Heimilisritið - 01.09.1952, Side 36

Heimilisritið - 01.09.1952, Side 36
aðvarað meðborgara sína og sagt: ,,Gætið ykkar fyrir Martin Uh- land, hann er draumóramaður, og draumórar hans gera honum ekkert gott.“ En þetta góða ráð kom því miður engum að gagni; því faðir Uhlands var ekki ríkur, og bróðursonur hans, sem hann gekk í föðurstað, var í hernum, og þess vegna voru þau tvö þús- und mörk, sem bæjarráðið veitti safnverði píningarstofunnar, kær- kominn styrkur fjölskyldu hans. Allt frá því, er Martin hafði feng- ið starfann, hafði hann sökkt sér af ákafa niður í að grúska í mið- aldaskjölum, og einkum allt varð- andi píningar og refsingar. Menn sögðu, að hann hefði í hyggju að gefa út bók um slíkt, og að hon- um látnum fundust líka í herbergi hans handrit um ýmislegt varð- andi þetta efni. Samborgarar hans gleymdu brátt hinu góða ráði Hofmeyers læknis, en það var einn, sem ekki gleymdi því, og það var Mar- tin sjálfur, draumóramaðurinn. Næstum frá barnæsku hafði hann fundið í fari sjálfs sín einskonar sjúklegt ímyndunarafl, sem stundum gerði honum slæma grikki, og myndi — það fannst honum sjálfum — fyrr eða síðar valda honum hryllilegum dauða. Áhugi hans á öllu, sem varðaði mannlegar þjáningar, var ólækn- andi, og þegar fólk áleit almennf að mætur hans á píningartækj- unum væru einungis sagnfræði- legs eðlis, vissi hann vel með sjálfum sér, að þeim skjátlaðist. Þegar hann gekk einn um fanga- klefa kastalans, átti sjúkt ímynd- unarafl hans til að kvelja hann með skelfilegustu hugmyndum, og á þeim stundum hefði hann verið reiðubúinn að setja gömlu píningatækin af stað á ný, ef tækifæri hefði boðizt til þess. En foreldrar Martins skildu ekki sálarlíf hans eins vel og gamli læknirinn, þau höfðu nóg annað að hugsa um og fannst sonurinn eins góður, og á varð kosið. En á nóttunni, þegar eng- inn sá til, kraup hann oft á kné við rúmstokkinn og bað guð að vernda skynsemi sína. Slíka nótt hafði hann einmitt lifað þremur vikum fyrir hinn fyrrnefnda 24. september 1901. Einkennilegt skelfingaræði hafði gripið hann, meðan hann var einn í svartholunum, og sérhver sýn og sérhvert hljóð að utan var hulið augum hans og eyrum. Allt í einu þótti honum sem margt fólk væri komið í fangaklefana, og hversu mjög, sem hann streittist á móti, heillaðist hann af þessum ofsýnum. Hann sá fyrir sér hrylli- leg andlit, afskræmd af kvölum á pínubekknum, og hann heyrði 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.