Heimilisritið - 01.09.1952, Qupperneq 21

Heimilisritið - 01.09.1952, Qupperneq 21
barniÖ hefur aldrei átt mömmu, sem gæti kennt honum góða hegðun.“ ,,Hann ætti skilið duglega flengingu,” sagði Lára uppvæg. ,,£g held, að það, sem hann ætti að fá fyrst og fremst, sé ró og næði,“ sagði ókunn rödd. Það var róleg, þægileg, ung rödd — og móðir, dóttir og Bill litu öll til dyranna. Bill var sljór af sótthita, en hann gat þó greint, að grönn vera stóð í opnum dyrunum — það gula umhverfis höfuðið var víst hár hennar. ,,£g er Donna Lentham,” hélt hin rólega rödd áfram. ,,Hjúkr- unarkona Stenwards. £g verð að biðja konurnar um að fara strax — sjúklingarnir verða að hafa ró.“ Bill heyrði óglöggt reiðilegar, andmælandi raddir, en honum var þó ljóst að rólega röddin hafði betur. Svo sofnaði hann — ekki ró- legum, værum svefni, heldur var það ónæðissöm martröð með verkjum, ógleði og hitaflogufn. Eitt sinn vaknaði hann — eða hélt hann væri vakandi, og sá lækninn standa álútan yfir sér og stinga í sig nál. Eða var það líka draumur ? Hann vissi það ekki og stóð á sama. Loks var sem hann krafsaði sig út úr koldimmum göngum — ein- hver kallaði á hann, og hann fann, að hann varð að svara. Með ýtrustu áreynslu tókst hon- um að opna augun, og smám saman varð honum ljóst, að hann starði upp í loftið heima hjá sér. Hann hafði suðu fyrir eyrun- um, en hann varð að komast að því, hvaða hljóð hefði vakið hann. Það var McDangal, sem grét! Hann reyndi að setjast upp í rúminu, en máttvana og svim- andi valt hann aftur út af á kodd- ann. Hann beit á jaxlinn og reyndi aftur, og í þetta sinn tókst það. Með erfiðismunum komst hann fram úr rúminu og skjögraði eftir gólfinu. Þegar hann loks kom að opnum dyrunum að her- bergi McDangals, var gráturinn þagnaður. Dauðuppgefinn studdi hann sig við dyrastafinn, og það liðu nokkur andartök, áður en hann gæti séð skýrt. MCDANGAL var sveipaður teppi og svaf í kjöltu ókunnrar konu. Hún sat í gamla ruggu- stólnum — hún svaf líka. Það eina, sem Bill sá af henni, var heilmikið af stuttum, gullnum lokkum og grænn sloppur. ,,Hvað — hvað er að ?“ stam- aði Bill. ,,Hvað gengur að Mc- Dangal ?“ Ljósa höfðinu var lyft hægt, og SEPTEMBER, 1952 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.