Heimilisritið - 01.09.1952, Síða 46

Heimilisritið - 01.09.1952, Síða 46
að fleygja frá þér handklæðinu í hvert skipti, sem þú hefur þveg- ið þér eða burstað skóna þína. Mér er sem ég sjái, þegar ég er hjá systur minni — ég verð að gera svo vel að hengja það upp, annars segir hún mér til synd- anna ! Já, og svo eru rúmföt og allt mögulegt. Það verður heitt heimili!“ Sjálfsánægjubros Peters var af- ar ertandi. ,,Já, einmitt. Heimili er það, sem ég vil fá. Ég er fæddur í hót- eli í Michigan, og alla ævi hef ég búið í hótelum, og ég er orðinn leiður á því. Ég vil hafa eitthvað, sem er mitt. Ég vil hafa hluti, sem eru minir. Og þegar ég er á ferða- lagi, veit ég, að þeir eru þarna og bíða eftir mér.“ ,,Og hvað um Penelópu ?“ ,,Nú, ja — Penelópu, — úr því þú hefur sjálfur minnst á það ! Þegar maður heyrir þetta nafn — Penelópa — þá dettur manni í hug indæl, gamaldags stúlka, ekki satt ?-----Já, víst er hún falleg! Hún er dásamleg. Hún getur allt. Én mér getst ekki að kvenfólki, sem getur allt. Ég kæri mig ekki um neina brúðu, en guð forði mér frá að kvænast frama- kvenmanni. Ég — ég vil sjálfur vera sá, sem færir heim frægð og frarna." ,,Það gleður mig að heyra, Pet- er. Eg var orðinn smeykur um, að hún myndi einn góðan veður- dag rétta presti 5 dollara, áður en hún sneri sér við og tæki þig í fangið.“ Peter greip um handlegginn á honum. ,,Segðu henni ekki orð um þetta, fyrr en ég er fluttur inn, mundu það ! Og hvað segir þú um að labba þangað eftir kvöldverð ? Minntu mig á að hafa vasaljós. Það er ekki víst að ljósin séu í lagi.“ LEIGUSAMNINGURINN sannfærði dyravörð og lyftumann um, að Peter væri nýi leigjand- inn. Og ljósin voru í lagi. Nakt- ar perurnar lýstu í ganginum og setustofunni með skerandi birtu. Rúðurnar voru óhreinar og gluggatjöldin trosnuð. Auk setu- stofunnar var lítið svefnherbergi. íbúðin var óhrein og dapurleg á • að líta í óviðfelldinni birtunni. Peter, sem hafði séð íbúðina búna þægilegum, aðlaðandi hús- gögnum með sólskini inn um gluggana, var sem steini lostinn. Dave var rólegur og reyndi að hughreysta hann. ,,Hertu upp hugann, hér þarf einungis að hreinsa til.“ Peter slökkti ljósin. ,,Hvað áttu við — hreinsa til ? Þessi íbúð skal verða útbúin eftir 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.