Heimilisritið - 01.09.1952, Blaðsíða 39
og starði niður á hann. Hann í-
mvndaði sér, að þar lægi bund-
inn fangi, og hræðilegt gleðióp
hans bergmálaði frá hvelfingunni,
eins og draugshljóð úr öðrum
heimi. Þá var það, að Paul, sem
ekki kunni skil á brjálsemi
frænda síns, gerði skyssu, sem
hafði miklar þjáningar í för með
sér fyrir hann. Hann reyndi að
neyða Martin með valdi, hann
ætlaði að bera hann heim. Þá
réðist hinn brjálaði maður á hann
með öllum þeim ofsa og því afli,
sem vitfirríngin léði honum, og
þeir ultu báðir á steingólfinu.
Það er enginn vafi á því, að
Paul hefur misst meðvitundina
um stund, og á eftir mundi hann
það eitt, að er hann rankaði við
sér, fann hann krumlur brjálaða
mannsins á kverkum sér, og að
hann var því næst dreginn á hand-
leggjunum eftir gólfinu, þangað
sem hið skelfilega pyndingartæki,
er nefndist járn-jómfrúin, stóð.
Ef til vill hefur hann nú tekið að
renna grun í fyrirætlun brjálaða
mannsins. Hann skildi, að Mart-
in hafði gersamlega misst vitið,
og að ekkert annað en krafta-
verk gæti forðað honum frá dauða
og frænda hans frá hryllilegu ó-
dæðisverki. Þetta lamaði hann
svo algerlega að hann gat hvorki
gefið frá sér 'hljóð né hreyft sig.
Hann féll í yfirlið og Martin gat
farið með hann eins og honum
þóknaðist.------
Þegar Paul Uhland kom aftur
til sjálfs sín, var hann bundinn
á höndum og fótum, og það svo
rammlega, að hann gat ekki einu
sinni snúið höfðinu til hliðar.
Gersamlega óvitandi um, hvað
fyrir hann hefði komið, hélt hann
í fyrstu, að hann væri bundfnn
við bekkinn í svartholinu, en
dauf ljósglæta, sem féll inn um
rifu, sýndi honum brátt hvar hann
var staddur, og nú vissi hann, að
hann var lokaður inni í því skelfi-
lega pyndingartæki, sem nefnt var
járn-jómfrúin, og að hann myndi
bíða hinn hryllilegasta dauðdaga,
ef ekki bærist hjálp á næstunni.
Hann þekkti járn-jómfrúna
vel, því Martin hafði áður sýnt
honum hana. Hún var í líkingu
við kvenmann að lögun; fimm
fet í þvermál og ríflega tíu feta
há. Með því að styðja á fjöður
mátti opna framhliðina eins og
hurð, þessi hurð var sett löpgum
oddhvössum stálrýtingum, sem
sneru inn, og voru í hæð við
augu, hjarta og lungu fórnar-
lambsins. Hurðin var um tonn
að þyngd, og þegar búið var að
opna hana, var hægt að loka
henni með sigurverki, en svo
hægt að rr.aður greindi ekki hreyf-
inguna. Hægt en örugglega var
þá sá, sem þar stóð bundinn,
SEPTEMBER, 1952
37