Heimilisritið - 01.09.1952, Qupperneq 43

Heimilisritið - 01.09.1952, Qupperneq 43
sem styrk hönd væri rétt til hans og rödd segði: ,,Rís upp og lif !“ En þó hefðu ekki margir þorað að taka í höndina og vogað sér það, sem Paul Uhland gerði til að bjarga sér. Til þess að skilja það til fulls, skulum við líta bet- ur á Rothberg-kastalann. Svartholið, þar sem hin ill- ræmda járn-jómfrú stendur, er beint niður undan kastalavirkinu, og jómfrúin sjálf stendur í útskoti, sem skagar út yfir gljúfrið. Þann- ig komu böðlarnir henni fyrir til þess að geta látið lík hinna dauðu falla niður í fljótið. Þegar gólfið lét undan höggum Pauls, hefði hann því hrapað niður í fljótið, ef hann hefði ekki náð taki á sverum bjálka, sem nýlega hafði verið settur þar til að styðja við múrhleðsluna. Þessi bjálki, sem var skorðaður við klöppina að neðan og studdi undir útbygg- inguna með efri endanum, bjarg- aði Paul, þegar hann féll niður um hleraopið, og síðan vóg hann sig upp, unz hann gat setzt upp við múrinn. Þó aðstaða hans væri þá afleit, sagði hann síðar, að aðalhættan hafi verið fólgin í hin- um snöggu umskiptum frá myrkri til birtunnar, frá ólofti fangaklef- ans til hressandi morgunloftsins. Þó suma hefði ef til vill svimað þarna yfir gljúfrinu, horfði Paul Uhland niður í það með mikilli gleði. Hann var frjáls og hnífarn- ir fyrir ofan náðu ekki framar til hans. Nú mátti þunga hurðin lok- ast til fulls. Hann hló og grét af gleði. Paul Uhland varð að sitja þarna um það bil klukkutíma, sólin var nýkomin upp, þegar hann slapp út úr jómfrúnni, og þó fólk færi snemma á fætur í Rothberg, áttu engir erindi í ná- grenni gljúfursins á þessum tíma dags. Paul sá bændur með vagna á veginum í dalnum, og smalarn- ir voru að reka fé sitt upp í hlíð- arnar; en þegar hann hrópaði af öllum mætti, og þeir litu upp og sáu mann á klöppinni undir kast- alanum, héldu þeir, að það væri iðnaðarmaður að vinna að við- gerð þarna uppi. Eftir því sem tíminn leið og fyrsta gleðin yfir frelsinu tók að dvína, fór Paul að óttast, að þessi nýja aðstaða hans væri litlu betri þeirri fyrri. Hann mátti ekki hreyfa sig né sleppa .tökum eitt andartak, því þá átti hann á hættu að hrapa. Rödd hans var orðin rám af hrópum, og hann gerði sér litla von um að geta vak- ið á sér eftirtekt. Ur þessari hræðilegu hættu bjargaðist hann fyrir skarpa sjón stúlku nokkurrar. Musant, dóttir Alberts vínyrkjumanns, var éin af þeim fyrstu, sem frétti heima SEPTEMBER, 1952 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.