Heimilisritið - 01.09.1952, Síða 42

Heimilisritið - 01.09.1952, Síða 42
umliÖnum öldum. Það fór hroll- ur um Paul við tilhugsunina. Hurðin var nú næstum lokuð og oddarnir komnir fast að honum. Hann þurfti ekki annað en beygja höfuðið til að finna kalt stálið á enni sér. Og þeir nálguðust, svo hægt, að augað gat ekki greint hreyfingu þeirra. Það er hægt að mæta dauð- anum með mörgu móti. Sumir leggja sig í auðmýkt og segja: þetta eru örlögin, þau verða ekki umflúin. Aðrir stritast í örvilnan gegn því, sem að lokum verður þó allra hlutskipti. Paul Uhland sagði á eftir, að hugarástand sitt hefði ýmist verið í samræmi við hið fyrra eða síðara af þessum tvennum viðhorfum. Það var bið- in, sem tók mest á hann, og að lokum greip hann einskonar æði, svo hann rykkti á og brauzt um í böndunum, svo hann að lokum losaði þau frá fúnum tréborðun- um, sem hann var bundinn við. Því næst gat hann losað hendur sínar og varð ósegjanlega feginn, rétt eins og hann væri þegar frjáls. En þegar hann hafði af öllum mætti reynt að ýta hurð- inni opinni, gerði hann sér ljóst, að hann var litlu betur kominn en áður. Hvernig sem hann stóð, sat eða sneri sér, myndu gaddarnir ná að reka hann í gegn og negla hann við bakvegginn. Sá neðsti var rétt með gólfinu, og sá efsti myndi vart fyrir ofan höfuð hans. Paul hætti brátt öllum tilraunum. nú var ekkert hægt að gera, sagði hann við sjálfan sig. Það var kominn dagur, og þó kom enginn inn í fangelsið. Hvaða hjálpar var þá að vænta ? Hann sat og lokaði bæði aug- um og eyrum, vildi hvorki sjá né heyra. Þannig leið stundarfjórð- ungur, hann hálf mókti og leið hinar skelfilegustu sálarkvalir, en svo tókst honum, með því að beita öllum sínu viljaþreki, að ná valdi á hugsunum sínum og bíða dauðans rólegur. ,,Ur því hann átti hvort sem var að deyja, því þá að hugsa svona mikið um það,“ ságði hann við sjálfan sig. Hann beygði sig niður og beið þess, er verða vildi. En einmitt, þegar hann hafði sætt sig við hið óumflýjanlega, barst honum á ný vonarneisti. Hann lá á hnjánum með lokuð augu, þegar fyrsti gaddurinn snart hann. Hann fann kaldan oddinn á enni sér, og í óstjórnlegri skelf- ingu barði hann krepptum hnef- anum í gólfið við fætur sér, — og — það lét undan höggum hans. Borðin voru fúin og hrundu niður í gljúfrið. Páll gat nú horft niður í bjartan dalinn, hann sá þorpskirkjuna og hamarinn, sem kastalinn stóð á. Honum fannst 40 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.