Heimilisritið - 01.09.1952, Page 23

Heimilisritið - 01.09.1952, Page 23
ÞEGAR hann vaknaði um morguninn, leið honum miklu betur, en hann var í myrku skapi — önugur og gramur. Hann heyrði Donnu og Mc- Dangal hlæja og rabba saman inni í næsta herbergi, en það bætti ekki skap hans. Þau skemmtu sér bersýnilega, og hér hefði hann getað dáið yfir nótt- ina, án þess þau hefðu skeytt því hið minnsta. Þegar hann þoldi ekki lengur við að vera einn, kallaði hann á þau — hann varð sjálfur skelfd- ur við það ofsalega org, sem hann gaf frá sér — hann hafði hugsað sér, að það hljómaði eins og lágt kall, er vekti vorkunnsemi. Skömmustulegur bældi hann andlitið niður í koddann og beið eins og óþægur drengur refsingar- innar, sem hann vænti sér. Dyrnar voru opnaðar, og róleg rödd sagði: ,,Nú, svo þér eruð loksins vaknaður! Nú skal ég taka til morgunmatinn. Á meðan getið þér rakað yður og farið í heitt bað.“ Hann starði dolfallinn á hana. ,, Alítið þér virkilega, að ég eigi að fara á fætur og í bað ?“ ,,Þér hafið ekki vitund illt af því,“ sagði hún stutt. ,,Ef þér sæjuð framan í sjálfan yður, mynduð þér viðurkenna, að yður veitir ekki af. Og ef þér haldið, að ég ætli að baða yður aftur — skjátlast yður illilega!“ Hún gekk út og lokaði á eftir sér, og lét hann einan um að furða sig á því, að kvenmaður gæti verið svo harður og hjarta- laus að sparka dauðsjúkum manni fram úr rúminu — einung- is af því órakað andlit hans særði fegurðarskyn hennar! En hvað hafði hún annars sagt ? Baða yður ajtur! Blóðið hljóp fram í kinnarnar á honum, og hann togaði sængina upp yfir höfuð sér. Litlu síðar gægðist hann framundan henni aftur og flúði síðan inn í baðherbergið og læsti vandlega á eftir sér. „Kvenfólk skortir algerlega sómatilfinningu,“ sagði hann fok- illur við sjálfan sig. Hugsa sér, að nota sér veikleika og umkomu- leysi helsjúks manns til að baða hann ! Þegar hann kom aftur inn í svefnherbergið, var hún að láta bakka á litla borðið hjá rúminu hans. Hún slétti lökin og hristi koddana, og hann skreiddist aft- ur upp í rúmið, en forðaðist með öllu að mæta augnatilliti henn- ar. Hún lét bakkann ofan á sæng- ina hjá honum og stóð við rúm- stokkinn. ,,Nú lítið þér næstum mann- SEPTEMBER, 1952 21

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.