Heimilisritið - 01.09.1952, Qupperneq 22
hann horfði framan í fölt, þreytu-
legt andlit.
,,0, hann dreymdi illa,“ svar-
aði hún rólega. ,,Þér hafið sjálf-
ur fengið að reyna það síðustu
dagana. Farið aftur í rúmið !“
,,Líður honum betur núna ?“
„Vissulega! En farið nú aftur
í rúmið ! ‘ ‘
1 stað þess að fara, tók hann
að skjögra í áttina til sonar síns.
Donna stóð upp, lagði McDangal
gaetilega í rúmið, breiddi ofan á
hann, sneri sér síðan við og tók
fast um handlegginn á Bill.
,,Eg sagði, að þér ættuð að
fara í rúmið, komið nú —“
,„Eg verð fyrst að ganga úr
skugga um, að ekkert sé að hon-
um. “
,,Hvað ætlið þér að gera ?
Vekja hann og spyrja, hvernig
honum líði ? Eg sagði, að honum
liði betur. Komið svo !“
Auðsveipur lét hann hana
teyma sig aftur inn í herbergið.
Sér til mikillar gremju, neyddist
hann til að styðja sig þungt við
handlegg hennar síðustu skrefin.
Hún var bersýnilega sterkari en
hún leit út fyrir að vera, og þess
vegna þótti honum vanmáttur
sinn ennþá meir auðmýkjandi.
Hún hjálpaði honum í rúmið, og
með nokkrum snöggum hand-
tökum slétti hún lökin og hristi
koddana, svo rúmið varð svalara
og þægilegra. Hún er auðsjáan-
lega ein af þeim kvenmönnum,
sem allt geta, hugsaði hann beisk-
ur.
Þegar hún mætti augnatilliti
hans, hló hún glaðlega — hann
hafði víst starað grimmdarlega á
hana.
,,Yður er að batna ! Yður líður
betur,“ sagði hún.
. ,,Ég held nú ekki! Eg er eins
og bæklaður aumingi — mig
verkjar í bakið, og ég held hand-
leggirnir séu brotnir. Einhver hef-
ur sparkað í magann á mér —
mig verkjar í allan skrokkinn.“
,,Það er af því þér hafið fengið
penisilín. Leggizt nú og farið að
sofa.“
,,Hver eruð þér eiginlega?“
,,Ég er barnabarn frú Brown.
Hún sendi mig hingað, af því hún
gat ekki komið sjálf. Góða nótt.“
Hún slökkti ljósið og lokaði
hurðinni einbeittlega á eftir sér.
En hvað það var líkt kvenfólkinu
að skilja hann einan eftir til að
sálast í myrkrinu ! Og hún hafði
auk þess lokað hurðinni, svo fjör-
brot hans trufluðu hana ekki.
Barnabarn frú Brown ! Hann
hafði aldrei heyrt aðra eins vit-
leysu. Hann myndi sennilega
liggja vakandi alla nóttina og
þjást af einveru. — Eftir mínútu
var hann steinsofnaður.
20
HEIMILISRITIÐ