkur andartök, áður en hann gæti séð skýrt. MCDANGAL var sveipaður teppi og svaf í kjöltu ókunnrar konu. Hún sat í gamla ruggu- stólnum — hún svaf líka. Það eina, sem Bill sá af henni, var heilmikið af stuttum, gullnum lokkum og grænn sloppur. ,,Hvað — hvað er að ?“ stam- aði Bill. ,,Hvað gengur að Mc- Dangal ?“ Ljósa höfðinu var lyft hægt, og SEPTEMBER, 1952 19

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.